Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 49

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 49
Efnagerðin Vilko Aðlögun að íslenzkum smekk er undirstaðan — Samkeppnisaðstaða okkar gagnvart innflutningi byggist fyrst og fremst á því að við breytum uppskriftunum til samræmis við íslenzkan smekk, sagði Hallgrímur Mar- inósson framkvæmdastjóri efna- gerðarinnar Vilko. Þrátt fyrir að verðið sé heldur hærra á okkar framleiðslu en þeirri inn- fluttu, tekur fólk henni greini- lega vel, því að fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur salan aukizt um 50%. Vilko framleiðir sjö tegund- ir af ávaxtasúpum, átta tegund- ir af þurrkuðum ávöxtum, og á döfinni er að hefja fram- leiðslu á kraftsúpum og instaut búðingum, sem ekki þarf að hita og tiibúnir eru um leið og þeir hafa verið hrærðir. HRÁEFNIÐ ALLT ERLENT Hráefnið er allt keypt er- lendis fra, enda vex ekkert af því hér, en umbúðirnar eru ís- lenzkar. Aðalhráefnin eru krydd, salat, sykur og ávextir. Verksmiðjan hefur gert tilraun með að vinna úr íslenzkum blá- berjum, en hún gafst ekki nægilega vel. Þau voru erfiðari í meðförum en þau innfluttu, auk þess sem þau innihalda minna af C-vítamíni. Erlenda hráefnið er blandað hér eftir erlendum uppskrift- um, sem breytt hefur verið mið- að við íslenzkan smekk, sem er aðallega fólgið í því að hafa minni sykur og meiri ávexti en erlendu uppskriftirnar segja til um. Að sögn Hallgrims hefur fólk tekið þessum breyt- ingum mjög vel, eins og sölu- aukningin sannar reyndar. LÍTILL MARKAÐUR GERIR FRAMLEIÐSLUNA DÝRA Hinn smái markaður sern hér er, gerir það að verkum, að framleiðslan verður dýr. Hrá- efni er keypt inn í smáum ein- ingum, sem er mun dýrara en ef meira væri keypt í einu. Tæki, sem til þarí, eru miðuð við meiri framleiðslu og eru dýr, og fjölbreytnin er einnig kostnaðarsöm, þar sem alltaí fer einhver tími í að skipta um verkefni. Af þessum sökum þurfa framleiðendurnir að hafa fleiri krónur nettó af sölunni en stórir aðilar. Vilko blandar einnig þurrk- aða ávexti, sem fyrr segir, en þurrkun er elzta þekkta aðferð við geymslu matvæla, og er orð- in það þróuð, að ávextirnir missa lítið sem ekkert af nær- ingargildi sínu við hana. Þess vegna er mun meira næringar- gildi í sama rúmmáli þurrk- aðra ávaxta en nýrra. Tvær aprikósur nýjar, hafa t. d. sama rúmmál og 20 þurrkaðar, en þær þurrkuðu hafa 10 sinnum meira næringargildi. Varðandi útflutningsmögu- leika á framleiðslunni sagði Hallgrímur, að ekki væri Líma- bært að hugsa um það að svo stöddu, hins vegar hefði fyrir- tækinu borizt tilboð erlendis frá um allmikla framleiðslu á ákveðinni sértegund frá Vilko, en ekki væru enn möguleikar á að sinna því. — Sölufélag garðyrkjumanna: IVIöguleikar íslenzkrar garðyrkju eru geysi- miklir — Möguleikar íslenzkrar garðyrkju eru geysilegir vegna nægs jarðhita og stóraukinnar rafvæðingar, sagði Þorvaldur Þorsteinsson, forstjóri Sölufé- lags garðyrkjumanna. Sölufé- lagið var stofnað árið 1940 og er samtök gróðurhúsaeigenda FV 6-7 1972 um land allt. Félagið nær til ylræktar grænmetis, en ekki blóma. Framleiðsla og neyzla hefur farið stöðugt vaxandi frá stofn- un félagsins og hefur aukningin verið 7 til 8% á ári að undan förnu. í fyrstu var fólk nokkuð 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.