Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 41
Laugavegur 16. ST: Það varð annað starf- andi apótekið hér, ásamt með Reykjavíkur Apóteki. En fyrsta apótekið í Reykjavík var flutt hingað af Seltjarnarnesi á sín- um tíma. Það var Nes Apótek, og langa-langafi minn flutti það til Reykjavíkur. FV: Er lyfjafræðin og rekst- ur apóteka ættgeng í þinni föð- urætt? ST: Það liggur við, að svo sé. Við höfum verið margir í þessu, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Við Oddur bróðir minn vorum á sama tíma apó- tekarar, ég með Laugavegs Apótek og hann með Akureyr- ar Apótek. Nú hafa synir okk- ar tekið við, sem báðir bera Odds nafnið. Faðir okkar var apótekari á Akureyri, Oddur Carl, og þetta nær langt aftur, ef allt væri talið upp. HUGMYNDIR UM RÍKIS- REKSTUR LYFJAVERZL- UNARINNAR FV: Upp úr 1920 munu hafa verið uppi hugmyndir um al- geran ríkisrekstur lyfjaverzl- unarinnar í landinu. ST: Já. Lyfjaverzlunin hér mótaðist af fyrirmynd frá Dan- mörku. Og eins og þar var lyfjaframleiðslan ennþá mest í apótekunum. Smásöludreifingin var annars vegar í höndum sjálfstæðra apótekara, sem ráku apótekin algerlega sjálf- stætt og höfðu allan ráðstöfun- arrétt á apótekunum, og hins vegar í höndum skipaðra apó- tekara, eins konar embættis- manna, eins og nú tíðkast hér. Þetta var einkarekstur í tvenns konar formi. Einkareksturinn var algildur annars staðar í Evrópu, hvað lyfjaverzlunina snerti, þó með ýmsum hætti væri. En um tíma var töluvert reynt að koma lyf j averzlun- inni undir ríkisvaldið, og það var gert um skeið, ýmist alger- lega, eins og í Þýzkalandi, eða að einhverju leyti. Á þessum tíma var skipuð nefnd í Skan- dinavíulöndunum til þess að athuga fyrirkomulag lyfjaverzl- unar þar, með tilliti til valkost- anna, og niðurstaðan varð sú, eins og sannaðist í Þýzkalandi, að ríkisrekin lyfjaverzlun gæti ekki borið sig. Samt sem áður voru á tímabili uppi töluverð- ar ráðagerðir hér á landi um ríkisrekstur, og ég barðist á móti því, ásamt fleirum, sem voru þessum málum nákunn- ugir. Um þetta var deilt bæði í blöðum og annars staðar, og ég man til dæmis eftir smá ritdeilu okkar Péturs á Gaut- löndum. Málsvarar ríkisrekst- ursins voru helztir þeir Vil- mundur Jónsson landlæknir og aðstoðarmaður hans Kristinn Stefánsson læknir. Þeir voru oft harðir, sérstaklega Krist- inn. Við vorum algerlega á önd- verðum meiði í þessu máli. FV: Og ekki varð úr ríkis- rekstri þá? ST: Ég held, að menn hafi kcmizt að þeirri niðurstöðu, að ríkisreksturinn yrði ekki það sældarbrauð, sem sumir vildu láta í veðri vaka. Hins vegar þróaðist það þannig síðar, að ríkisvaldið setti fingur sína hér og þar í lyfjaverzlunina, og hefur lengi haft þar alltof mikið vald, þar sem gætt hef- ur verulegs handahófs, og þetta hefur haldið niðri eðlilegri þró- un. Því miður hefur lyfjaverzl- unin ekki fengið að þróast eins og hagkvæmast hefði verið fyr- ir þjóðina, og þar að auki hef- ur ríkisvaldið tollað lyf og hjúkrunargögn, svo fráleitur tekjustofn, sem það er. Það er öruggt, að lyfjadreifingin er ó- hagkvæmari en vera þyrfti, og að lyf eru hér mun dýrari en þau ættu að vera, ef ríkisvald- ið gætti fyllilega hagsmuna þjóðarinnar í þessu máli. FV: Hvað var það helzt, nánar tiltekið, sem reyndist ríkisrekstrinum fjötur um fót? ST: í Þýzkaíandi og þar annars staðar, sem hann var reyndur með einhverjum hætti og að einhverju marki, kom það í ljós, að kostnaður allur FV 11 1971 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.