Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 43
útilokað, að hugsa um lyfjaút- flutning héðan í náinni fram- tíð. FV: Er íslenzk lyfjaverzlun í nógu nánum tengslum við framleiðendur sérlyfja? ST: Það er alltaf umdeilan- legt. Framfarir eru gífurlega örar, það koma fram tugir og hundruð nýjunga á ári hverju. Ég hef umboð fyrir marga stóra framleiðendur, og yfirleitt senda þeir okkur öll gögn jafn- óðum og þau verða til, og hing- að koma fulltrúar frá þeim ár- lega eða oftar til þess að kynna nýjungar. Það eitt, að kynna nýjungar, og auka þekkingu í samræmi við þær, krefst orðið mikils starfs í fyrirtæki, sem annast lyfjadreifingu. Og til þess þarf sérmenntað starfs- fólk, annað er útilokað, ef nokkurt vit á að vera í þessu. Eins og fyrr er getið tók Oddur sonur Stefáns við rekstri Laugavegs Apóteks, þegar Stef- án lét af störfum apótekara samkvæmt lögum um aldurs- hámark. Það var 1963. Stefán rekur með börnum sínum og tengdabörnum verzlanirnar Týli hf. og Oculus hf., sem báðar eru í Austurstræti. Er þó ekki allt talið á sviði verzl- unar og viðskipta, því til er hlutafélagið íslenzkar vátrygg- ingar, sem annast tryggingu á eignum og vörum fyrirtækj- anna. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR HF. FV: Á tímabili stundaðir þú auk annars verulegan iðnrekst- ur. ST: Ég stofnaði Efnagerð Reykjavíkur og rak hana fram á síðasta áratug. Fleiri hluta- félög voru stofnuð á sviði iðn- aðar, öll tengd Efnagerðinni. En nú er þetta ekki lengur á minni könnu. Rekstur Efna- gerðarinnar var að mörgu leyti skemmtilegur, framleiðslan var fjölbreytt, og þetta gekk yfir- leitt vel. FV: Þátttaka þín í iðnrekstri leiddi m. a. til stofnunar Fé- lags íslenzkra iðnrekenda? ST: Ekki veit ég, hvort hægt er að segja það beinlínis, Félag íslenzkra iðnrekenda hefði sjálfsagt verið stofnað án mín, þótt ég væri, eiginlega af til- viljun, verulega viðriðinn stofn- unina. Það var þannig, að ég var staddur á Akureyri, þegar ég frétti af verkfallshótunum í iðnaðinum og beinum aðgerð- um í þá átt, og hálfgerðum róstum innan þessa atvinnu- vegar. Ég brá mér suður í skyndi og kallaði saman fund ýmissa iðnrekenda, á Hótel Borg. Meining mín var sú, að við gætum komið sameiginlega fram gagnvart þessum aðgerð- um, sem voru alvarlegs eðlis fyrir flest iðnfyrirtækin á þeim tíma. En upp úr þessum fundi varð Félag íslenzkra iðnrek- enda til. Þetta var árið 1933. SALTVÍK Á KJALARNESI FV: Nú hefur þú haft mörg- um hnöppum að hneppa á sviði atvinnulífsins. En samt hefur þú haft tómstundir. Hvernig not- aðir þú þær? ST: Tómstundir, já. Það hefur alltaf verið merkilega drjúgur tími. Ef átt er við það, hvort ég hafi stundað lax- veiðar eða eitthvað þess háttar, þá get ég að nokkru leyti svar- að því játandi. Á tímabili stundaði ég nokkuð laxveiðar með Ágústi Ármann stórkaup- manni og Herskind lyfjafræð- ingi, sem lengi starfaði hjá mér, og hafði umsjón með Efnagerð- inni lengst af. Þeir eru báðir látnir, og laxveiðarnar féllu niður, þegar Ágúst dó langt fyrir aldur fram. Hann kveikti áhugann á sínum tíma, og það var einhvern veginn þannig, að áhuginn dofnaði um leið og fé- þagsskapurinn var úr sögunni. Ég hafði einnig á tímabili mik- inn áhuga á Ijósmyndun og gaf út póstkort. Og þá er upp talið það sem venjulega er talað um sem tómstundaáhugamál. En það sem mest tók af tómstund- unum, var hins vegar búskap- urinn í Saltvík á Kjalarnesi. Ég keypti þá jörð árið 1931, þá var þar torfbær og túnskiki, og jörðin kostaði 32 þúsund krónur. I Saltvík byggði ég upp smátt og smátt, og þegar ég seldi 1964, voru þar þrjú íbúðarhús, stór útihús og 70 hektara framræst land, mest ræktað. Búskapurinn var ákaf- lega skemmtilegur, ég fékk áhuea á honum sem unglingur á Akurevri og átti þar nokkrar kindur. Því miður varð að selia Saltvík 1964, eftir að ég hahði verið dæmdur til að greiða stórfé í slvsabætur vegna barns, sem hrapaði í súrheys- turni. Það var erfitt að varast, því að ég hafði marebent á bær hættur, sem því eru samfara, að leika sér í þessum stóru hús- um. En þetta var hryggilegt slys og erfitt fyrir alla, sem hlut áttu að máli. Reykjavíkur- borg keypti jörðina, eins og kunnugt er, kaupverðið var 4 milljónir, sem greiðist á löng- um tíma. Það var ekki einu sinni brunabótaverð húsanna, svo að ekki reyndist búskapur- inn í sjálfu sér gróðavegur. En ég sé ekki eftir því, sem í hann fór, langt frá því. FV: En stundaðir þú aldrei útgerð? ST: Einu sinni kom ég ná- lægt útgerð, en það var heldur ekki meira. Ég fékk ekki góða reynzlu af því. Og það er varla við því að búast, að einn og sami maðurinn sinni öllu, sem kostur er á, hjá einni þjóð. FRANCH MICHELSEN ÚRSMIÐUR LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK FV 11 1971 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.