Frjáls verslun - 01.09.1972, Qupperneq 55
KAUPSTEFNAN
ÍSLENZKUR FATNAÐUR 72
Nú er nýlokið kaupslefnu ÍSLENZKS FATN-
AÐAR. Var hún haldin í íþróttahúsi Seltjarnar-
ness, dagana 7.—10. september.
Kaupstefnurnar hafa undanfarið einungis ver-
ið ætlaðar innkaupastjórum og kaupmönnum,
og var svo einnig nú en almenningi var gefinn
kostur á að sjá tízkusýninguna að kvöldi dags
8. og 10. september.
Fjöldi innkaupastjóra sem kom á kaupstefn-
una var 140. Hér er um allgóða þátttöku að
ræða miðað við fyrri reynslu, þó að æskilegt
væri að mati forstöðumanna, að miklu fleiri
kæmu, sérstaklega kaupmenn héðan af Reykja-
víkursvæðinu, sem mæta hlutfallslega verr en
kaupmenn utan af landi.
Akkur kaupmanna ai slíkri kaupstefnu er
auðsær. Þar geta þeir á einum stað borið sam-
an framleiðsluvörur helztu fraimleiðenda lands-
ins bæði hvað varðar verð og gæði og önnur
þau atriði, sem skipta máli.
Framleiðendur ná á kaupstefnu til stærri
kaupendahóps en ella og geta fyrirfram kom-
izt á snoðir um álit kaupenda á nýjum fram-
leiðsluvörum. Eins er mikils um verð sú sam-
keppni, sem vart verður við, er framleiðendur
hittast hlið við hlið tvisvar á ári.
Stöðugt á sér stað aukning útflutnings fatnað-
ar. Milli áranna 1970 og 1971 jókst útflutning-
urinn um 31% (frá 125.980.000,- í 137.432.000.-).
Fataútflutningur er því að verða stærri og
stærri hluti af iðnaðarvöruútflutningi lands-
manna. Árið 1970 var hann 15.4% af iðnaðar-
vöruútflutningi (utan áls), en árið 1971 14.7%.
KYNNING Á FRAMLEIÐSLU
NOKKURRA FYRIRTÆKJA
LADY HF.
Lady hefur starfað í 35 ár,
eða síðan 1937. Framleiðslu-
vörur eru lífstykkjavörur, und-
irfatnaður og sloppar. Verk-
smiðjan hefur alla tíð fram-
leitt á lager og gctur þess
vegna yfirleitt afgreitt með
stuttum fyrirvara. Dreifingu
annast verksmiðjan sjálf <;g
heildverzlunin Davíð S. Jóns-
son, Þingholtsstræti 18, Rvík.
Á myndinni er framkvæmda-
stjóri Lady h.f., Sigurður
Hjartarson að sýna nokkrum
kaupkonum vörur fyrirtækis-
ins.
FV 9 :'972
53
L