Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 75

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 75
Um heima og geima — Palli. Ég held að það sé heysóttin aftur. XX -j< -x-x Greifaynjan og þjónustu- stúlkan voru að karpa einu sinni sem oftar. — Ég ætla bara að láta frúna vita það, sagði þjónust- an, að ég kyssi betur en hún. — Hver segir það? — Greifinn. En svo er ég líka almennt betri ástkona en frúin. — Segir greifinn það? — Nei. Það segir einkabíl- stjórinn. — Jæja, kerling. Hvernig stóð uppeldissonurinn sig með- an ég var á sjónum? — Þetta gengur ekki lengur, sagði veitingakonan við Soffíu aðstoðarstúlku á kránni. — Ég hef tekið eftir því, að karlarnir þvo sér ekki um hendurnar, þegar þeir fara á salernið. Viltu ekki fara út og kaupa sykurtöng? Nokkrum dögum seinna spurði veitingakonan Soffíu, hvort sykurtöngin hefði ekki verið keypt. — Jú, svaraði Soffía. Hún hangir uppi á herrasalerninu. -fc* -)< -K-K — Hefurðu heyrt nýjustu fréttir af Rolf Johansen? Flugvélin var á leið frá Los Angeles til Miami í Flórída. Dyrnar á flugstjórnarklefanum voru opnaðar og maður nokk- ur hélt skammbyssuhlaupi upp að hnakkanum á flugstjóran- um. — Jæja, vinur. Þá fljúgum við til Miami, sagði flugvéla- ræninginn. — Já, en við erum einmitt á leiðinni til Miami. — Okey. Ég ætla bara að vera viss í þetta sinn. Síðustu fjögur skiptin, sem ég hef flogið þessa leið, hefur flug- vélin nefnilega lent á Kúbu. — Stína þó. Svona stórar stelpur eins og þú, eiga að fara í skýlið, þegar þær klæða sig úr. xx -j< -x-x Tveir labbakútar gengu inn á sveitakrá, velhífaðir, og ann- ar spurði þjóninn: — Er nokkur hér í nágrenn- inu, sem á stóran, svartan kött með hvíta rönd um hálsinn? — Nei. — Ekki heldur hund? — Nei. — Heyrðu Kalli. Þá er þetta presturinn sem við keyrðum yfir. •x-x -j< -x-x -x-x ~jc XX xx -j< xx FV 8 1972 63

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.