Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 20
Ýmsar greinar iðnaðarfram-
leiðslunnar í Bandaríkjunum
þurfa nýjan markað. Má þar
nefna f. d. verkfærafram-
leiðsluna. Mjög líklegt er
að bandarískar vinnuvélar á
borð við dráttarvélar verði
seldar til Sovétríkjanna.
— Eiga Bandaríkjamenn eftir aO lenda í erfið-
leikum í samstarfi við Sovétmenn?
— Mannleg samskipti milli Rússa og Bandaríkja-
manna eiga ekki eftir a8 vera erfið, ef pólitískt
andrúmsloft heldur áfram að batna, eins og það
nú gerir. Ég tel, að sem menn, eiga Rússar
og Bandaríkjamenn margt sameiginlegt. Samt eru
enn til nokkur hættusvaeði.
Gömlu sovézku kommarnir eru með „komplexa"
gagnvart bandarískum kapitalistum. Þegar þeir gera
viðskipti við okkar kaupsýslumenn, halda þeir
jafnan, að þeir séu að hjálpa ríkum mönnum að
verða ríkari.
Þá má ekki gleyma því, að Sovétríkin eru eitt
risavaxið skrifstofuveldi. Fyrir þá skiptir tíminn
ekki eins miklu máli og hann gerir fyrir okkur.
Þeir eru ólaunaðir, og geta (á bandariskan mæli-
kvarða) þess vegna prúttað tímum, dögum, vikum
og mánuðum saman með mikilli þolinmæði. Þeir
eru ríkisstarfsmenn. Þeir vilja ekki taka ákvarð-
anir, eða ábyrgðir. Þeir vilja sífellt vísa málum
til háttsettari aðila. Ef þeir taka ákvörðun og
vinna málið, fá þeir ekkert fyrir slíkt. En ef þeir
tapa málinu, eru þeir í vanda staddir.
Þetta eru vandamál se;n ekki má vanmeta.
— Þar sem kerfin eru svo ólík livort ööru,
hvernig er þá hœgt ryrir Bandaríkjamenn og
Sovétmenn að koma sér saman um verölag, sem
báöir skilja og líta raunluefum augum á?
— Fyrir Bandarikjamenn er þetta einfalt mál,
vegna þess að Bandaríkjamenn geta reiknað út
framleiðslukostnaðinn. Aftur á móti vita Rússar
ekki hver framleiðslukostnaðurinn er fyrir hverja
vörutegund.
Þegar þeir gera innkaup á Vesturlöndum, kanna
þeir allt sem er i boði, biðja um tilboð, koma af
stað samkeppni um pöntunina, og kaupa síðan
vöruna á sem næst heimsmarkaðsverði, eða eftir
eigin hugboði. Þetta er öllu flóknara, þegar þeir
þurfa að selja eitthvað. Þeir laga eigin kostnað
sem mest eftir heimsmarkaðsverði, eða lækka sölu-
verðið það mikið, að þeir komast inn á nýjan
markað. Á árunum eftir 1950 fóru þeir með sjálfa
sig í sölu á áli, tini og einnig olíu, og um leið
settu þeir heimsmarkaðsverðið úr skorðum. Að
mínu áliti var hér um uð kenna klaufalegri kaup-
mennsku, en ekki fyrirfram ákveðinni stefnu, sem
átti að skaða efnahagskerfi kapitalista.
Verðlagningarvandamálið verður að leysa með
samningum. Aðallega vegna þess, að þeir vita ekki
hver framleiðslukostnaður þeirra er og við þurfum
að koma í veg fyrir „dumping" og ódrengilega
samkeppni.
— Eiga Sovétmenn eftir aö taka tillit til stefnu
Bandaríkjamanna um aö samstarf veröi aö skila
hagnaOi?
— Þeir eru nægilega raunsæir, sérstaklega þeir
Rússar, sem nú halda um stjórnvölinn, til þess að
vita, að þeir geta ekki gert viðskipti við bandarísk
fyrirtæki, án þess að gefa þeim tækifæri til að
hagnast á viðskiptunum. Þetta þýðir samt ekki
það, að bandarískum fyrirtækjum verði heimilað
að hagnast á samvinnunni við sovézk fyrirtæki
innan Sovétríkjanna, jafnvel þó að slíkt sé hægt
í Júgóslavíu og Rúmeníu. En það má t. d. gera
samninga, þar sem fyrirtækjunum er leyfilegt að
hagnast á sölu á nikkel, gasi, eða kopar á heims-
markaðinum, eftir að framleiðsian er komin í gang
og hin upphaflega fjárfesting hefur skilað sér,
og þá má skipta hagnaðinum milli beggja aðila
um langt árabil.
Kommúnistarikin eru ekki ánægð með orðið
„hagnaður", en það má gera þannig samninga við
þessa aðila, að aðeins sé um að ræða þjónustufé,
eða vaxtaálagningu. Marx og Lenin ræddu mikið
um hættuna, sem stafaði af hagnaðarhugsjóninni,
en þeir sögðu ekki mikið um hið siðfágaða orða-
lag kapitalismans.
— Hver ákveöur þá, hver hagnaöurinn veröur?
— Það verður að taka ákvörðun um hagnað
samstarfsins með samningum hverju sinni. 1 s£Un-
eiginlegum verkefnum, þá verða Rússar eins áhuga-
samir um að sjá hagnað í alþjóðaviðskiptum eins
og bandarísku samstarfsmennirnir.
Innan Sovétríkjanna ræður kommúnisminn, en
í utanrikisviðskiptum hegða þeir sér eins og kapi-
talistar. £
(c. copyright 1972, U.S. News & World Report, Inc.J
18
FV 9 1972