Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 17
Útlönd Bandaríkin: McGovern og efnahagsmálin Hve róftækur er hinn nýi forsetaframbjóðandi demókrata? Vestan hafs er það nú eitt helzta umhugsunarefni áhuga- manna um stjórnmál hversu róttækur George McGovern, forsetaefni demókrata, sé í raun og veru í efnahagsstefnu sinni. Kaupsýslumenn hafa vissa tilhneigingu til að kalla Mc- Govern öllum illum nöfnum og segja hann stefna að því að kollvarpa efnahagskerfi Banda- ríkjanna. Stuðningsmenn Mc- Governs benda hins vegar á að stefna hans sé í fullu sam- ræmi við bandaríska hefð, þar eð hún hafi að markmiði að hressa upp á hið frjálsa fram- tak, vernda heilbrigða sam- keppni, tryggja fulla atvinnu, útrýma skattamisrétti og brúa bilið milli hinna ríku og fá- tæku í Bandaríkjunum. Fimmt- ungur hinna auðugustu fjöl- skyldna í landinu hafa 40% allra tekna en 20% hinna fá- tækustu fjölskyldna fá 5% teknanna. Tillögur McGoverns eru í stuttu máli þessar: & Auðskipting. Þessi þáttur í stefnu hans hefur komið sem köld vatnsgusa framan í helztu fjámálamenn í Wall Street. Samkvæt henni á að inn- heimta hærri skatta af fyrir- tækjum og auðmönnum og miðla með eins konar öfug- um tekjuskatti til hinna fá- tæku. Segist McGovern þó ætla að viðhalda núverandi 48% skatti á rekstrarafgang fyrir- tækja en nema úr gildi ýmsar undanþágur eins og í sambandi við hröðun afskrifta, fjárfest- ingarlán og frestun á skatti af útf lutningstek j um. • Aðgerðir til að komast fyr- meinsemdir í skattakerfinu. Engum sæmilega efnuðum manni á að líðast það lengur að borga litla eða enga skatta. McGovern vill koma á iág- markstekjuskatti, án þess að tillit sé tekið til raunverulegra tekjustofna. Hann hefur nefnt 52,2% lágmarksskatt á hina efnameiri meðal skattgreið- enda. í upphafi lagði McGovern til, að erfðarskattur yrði 100% á eignir, sem metnar væru á meira en 500.000 dali. En þeg- ar mótmæli komu fram, ekki aðeins frá efnafólkinu, heldur líka meðaltekjumönnum, lækk- aði hann hlutfallstöluna niður í 77%. Við það ætlar hann að standa. HVER BANDARÍKJAMAÐUR Á AÐ FÁ 1000 DALI Á ÁRI. Með þessum aðgerðum í skattamálunum þykist McGov- ern ætla að ná inn aukalega 28 milljörðum dala, sem hann segir opinber yfirvöld hafa að ástæðulausu farið á mis við í skattaheimtunni, 17 milljarða í sköttum af fyrirtækjum og 11 milljarða til viðbótar af eign- um og einstaklingum. Til viðbótar þessu ætlar for- setaefni demókrata að lappa upp á félagsmálaaðstoð hins opinbera, sem hann segir afar þunga í vöfum. Ætlar hann að úthluta öllum íbúum Banda- ríkjanna, konum, körlum og börnum, 1000 dölum á ári úr ríkissjóði sambandsstjórnarinn- ar í Washington. Með þessu móti á að tryggja fátækum fjölskyldum lágmarkslífsviður- væri og myndi fjögurra manna fjölskylda, sem engar tekjur hefði, fá þannig 4000 dala framlag, en fjölskyldur með tekjur fyrir ofan ákveðið mark, yrðu að greiða ríkisaðstoðina til baka í sköttum. RETKNINGUR EKKI STERKA HLIÐIN. í fyrstu voru áform McGov- erns aðhlátursefni og einskis virt. En hann vann hvert kjör- dæmið af öðru og kom fram sem sterki aðilinn. Þá fóru kaupsýslumenn að gefa hug- myndum hans alvarlegan gaum, og ekki er laust við að hrollur hafi farið um suma. George McGovern, forsetaefni demókrata, í kosningaham. FV 8 1972 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.