Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 37

Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 37
HETTUJAKKAR FYRIR SHANNON Þegar tíðindamenn FV litu inn á prjónastofuna á Ðlöndu- ósi var verið að prjóna þar og sauma jakka til útflutnings. Eru það hettujakkar fyrir kvenfólk, sem fara munu á Evrópumarkað í gegnum Ála- foss. Sér Álafoss um alla sölu á framleiðslu Pólarprjóns. Var verið að framleiða upp í 1500 stykkja pöntun, sem borizt hafði frá verzlun á flugveil- inum í Shannon á íriandi. 60 KÁPUR Á DAG Meðan mest var að gera í sambandi við Ameríkukápuna skilaði Pólarprjón frá sér um 60 kápum á dag en sá auk þess öðrum saumastofum fyrir voð. Voru framleidd 3800 kíló af hvítavoð á mánuði, þegar mest var að gera en þar af notaði Pólarprjón um þriðj- ung. Þegar flest var í vinnu störfuðu um 40 manns á veg- um prjónastofunnar og lang- flest húsmæður, sem höfðu yfirleitt um 20 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þá voru prjóna- vélarnar notaðar allan sólar- hringinn og komst nýtingin á einni vél upp í 95% yfir háannatímann. En er hægt að búast við slíkum stórverkefnum í fram- tíðinni? Baldur bendir á, að prjónafatnaður sé greinilega tízkUvara enn um sinn og telur hann engu að kvíða fram á næsta ár en þá geti hugsan- lega dregið verulega úr eftir- spurn og búast mætti við „ró- legum“ árurn í iðninni annað slagið. Hlutafélagið Pólarprjón er eign 20 hluthafa og er helm- ingur þeirra bændur í Húna- vatnsýslum. Ferðamál: Séð yfir Sauðárkrók og út yfir Skagafjarðareyjar. Vilja bæta stöðu Sauðárkróks í ferðamálum Skagafjarðar Rætt við Árna Blöndal, formann nýstofnaðs ferðamálafélags Skagfirðinga Skagafjarðarhéra'ð er ekki síður fallið til ferðamennsku en aðrir landshlutar á íslandi. Til þess að vinna að eflingu ferðamálanna í héraði hafa Skagfirðingar stofnað ferða- málafélag og er Ámi Blöndal, umboðsmaður Flugfélags ís- lands á Sauðárkróki, formaður þess. — Við stofnuðum þetta fé- lag okkar nú í sumar og var það gert fyrir forgöngu félags- skaparins Junior Chamber á staðnum, segir Árni. Félags- svæðið er Skagafjörður allur en vissulega hafa sérstök vandamál Sauðárkróks innan þeirrar heildarmyndar orðið okkur staðarbúum mikið um- hugsunarefni. Okkur finnst sem sé. að bærinn sem slíkur hafi orðið út undan, því að þúsundir ferðamanna, sem eiga leið um nágrennið, fara fram hjá Sauðárkróki, — komast að minjasafninu í Glaumbæ en ekki lengra norður. VÍSAÐ FRAMHJÁ. Árni tjáði FV, að ferðamönn- um væri beinlínis vísað fram- hjá Sauðárkróki, og mætti sem dæmi um það nefna vegaskilti Vegagerðarinnar við Varma- hlíð, en þar er leiðin til Siglu- fjarðar sýnd beint austur yfir Héraðsvötn, og því gjörsam- lega gleymt að vegurinn til Siglufjarðar liggur líka um Sauðárkrók. MARGVÍSLEGIR MÖGULEIKAR. Ýmsir möguleikar eru til skoðunarferða frá Sauðárkróki eins og t.d. út í Drangey, en slíkar ferðir hafa verið farnar stöku sinnum, einkanlega á vorin, og fái menn tækifæri til að horfa þar á bjargsig, er það tvímælalaust mjög ánægjuleg- ur viðbætir við skemmtilega reisu. FV 9 1972 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.