Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 17

Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 17
Útlönd Bandaríkin: McGovern og efnahagsmálin Hve róftækur er hinn nýi forsetaframbjóðandi demókrata? Vestan hafs er það nú eitt helzta umhugsunarefni áhuga- manna um stjórnmál hversu róttækur George McGovern, forsetaefni demókrata, sé í raun og veru í efnahagsstefnu sinni. Kaupsýslumenn hafa vissa tilhneigingu til að kalla Mc- Govern öllum illum nöfnum og segja hann stefna að því að kollvarpa efnahagskerfi Banda- ríkjanna. Stuðningsmenn Mc- Governs benda hins vegar á að stefna hans sé í fullu sam- ræmi við bandaríska hefð, þar eð hún hafi að markmiði að hressa upp á hið frjálsa fram- tak, vernda heilbrigða sam- keppni, tryggja fulla atvinnu, útrýma skattamisrétti og brúa bilið milli hinna ríku og fá- tæku í Bandaríkjunum. Fimmt- ungur hinna auðugustu fjöl- skyldna í landinu hafa 40% allra tekna en 20% hinna fá- tækustu fjölskyldna fá 5% teknanna. Tillögur McGoverns eru í stuttu máli þessar: & Auðskipting. Þessi þáttur í stefnu hans hefur komið sem köld vatnsgusa framan í helztu fjámálamenn í Wall Street. Samkvæt henni á að inn- heimta hærri skatta af fyrir- tækjum og auðmönnum og miðla með eins konar öfug- um tekjuskatti til hinna fá- tæku. Segist McGovern þó ætla að viðhalda núverandi 48% skatti á rekstrarafgang fyrir- tækja en nema úr gildi ýmsar undanþágur eins og í sambandi við hröðun afskrifta, fjárfest- ingarlán og frestun á skatti af útf lutningstek j um. • Aðgerðir til að komast fyr- meinsemdir í skattakerfinu. Engum sæmilega efnuðum manni á að líðast það lengur að borga litla eða enga skatta. McGovern vill koma á iág- markstekjuskatti, án þess að tillit sé tekið til raunverulegra tekjustofna. Hann hefur nefnt 52,2% lágmarksskatt á hina efnameiri meðal skattgreið- enda. í upphafi lagði McGovern til, að erfðarskattur yrði 100% á eignir, sem metnar væru á meira en 500.000 dali. En þeg- ar mótmæli komu fram, ekki aðeins frá efnafólkinu, heldur líka meðaltekjumönnum, lækk- aði hann hlutfallstöluna niður í 77%. Við það ætlar hann að standa. HVER BANDARÍKJAMAÐUR Á AÐ FÁ 1000 DALI Á ÁRI. Með þessum aðgerðum í skattamálunum þykist McGov- ern ætla að ná inn aukalega 28 milljörðum dala, sem hann segir opinber yfirvöld hafa að ástæðulausu farið á mis við í skattaheimtunni, 17 milljarða í sköttum af fyrirtækjum og 11 milljarða til viðbótar af eign- um og einstaklingum. Til viðbótar þessu ætlar for- setaefni demókrata að lappa upp á félagsmálaaðstoð hins opinbera, sem hann segir afar þunga í vöfum. Ætlar hann að úthluta öllum íbúum Banda- ríkjanna, konum, körlum og börnum, 1000 dölum á ári úr ríkissjóði sambandsstjórnarinn- ar í Washington. Með þessu móti á að tryggja fátækum fjölskyldum lágmarkslífsviður- væri og myndi fjögurra manna fjölskylda, sem engar tekjur hefði, fá þannig 4000 dala framlag, en fjölskyldur með tekjur fyrir ofan ákveðið mark, yrðu að greiða ríkisaðstoðina til baka í sköttum. RETKNINGUR EKKI STERKA HLIÐIN. í fyrstu voru áform McGov- erns aðhlátursefni og einskis virt. En hann vann hvert kjör- dæmið af öðru og kom fram sem sterki aðilinn. Þá fóru kaupsýslumenn að gefa hug- myndum hans alvarlegan gaum, og ekki er laust við að hrollur hafi farið um suma. George McGovern, forsetaefni demókrata, í kosningaham. FV 8 1972 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.