Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 49
Efnagerðin Vilko Aðlögun að íslenzkum smekk er undirstaðan — Samkeppnisaðstaða okkar gagnvart innflutningi byggist fyrst og fremst á því að við breytum uppskriftunum til samræmis við íslenzkan smekk, sagði Hallgrímur Mar- inósson framkvæmdastjóri efna- gerðarinnar Vilko. Þrátt fyrir að verðið sé heldur hærra á okkar framleiðslu en þeirri inn- fluttu, tekur fólk henni greini- lega vel, því að fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur salan aukizt um 50%. Vilko framleiðir sjö tegund- ir af ávaxtasúpum, átta tegund- ir af þurrkuðum ávöxtum, og á döfinni er að hefja fram- leiðslu á kraftsúpum og instaut búðingum, sem ekki þarf að hita og tiibúnir eru um leið og þeir hafa verið hrærðir. HRÁEFNIÐ ALLT ERLENT Hráefnið er allt keypt er- lendis fra, enda vex ekkert af því hér, en umbúðirnar eru ís- lenzkar. Aðalhráefnin eru krydd, salat, sykur og ávextir. Verksmiðjan hefur gert tilraun með að vinna úr íslenzkum blá- berjum, en hún gafst ekki nægilega vel. Þau voru erfiðari í meðförum en þau innfluttu, auk þess sem þau innihalda minna af C-vítamíni. Erlenda hráefnið er blandað hér eftir erlendum uppskrift- um, sem breytt hefur verið mið- að við íslenzkan smekk, sem er aðallega fólgið í því að hafa minni sykur og meiri ávexti en erlendu uppskriftirnar segja til um. Að sögn Hallgrims hefur fólk tekið þessum breyt- ingum mjög vel, eins og sölu- aukningin sannar reyndar. LÍTILL MARKAÐUR GERIR FRAMLEIÐSLUNA DÝRA Hinn smái markaður sern hér er, gerir það að verkum, að framleiðslan verður dýr. Hrá- efni er keypt inn í smáum ein- ingum, sem er mun dýrara en ef meira væri keypt í einu. Tæki, sem til þarí, eru miðuð við meiri framleiðslu og eru dýr, og fjölbreytnin er einnig kostnaðarsöm, þar sem alltaí fer einhver tími í að skipta um verkefni. Af þessum sökum þurfa framleiðendurnir að hafa fleiri krónur nettó af sölunni en stórir aðilar. Vilko blandar einnig þurrk- aða ávexti, sem fyrr segir, en þurrkun er elzta þekkta aðferð við geymslu matvæla, og er orð- in það þróuð, að ávextirnir missa lítið sem ekkert af nær- ingargildi sínu við hana. Þess vegna er mun meira næringar- gildi í sama rúmmáli þurrk- aðra ávaxta en nýrra. Tvær aprikósur nýjar, hafa t. d. sama rúmmál og 20 þurrkaðar, en þær þurrkuðu hafa 10 sinnum meira næringargildi. Varðandi útflutningsmögu- leika á framleiðslunni sagði Hallgrímur, að ekki væri Líma- bært að hugsa um það að svo stöddu, hins vegar hefði fyrir- tækinu borizt tilboð erlendis frá um allmikla framleiðslu á ákveðinni sértegund frá Vilko, en ekki væru enn möguleikar á að sinna því. — Sölufélag garðyrkjumanna: IVIöguleikar íslenzkrar garðyrkju eru geysi- miklir — Möguleikar íslenzkrar garðyrkju eru geysilegir vegna nægs jarðhita og stóraukinnar rafvæðingar, sagði Þorvaldur Þorsteinsson, forstjóri Sölufé- lags garðyrkjumanna. Sölufé- lagið var stofnað árið 1940 og er samtök gróðurhúsaeigenda FV 6-7 1972 um land allt. Félagið nær til ylræktar grænmetis, en ekki blóma. Framleiðsla og neyzla hefur farið stöðugt vaxandi frá stofn- un félagsins og hefur aukningin verið 7 til 8% á ári að undan förnu. í fyrstu var fólk nokkuð 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.