Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 56
Rannsóknir
Villandi blaðamennska Rr,Bjarni
Helgason:
um fúlt loft, afbrýðissemi
sérgæzku i röðum vísindamanna
Hlutverk vísindamannsins er
að afla þekkingar, leggja stað-
reyndir á borðið og meta gildi
þeirra á hlutlægan og hlutlaus-
an hátt. Þessi grundvallaratrði
vísindamennskunnar eru að
sjálfsögðu framandi hinum
nafnlausa höfundi rógsgreinar
um íslenzka vísindamenn. sem
birtist í 10. hefti „Frjálsrar
Verzlunar“. Orðalag greinar-
innar leynir þó ekki höfundi
sinum eða hinum „hófsömu“
heimildarmönnum hans. Er
leitt til þess að vita, að jafn-
gott rit og „Frjáls Verzlun“
skuli óvart lenda í rennusteini
ómerkilegrar blaðamennsku.
Undanfarin ár hefur skilning-
ur stórlega vaxið á gildi hvers
kyns vísindastarfsemi fyrir
þjóðfélagið í heild og fyrir ein-
staka þætti þess. Þetta er þó
ekki að þakka neinum einstök-
um aðila. íslendingar hafa að-
eins fylgt eftir tíðarandanum
eins og hann hefur þróast úti
í heimi. Ungir vísindamenn
hafa hins vegar oft bent á
nauðsyn þess fyrir sjálfstæði
smáþjóðar að leggja hlutfalls-
lega enn meira af mörkum til
vísindastarfsemi en stórþjóðirn-
ar gera. En það hefur líka verið
ljóst, að aukið fjármagn nýtist
ekki, nema vel sé stjórnað.
Árið 1965 var komið á fót
fjölmennu yfirstjórnunarkerfi
fyrir rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna. eða 'hátt í 100
manns í nefndum, stjórnum og
ráðum. Var þetta gert sam-
kvæmt erlendri fyrirmynd. Úr
hópi vísindamanna var strax
bent á, að varla myndi slíkt
kerfi reynast sú uppspretta
hugmynda og fjármagns, sem
ýmsir virtust reikna með. Efa-
semdirnar hafa reynzt hrá-
slagalegur sannleikur. Vísinda-
mennirnir óttuðust þá og óttast
enn áhrif ofstjórnunar og nei-
kvæð áhrif manna, er líta
kynnu á setu í ráðum og nefnd-
um sem vegtyllu og/eða tilefni
til pönnukökuáts í stað manna
með einlægan áhuga á vísinda-
starfseminni og gildi hennar
fyrir þjóðfélagið og fyrir ein-
staklinginn.
Samnefnari þessara ráða hef-
ur verið Rannsóknaráð ríkisins,
og flest hafa ráðin reynzt lítils-
megandi.
Hugmyndir vísindamanna
um bætta stjórnun hafa yfirleitt
lítinn hljómgrunn meðal ráða-
manna. „Bureau“-kratarnir,
sem við getum kallað þá, hafa
mótmælt á þeim grundvelli að
ekki væri hlustandi á vísinda-
menn sakir sundrungaranda og
innbyrðis afbrýðissemi visinda-
mannanna sjálfra.
Vissulega voru íslenzkir vís-
indamenn sundraðir fyrir
nokkrum árum. en í dag má
telja þá á fingrum annarrar
handar, sem setja sérgæzkuna
ofar flestum „prinsippum“. ís-
lenzkir vísindamenn eru ekki
mjög frábrugðnir öðrum lands-
mönnum.Þeir hafa sínar sjálf-
stæðu skoðanir, en þeir standa
engu að síður saman um sam-
eiginlega hagsmuni eins og aðr-
ir hópar þjóðfélagsins. Það
breytir engu um þessa stað-
reynd, þótt finna megi e.t.v.
tvær eða þrjár hjáróma raddir,
sem telja sér annað henta.
Undanfarin tvö ár hafa atvik-
in hagað því svo, að þessi sam-
staða vísindamanna hefur bet-
ur komið í ljós en nokkru sinni.
Þetta hefði greinarhöfundurinn
í 10. hefti þessa rits uppgötvað,
ef hann hefði ekki lent á hjá-
róma röddinni. En segja má. að
stjórnunaraðilar vísindamála
hafi vígi að verja og reyni því
enn að halda í sundrungarhug-
myndina. Það er fyllstu athygli
vert. að nýjum hugmyndum og
umræðum um þær skuli gefinn
stimpill sundrungar og uppi-
vöðslu, þegar vísindamenn eiga
í hlut. Er þetta ekki eitthvað
alvarlega bogið við þankagang
manna, sem bregðast þannig við
og hrópa um þvergirðingshátt
vísindamanna? —
í sjálfu sér ætti ég ekki að
taka upp hanzkann fyrir Rann-
sóknaráð ríkisins, því að ég var
strax í hópi þeirra, er þóttust
sjá þverbrestina og veikleikana
kringum Rannsóknaráð. En
skylt finnst mér að hafa það,
sem sannara reynist. Nafnlausi
greinarhöfundurinn gerir ráð-
inu upp áhrif, er það, sem betur
fer, aldrei hefur haft. Það er
ekki kunnugt um. að ráðið hafi
verið hemill á starfsemi dug-
mikilla og hæfileikaríkra ein-
staklinga. Rannsóknaráðið hef-
ur aldrei þurft eða átt að hafa
hemil á „einþykkum, ráðríkum
og jafnvel uppivöðslusömum
einstaklingum". En Rannsókn-
aráð hefur verið að fást við
verkefni, sem að réttu lagi eiga
að framkvæmast af rannsókna-
stofnunum atvinnuveganna.
Hitt er þó vafalítið rétt, að
fram hefur komið, að ráðið eða
ráðleysið og framkvæmdanefnd
þess hafi átt sinn þátt í að skapa
slæmt (,,fúlt“) andrúmsloft
vegna sambandsleysis við rann-
sóknastarfsemina í landinu.
Og það er enmitt úr jarðvegi
þessa sambandsleysis, sem
skýrsla „sérfræðinga" Efna-
hags og framfarastofnunar Ev-
rópu (OECD) um vandamál ís-
lenzkrar vísindastarfsemi er
sprottin. Sem jarðvegssérfræð-
ingur hlýt ég að láta í Ijós,
þá skoðun. að ekki sé hægt að
búast við góðri uppskeru, sé
klaufalega að staðið og akurinn
illa plægður. Greinarhöfundur-
inn nafnlausi gefur í skyn, að
ýmsir íslenzkir vísindamenn
hafi neitað allri samvinnu við
fulltrúa OECD og því sé skýrsla
OECD um íslenzka vísindastarf-
semi ófullkomin. Hér er farið
með staflausa stafi í garð ís-
lenzkra vísindamanna.
56
FV 11 1971