Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 16

Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 16
En er ekki unnt að miða stjórn þjóðfélagsins meira við sveiflurnar en verið hefur? TRYGGARI EFNAHAGUR EÐA STÓRI VINNINGURINN? Hjá því verður ekki komizt, að stjórnmálaleg atriði hljóta að ráða ferðinni og ná stund- um yfirhöndinni yfir hag- stjórnartækjunum, sem þýðir, að tiltækum ráðum er ekki beitt sem skyldi. Líta má á sveiflujöfnunar- verkefnið frá sjónarhóli ráð- stöfunarþáttanna fjármagns, vinnuafls og innlendra og er- lendra hráefna. Hvernig á að stýra notkun þessara fram- leiðslugæða, þannig að hag- sæld aukist og sveiflur verði ekki alltof miklar í einstökum atvinnugreinum og þar með í þjóðarbúskapnum í heild? í öldudölunum hefur einatt verið fjölyrt um að renna fleiri stoðum undir atvinnuvegina, en þetta hefur viljað gleymast, þegar uppgangur hefur hafizt á ný. En samspilið milli skammtímaráðstafana og lang- tímalausna verður alltaf mjög ófullkomið, á meðan þar við situr. Útkoman er einfaldlega sú, að allur tiltækur mann- skapur er sífellt að glíma við að undirbúa tímabundnar efna- hagsráðstafanir. Vonandi á hér eftir að verða meiri breyting á. Eða viljum við alltaf spila upp á stóra vinninginn? 14 FV 9 1972 a

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.