Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 33
„minnsta hagkvæma stærð“ prjónaverksmiðju er mjög lítil. Ekkert samhengi virðist vera milli stærðar fyrirtækis og þess, hvort fyrirtækinu vegni vel eða illa. Það sem virðist skipta mestu máli er þekking stjórnandans. SKIPULAGSVANDAMÁLIN MEST f FATAIÐNAÐINUM Þá segja hinir norsku sér- fræðingar, að skipulagsvanda- málin séu einna mest áberandi í fataiðnaðinum. Þeir taka fram, að þau snerti ekki alla vöruflokka eins. Neyzla á nokkrum vöruflokkum er nægi- leg innanlands til að skapa grundvöll fyrir sérhæfð fram- leiðslufyrirtæki. Hins vegar fullnægja aðrir vöruflokkar ekki þessum skilyrðum. Verk- smiðjur verða að fást við of margar vörutegundir til að ná því heildarmagni í framleiðslu, sem nauðsynlegt er til að verk- smiðjuframleiðslan sé arðvæn- leg. Er mjög erfitt að koma við hagræðingu í fyrirtækjum með blandaða framleiðslu. SÉRHÆFING Fataiðnaðinum er skipt í létt- ari fataiðnað — fataverksmiðj- ur, sem framleiða nærfatnað og léttan ytri fatnað — og þyngri fataiðnað, sem framleiðir þyngri ytri fatnað. Níu fyrirtæki starfa í þyngri fataiðnaði — framleiða karl- mannafatnað, kápur og frakka. Flest hafa fyrirtækin eig- in verzlanir. Sérfræðingarnir leggja áherzlu á nauðsyn náins sambands milli verzlunar og verksmiðju, þar sem það stuðli mjög að aukinni sölu á inn- lendri framleiðslu. Þau fyrir- tæki, sem framleiða karlmanna- fatnað hafa hagkvæmastan rekstrargrundvöll. Þau hafa möguleika á að standast alla samkeppni í framtíðinni. Hins vegar er lagt til, að fyrirtæki, sem sinna annarri framleiðslu í þessari grein, sérhæfi sig meira, og skipti framleiðslunni á milli sín. EIN VERKSMIÐJA Hinir norsku sérfræðingar gera tillögur um gagngerðar breytingar á skipulagi karl- mannafataframleiðslunnar. — Lagt er til, að framleiðendur sameinist um rekstur einnar verksmiðju, sem framleiði ein- göngu karlmannabuxur. Þá vilja þeir sjá samstarf um tæknilega þekkingu og sníða- þjónustu verða að raunveru- leika. STJÓRNARFÉLAG Þá er lagt til að aðrar verk- smiðjur sameinist um myndun stjórnarfélags. Um eina fyrir- mynd að stjórnarfélagi er komist þannig' að orði í Frá Gráfeldi. Þœgileg vetrar- kápa. skýrslu norsku sérfræðinganna: „Stjórnarfélagið er sett yfir daglega stjórn hinna ýmsu fyr- irtækja. Þetta á aðeins við um ,,ytri“ málefni, sem snerta sam- eiginlega starfsemi fyrirtækja- hópsins. Stjórnarfélagið hefur hins vegar engan rétt til að skipta sér af innri reglum í samningi milli fyrirtækis og stjórnarfélags. Eigendur hvers fyrirtækis stjórna fyrirtækjun- um eftir sem áður. Stjórn félagsins er skipuð mönnum úr stjórnum fyrir- tækjanna. Hafi eitthvert fyrir- tæki ekki sérstaka stjórn, er hún sett á laggirnar, og skipuð stjórnendum eða eigendum fyr- irtækisins. Með þessu er tryggt, að stefna stjórnarfélagsins sé jafnan mótuð af fyrirtækjun- um sjálfum. Eitt meginverkefni stjómarfélagsins verður því að gæta þess, að hvert einstakt fyrirtæki starfi í samræmi við heildarstefnu þeirra.“ BLÖNDUÐ FRAMLEIÐSLA Um léttari fataiðnaðinn er m. a. komist að orði á þessa leið: „Skipulagsleg uppbygging Fyrirtækin framleiða margar og mismunandi vörur, sem þeirra fyrirtækja, sem fram- leiða léttari fatnað er ekki góð. framleiðslutæknilega séð eiga lítið sameiginlegt. Við kom- umst að raun um, að sömu vör- urnar voru framleiddar í mörg- um fyrirtækjunum. Þetta blandaða vörusvið er Kápa og frakki frá Samband- inu undir ICELOOK nafninu. aðalhindrunin í vegi aukinnar framleiðni í fyrirtækjum þeim, sem framleiða léttari fatnað. SAMEIGINLEG STJÓRN Skipting framleiðslukostnað- ar í fyrirtækjunum, miðað við núverandi aðstæður, bendir til þess, að litlir möguleikar séu á að mæta verðsamkeppninni frá fatnaðarframleiðendum við- skiptalandanna. Sá möguleiki, sem við sjáum til að bjarga hluta af léttari fataiðnaðinum á íslandi, er að fyrirtækin taki upp samstarf undir sameigin- legri stjórn, sem yfirtaki vissa stjórnunarþætti, svo sem inn- kaup, sölu og fjármál. Þetta samstarfsform hefur þann mikla kost, að öllum pöntun- um, sem samstarfsfélagið fær, er hægt að skipta niður á ein- stök fyrirtæki, þannig, að þau fengju pantanir á vörum, sem hefðu ýmislegt sameiginlegt varðandi framleiðslutækni. Þessi fyrirtæki ættu svo fljótt sem auðið er að taka upp við- ræður um að koma á fót sam- FV 11 1971 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.