Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 36
minni fyrir barnaheimili í
nánd við Akureyri.
Um þessar mundir er líka
verið að framleiða vaska fyrir
mjólkurhús í fjósum. Þeir eiga
að þola mikið hnjask og kosta
5000 þúsund krónur stykkið
miðað við 12000 krónur, sem
sambærilegur stálvaskur myndi
kosta. Þá er og unnið að gerð
flotbryggja fyrir vita- og hafn-
arrtiálaskrifstofuna.. Verða þær
13 talsins, 5x3 metrar hver og
70 sm á hæð. Sumar þeirra
eiga að fara til ísafjarðar og
verða þar uppistaða í smá-
bátahöfn.
SJÖ STARFSMENN
Salan hjá Trefjaplasti nam
6 milljónum króna brúttó i
fyrra og í verksmiðjunni vinna
að staðaldri 7 menn. Má segja,
að verkefnin skorti ekki, held-
ur miklu frekar stærra hús-
næði og meiri starfskraft. Nú-
verandi verksmiðjuhús er að-
eins 150 fermetrar.
Forvarsmenn Trefjaplasts
gera sér vonir um, að fram-
hald verði á flotbryggjugerð-
inni og jafnframt líta þeir
björtum augum til samstarfs
við Sigmund Jóhannsson í
Vestmannaeyjum, sem notar
trefjaplast í vinnuborð, sem
hann framleiðir fyrir fisk-
vinnslustöðvar.
HAFIN SMÍÐI Á TJALD-
VÖGNUM?
Trefjaplast hefur framleitt
nokkuð af bátum, sem reynzt
hafa vel, og verið talsvert ó-
dýrari en sambærilegir bátar
erlendir. Núna eru uppi áform
um að smíða trillubáta hjá
Trefjaplasti og eins er í athug-
un að gera skemmtibáta fyrir
Ameríkumarkað. Hitaveitu-
brunnar eru nú í smíðum fyrir
hitaveituna á Hvammstanga
og er líklegt talið, að áfram
verði unnið að framleiðslu
fyrir hitaveitur. Trefjaplastið
er mjög endingargott og þolir
vel hita. allt upp í 160 stig.
Þá hefur einnig komið til tals
að hefja samvinnu við fransk-
ar verksmiðjur um smíði á
tjaldvögnum til að hafa aftan
í bílum á ferðalögum.
„Möguleikarnir eru óþrjót-
andi,“ segja eigendur Trefja-
plasts. „Þetta efni á tvímæla-
laust mikla framtíð fyrir sér
en okkur skortir stærra hús-
næði og meira fjármagn. Þá
væri hægt að koma hér við
fjöldaframleiðslu. Næst verða
það fóðurgeymar fyrir sveita-
býlin til að geyma laust fóður
í — og síðan taka olíugeymar
fyrir heimahúsin hugsanlega
við.“
til American Express? Baldur
Valgeirsson, framkvæmdastjóri
Pólarprjóns, sagði að mjög
líklega yrði meira framleitt
fyrir American Express, hugs-
anlega tvær eða þrjár kápur
úr dúk og ein eða tvær úr
prjóni. Vonast hann til þess
að Pólarprjón fái að gera pruf-
ur, ef til vill ein 1000 stykki
nú í október. Ef af samningn-
um yrði, myndi framleiðslan
hefjast af fullum krafti í nóv-
ember. Ekki er vitað, hvað
endanlegt umsamið magn yrði,
en sennilega yrði prjónakápan
ein framleidd í 30 þúsund
stykkjum.
Pólarprjón tók þriðju prjóna-
Vél sína í notkun um áramótin
og voru alls prjónaðar og
saumaðar 4800 „Ameríkukáp-
ur“ hjá prjónastofunni en auk
þess framleiddi hún voð fyrir
aðra aðila, sem sáu um sauma-
skapínn, þannig að í heild mun
hún hafa framleitt efni í u. þ.
b. þriðjung af þeim 41 þús.
kápum sem gerðar voru upp
í þennan samning við Ameri-
can Express. Kápurnar voru
seldar til Bandaríkjanna á
1970 kr. stykkið, en það þótti
mikill ókostur að um verðið
var samið í nóvember í fyrra.
Baldur Valgeirsson íramkvœmdastjóri ásamt starfsstúlku, sem
sýndi okkur prjónaða hettujakkann.
Pólarprjón:
Wýir samningar um
prjónaskap fyrir
American Express?
Pólarprjón á Blönduósi er
rúmlega ársgamalt fyrirtæki,
sem komst í feitt í vetur,
þegar „Ameríkukápan“ svo-
nefnda var í framleiðslu hér-
Iendis. Eins og menn rekur
minni til gerði American Ex-
press-fyrirtækið bandariska til-
raun með sölu á íslenzkri
prjónakápu samkvæmt verð-
lista og féll það meðal annars
í hlut Pólarprjóns að vinna að
framleiðslu hennar.
MEIRA FRAMLEITT FYRIR
AMERICAN EXPRESS?
En hvað tekur nú við, þegar
búið er að afgreiða kápuna
34
FV 9 1972