Frjáls verslun - 01.09.1972, Síða 29
I. Úttekt á ástandinu.
• Veiðar á fremur litlum þil-
farsbátum og opnum vélbátum.
Þessir bátar eru mjög háðir
fiskigöngum á nálægustu fiski-
mið hverrar veiðistöðvar. Afli
þeirra verður því allmikið
breytilegur frá ári til árs, eftir
fiskigöngum á heimamið við-
komandi staða.
Megin afli hinna litlu báta
berst á land yfir vor- og sum-
artímann, en sjósókn þeirra
erfið yfir vetrartímann. I ýms-
um sjávarplássum er afli þess-
ara báta meginhluti þess hrá-
efnis, sem að landi berst. Meg-
inhluti þessara vélbáta er i
eigu og útgerð sjómanna.
• Veiðar á togbátum 150 til
300 rúmlesta stórum, sem flest-
ir stunda veiðar allt árið. A
þessum togbátum eru 11 til
14 sjómenn og hefir afli þeirra
verið hin síðustu ár 90 til 120
tonn fiskjar á hvern mann,
sem á þeim starfa. Mest hafa
togbátarnir stundað veiðar við
Norðurland, en einnig nokkuð
við Vestfirði og Austfirði. Afli
togbátanna frá Norðurlandi
hefir verið mjög álíka mikill
og gerist á sambærilegum bát-
um á öðrum stöðum á landinu.
Nú sem stendur munu aðeins
15 slíkra togbáta vera gerðir
út frá Norðurlandi, en fyrir
2 árum voru þeir 22, hafa 7
þessara báta verið seldir burtu,
flestir á s.l. ári. Togbátarnir
hafa lagt upp meginhluta^ afla
síns í heimahöfnum sínum
nema afla úr einni eða tveim
veiðiferðum, aðallega síðari
hluta haustvertíðar, þegar fisk-
verð er hæst á erlendum mark-
aði.
• Veiðar á togurum: Eru nú
gerðir út 5 togarar frá Norður-
landi (þ.e. frá Akureyri). Um
tíma voru gerðir út 8 togarar
frá Norðurlandi (árin 1954—
59). Togararnir, sem gerðir eru
út frá Norðurlandi hafa fiskað
álíka mikið og sambærilegir
togarar, sem gerðir eru út frá
Suðurlandi, eða 2800 til 3600
tonn á ári hin síðari ár, þ.e.
um 120 til 140 tonn á hvern
sjómann, sem á þeim starfa.
Meginhluti afla togaranna er
fenginn við Vestur- og Suð-
vesturJand hin síðari ár. Á tog-
urunum eru að jafnaði 26 til
28 menn. Afla togaranna er
landað í heimahöfn þeirra,
nema einum til tveim veiði-
ferðum um miðjan veturinn,
þegar fiskverð er hæst á er-
lendum mörkuðum.
• Veiðar með síldar- eða Ioðnu-
nætur: í eigu útgerðarmanna
á Norðurlandi eru 10 skip,
250 til 400 rúmlestir að
stærð, sem gerð eru út mestan
hluta árs á síldveiðar — aðal-
lega í Norðursjó — og loðnu-
veiðar við Suðurland. Útgerð
þessara skipa hefir litla sem
enga þýðingu fyrir atvinnulífið
á Norðurlandi, að öðru leyti
en því, að hluti áhafnanna eru
sjómenn frá Norðurlandi.
Eins og ljóst er af þessu
stutta yfirliti um sjávarútveg
á Norðurlandi, hefir útgerð
hinna stærri skipa, þ.e. tog-
báta, dregizt saman, sérstak-
lega á s.l. ári, þar sem 7 all-
stór og góð fiskiskip hafa verið
seld burtu. Auk þess, er eins
og greint er frá annars staðar
í skýrslu þessari, ófullnægj-
andi hráefni, sem berst að
fiskvinnslustöðvunum og vinn
an því stopul við fiskvinnsluna
— sérstaklega yfir vetrarmán-
uðina — fyrir það verkafólk,
sem við fiskvinnsluna starfar.
Þá er þess ennfremur að geta,
að togararnir eru allir orðnir
22ja til 25 ára gamlir, og
því dýrir í viðhaldi og ekki
vel hæfir til reksturs öllu leng-
ur, nema togarinn Sólbakur,
sem er keyptur 4 ára gamall.
II. Ábendingar og tillögur til
úrbóta.
Þar sem sjávarútvegur og
fiskvinnsla er og verður vænt-
anlega um næstu framtíð aðal-
atvinnuvegur nær því allra
bæjanna og sjávarþorpanna á
Norðurlandi, telur ráðstefnan
óhjákvæmilegt að unnið verði
kappsamlega að því að auka
og efla fiskveiðarnar með því
að keypt verði allmörg hæfi-
lega stór og velútbúin fiski-
skip til útgerðar frá Norður-
landi. Væntir ráðstefnan þess,
að veitt verði af hálfu stjórn-
valda og lánastofnana öll
fyllsta fyrirgreiðsla, sem kost-
ur er og þörf krefur. Vill ráð-
stefnan bera fram eftirfarandi
tillögur um eflingu sjávarút-
vegsins á næstu 3 til 4 árum.
• Að veitt verði sérstök fyrir-
greiðsla um lán til útgerðar-
fyrirtækja á Norðurlandi, til
að auka útveginn með 3 til
4 nýjum skuttogurum árlega
á næstu árum, enda verði þeir
af hagkvæmri gerð og stærð,
til að veiða hvar sem er við
landið.
• Að togararnir verði endur-
nýjaðir með minnst einu til
tveim nýjum skipum á ári,
næstu ár.
• Að greitt verði fyrir þeim
sjómönnum og útgerðarfyrir-
tækjum með hagkvæmum lán-
um, sem hug hafa á að endur-
nýja báta sína, eða kaupa nýja
báta til útgerðar við Norður-
land.
• Að aukin verði fiskileit og
haf- og fiskirannsóknir úti fyr-
ir Norðurlandi, m.a. til að
kanna til hlítar möguleika til
rækju-, skelfiskveiða og loðnu-
veiða við Norðurland.
• Unnið verði að því, að allur
fiskur, sem ekki er landað dag-
lega, verði ísaður í kassa í
skipum og bátum jafnóðum og
hann er veiddur. Til að greiða
fyrir þessu, verði veitt sérstök
hagkvæm lán, til hæfilega
langs tíma, til að gera nauð-
synlegar breytingar á lestum
skipa og til kaupa á fiskiköss-
um. Jafnframt verði gerður
meiri verðmunur en nú er á
lausum fiski og fiski í kössum.
• Að hraðað verði nauðsynleg-
um framkvæmdum í hafnar-
málum á Norðurlandi, með
auknum fjárveitingum og láns-
útvegunum, svo hafnirnar
verði sem fyrst öruggt lægi
fyrir fiskiflotann.
• Að samfara auknu námsvali
gagnfræðastigsins verði tekin
upp kennsla í sjóvinnu. Eins
kemur til greina kennsla á sér-
stökum námskeiðum. Telur
nefndin nauðsynlegt að þetta
verði gert til að auka virðingu
fyrir sjómennsku og verði
hvatning til ungs fólks að gera
sjómennsku að ævistarfi.
FISKIÐNAÐURINN.
Ráðstefna Fjórðungssam-
bands og Alþýðusambands
Norðurlands um atvinnumál
telur að:
— Ein af meginástæðum fyrir
lélegu ástandi í atvinnulífi
Norðlendinga sé skortur á hrá-
efni til vinnslustöðva sjávaraf-
urða.
— Ráðstefnan skorar því á
stjórnarvöld landsins að styðja
skipakuup til hráefnisöflunar í
fjórðungnum. Jafnframt verði
viðleitni sveitarfélaga studd af
ríkisvaldinu til þess að halda
uppi stöðugri atvinnu.
FV 9 1972
27