Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 19

Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 19
Hvað geta Sovétríkin boðið Banda- ríkjunum? — Geta Rússar boðið Bandaríkjamönnum eitt- hvað sem ]>eir girnast, eða þarfnast ? — Það sem Rússar ciga og við getum notað, eru hinar miklu auðlindir Síberiu. Þeir eiga þar miklar gaslindir; auk þess eru þar nikkel-, kopar-, króm-, magnesium- og aðrar hrámálmanámur. Nú eru þeir reiðubúnir að nota þessi auðæfi sem gjaldmiðil. Þeir óska eftir aðstoð bandarískra fyrir- tækja til þess að nýta þessar auðlindir og flytja verðmætin út — og aðallega til Bandaríkjanna. Eins og þegar er vitað, þá er ekki til nægilega mikið magn af jarðgasi í Bandaríkjunum, til þess að svara vaxandi eftirspurn. Við höfum not fyrir miklu meira gasmagn. Aðferðir til þess að breyta jarðgasi í fljótandi gas eru til, og hægt er að flytja það i skipum til Bandaríkjanna, en verið er að kanna kostnaðarhliðina. Ef við athugum allar þessar auðiindir Síberíu, Þá getum við séð hvað hægt er að gera á komandi árum. Rússar geta með þessu móti eignazt mikið magn dollara og aðra verðmæta gjaldmiðla, sem þeir geta notað til þess að kaupa bandariska tækniþekkingu eftir þörfum. Ég vil bæta því við, að Sovétmenn framleiða mjög seljanleg tæki, eins og t. d. rafstöðvar, á borð við þá srnt við vorum næstum búnir að festa kaup á fyrir nof krum árum, til þess að setja niður i Grand Coulee orkuverinu í Washingtonríki. „Stór markaður fyrir bandarískar ** ii vorur • — Er nokkur hagnaður fyrir Bandarikin að kaupa þessar vörur frá Sovétrikjunum, þegar hasgt er að fá þær frá öðrum aðilum með minni fyrirlvpfn og pappírsvinnuf — Okkar hagnaður liggur í því, að Rússar eiga umræddar og ótakmarkaðar auðlindir og hægt er að fá ódýrt hráefni frá þeim og jafnvel ódýrar, en frá öðrum aðilum. Þegar þeir eru á annað borð tilbúnir til að selja, þá lækkar verðið niður í skynsamleg takmörk. Önnur ríki eiga gaslindir, eins og t. d. Alsir, en ekki það magn, sem bandaríski markaðurinn þarfnast. Þá er það einnig hagnaður að verzla við Sovét- ríkin á þessu sviði, vegna Þess að það opnar okkur mjög stóran markað fyrir bandarískan varning í Sovétríkjunum. Það er orðið erfitt að selja banda- rísk tæki í öðrum heimshlutum, einsog t. d. Vestur- Evrópu. ýmsar greinar iðnframleiðslunnar þurfa nýja markaði, og má þar t. d. nefna verkfæra- framleiðslu okkar. — Hvaða vandamál biða bandarískra fyrirtœkja, sem hugsa sér að reyna viðskipti við Sovétrikin? — Við skulum gera okkur grein fyrir þvi, að vandamálin eru mörg. Ég skal nefna nokkur þeirra: Hvernig er hægt að komast í samband við og þróa sambönd við rétta viðskiptaaðila innan sovézka skrifstofubáknsins ? Hvernig fær maður járnbenta tryggingu fyrir þvi, að þeir virði einkaleyfi? Hvernig er hægt að Iryggja það, að þeir ieki ekki upplýsingum um leynilegar framleiðsluað- ferðir? Hvernig er hægt að tryggja það, að þegar buið er að koma á fót fjöldaframleiðslu í Sovétríkjunum, að Sovétmenn flytji ekki umrædda vöru út og keppi við bandaríska framleiðendur á heimsmark- aðnum? Hvernig er hægt að leysa deilur sem rísa út af samningabrotum ? Hvaða lög ná yfir samskipti bandarisks einka- fyrirtækis og sovézks ríkisfyrirtækis? Hvernig geta bandarísk fyrirtæki fengið upplýs- ingar um þróun og ástand sovézka markaðsins? Hvernig getur t. d. bandarískt fyrirtæki gengið úr skugga um það, þegar það er að byggja upp verksmiðju í Sovétrikjunum fyrir ákveðna fram- leiðslu, að Rússar sjálfir séu ekki að byggja sams- konar verksmiðju á öðrum stað í landinu, til þess að svara sömu eftirspurn og þar með loka fyrir sölumöguleika bandaríska aðilans? Fá bandarísku aðilarnir að selja vörur sinar beint til smásalans í Sovétrikjunum, eða verða Þær ætíð að fara gegnum einokunardeild ríkisins? Þetta eru nokkur vandamál, en ef við dæmum árangur evrópskra aðila, þá held ég að bandarískir framleiðendur eigi eftir að bjarga sér. Þetta get ég staðfest eftir að hafa séð og kynnt mér þessi mál persónulega. — Teljið þér, að Sovétrikin heimili bandarlskum fyrirtœkjum að stofnsetja eigin skrifstofur þar í landi? — Ég held, að innan rkamms, þá geti bandarísk fyrirtæki opnað skrifstofur í Moskvu, en maður á ekki eftir að sjá stór skrifstofuhús byggð úr gleri og stáli, og nafn viðkomandi fyrirtækis efst á byggingunni upplýst með neónstöfum. Þetta verða ósköp venjulegar skrifstofur í hótelum, eða faldar þannig, að þær veki ekki athygli hins óbreytta kommúnista, sem á leið fram hjá. Mi'.rg vestur-evrópsk og japönsk fyrirtæki hafa fengið að opna skrifstofur i Moskvu á s. 1. fjórum til fimm árum, og Pan American er einnig með skrifstofu þar. Ég held samt, að bandarísk fyrir- tæki eigi aldrei eftir að verða eins frjáls og þau eru í rikjum utan kommúnistaríkjanna. Þau fá aldrei leyfi til þess að kaupa, eða stofnsetja þar- lend fyrirtæki, eða leggja fjármagn í hlutafé, eins og í Vestur-Evrópu. Kosygin fellst á hagnaðarsjónarmiðið — Þér minntuzt á sameiginlegar framkvœmdir sovézkra og bandarískra aðila. Getið þér nefnt dæmi? — Þegar ég var í Moskvu s. 1. sumar með bandarískum hópi, en þar á meðal voru David Rockefeller, bankastjóri og James Gavin, hers- höfðingi, þá komumst við að raun um það, að slíkar framkvæmdir eru raunhæfar. Kosygin, for- sætisráðherra, viðurkenndi það sjálfur, og féllst á að slik samvinna yrði að skila bandaríska aðilanum hagnaði hverju sinni. Frá sovézkum sjónarhóli séð, þá er þessi samvinna hugsanleg í málmvinnslu. Eg tel ólíklegt að þeir vilji fara út í, til dæmis, sam- eiginlega framleiðslu á neyzluvörum fyrir innan- landsmarkaðinn þar. Segjum svo, að Sovétmenn fylgi þróuninni í Austur-Evrópu, þá get ég séð fyrir mér sameigin- legar framkvæmdir á mörkuðum utan Sovétríkj- anna — í austri og vestri, — og þá sér í lagi í þróunarríkj unum. Sovétríkin eru þegar í samvinnu við franska, belgíska, brezka og vestur-þýzka aðila í öðrum ríkjum. FV 9 1972 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.