Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 32

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 32
tala um milliliðagróða í niðr- andi merkingu. Staðreyndin er sú. að þjónustan, sem heild- salinn ynnir af hendi er nauð- synleg og án hennar getum við ekki verið. Hvort það heitir milliliður, heildsali eða eitthvað annað er ekki mikið atriði. F.V.: — Af hverju er sam- búðin milli kaunmanna og heildsala jafn erfið og raun ber vitni? Árni: — Ég tel sambúðina milli heildsala og kaupmanna alls ekki vera slæma. Að sjálf- sögðu fara ekki alltaf saman hagsmunir þessara tveggja hópa. en ég fullyrði þó, að sam- starfið milli kaupmanna og okk- ar er miklu nánara á félagsleg- um grundvelli en áður var. Ég tel að hið svokallaða vaxtamál hafi einmitt orðið til þess að vekja báða hópana til skilnings á högum hvors annars. Þó hags- munir fari ekki alltaf saman eru þessar tvær greinar á sama meiði og viljum við báðir verzl- unina sem frjálsasta og að rík- isafskipta gæti sem minnst. Það er bezt fyrir okkur og ekki síð- ur fyrir hinn almenna neytanda. F.V.: — Er það ekki óeðli- legt, að verzlunarstéttirnar sem fylgja vilja lögmálum frjálsrar verzlunar skuli vera skiptar í mörgum samtökum? Árni: — Eitt þýðingarmikið atriði eiga öll samtök viðskipta- lífsins sameiginlegt, en það er frjáls verzlun og frjáls og heil- brigð samkeppni. Meðan við höfum þetta allir að leiðarljósi, þá erum við sammála um aðal- atriðið. Eins og ég tók hinsvegar fram hér áðan, þá fara ekki alltaf saman hagsmunir. Því tel ég ekkert óeðlilegt að bæði kaup- menn og heildsalar starfræki sín hagsmunasamtök til að vinna að málum sinna stétta. Fyrirkomu- lagið fyrir aðild að hinum mis- munandi samtökum er aftur á móti í miklum ruglingi. Okkur í stjórn F. í. S. finnst það t. d. ekki ná neinni átt, að eitt og sama fyrirtækið sé félagi í öil- um samtökunum og borgi þang- að full giöld og á ég þar við Félag ísl. stórkaupmanna. Kaup- mannasamtök íslands, Verzlun- arráð íslands og Vinnveitenda- samband Islands. Einmitt þetta mál hefur verið mjög ofarlega á baugi hjá stjórn F. í. S. og hefur þetta nú kom- izt á það stig að fimm stjórnar- menn F. í. S. hafa sem einstakl- ingar lagt fram nýtt frumvarp til laga Verzlunarráðs íslands og gerir það ráð fyrir að V. í. verið byggt upp á aðild samtaka og fyrirtækin gerist meðlimir V. í. í gegnum hagsmunasamtök sín þ.e.a.s. F.Í.S. og K.í. og F.Í.I. Ennfremur er gert ráð fyrir því að aðrir aðilar, sem nú eru bein- ir aðilar að V. í. myndi með sér samtök eftir því sem tök eru á þannig. að sem minnst verði um beina aðild fyrirtækja. Er bá einnig reiknað með. að hluti félagsgialdanna til þessara samtaka renni til reksturs V. í. Þetta gerir V. í. bæði traustara og breiðara en áður var og vona ég að við berum gæfu til að sjá þetta verða að veruleika. f kjaramálum tel ég hinsveg- ar nauðsynlegt að verzlunin í heild tengist V. S. I. Viðleitni í þá átt, að sameina krafta verzl- unarinnar í kiaramálum var stofnun Kiararáðs verzlunarinn- ar. sem nú vinnur að iaunasamn- ingum með V. S. I. og síðar er það æthinin að hafia samninga við V. S. í. um aðild og vona ég að hagstæð lausn fáist sem fyrst á bví máli. Allir þeir sem hugsa fordómalaust um þetta mál, hlióta að vera sammála um að vinna að kiaramálum í einni og stórri heild frekar en veikja afl- ið með bví að semia á vinnu- markaðnum margskintir. F.V.: — Hve mikhi fjár- mavni ver verzlnnin árlecra til kvnninvar á siálfri sér og unnlvsineastarfa um gildi friáisra verzhmarhátta? Árni: — Alltof litlu fjármagni hefur verið varið tii bnssa mik- ilsverða máls. Hiá F. í. S. hef- ur lengi verið starfandi út- breiðshmefnd sem oft hefur unnið að bví að unnlvsa almenn- ing um ýmjs mál. sem efst, eru á baugi á hverinm tíma. Einn- ig höfum við látið nrent.a baoV]. ing um verzlun. sem dreift hef- ur verið í skójana. Hins vesar finnst, mér að ráða eigi biafja- fulltrúa fvrir verzhmina með að- set’ú í V. í. og hefi ég reyndar kon-iið fram með tillngu um bað. Við beitum oft kröftum okkar alltnf mikið að bví að fást við lít.ilsverð dægnrmál og vilinm þá glevma mesinmálunnm. Eitt slíkt þýðingarmikið mál er að vekia almenning t.il skilnings á gildi verzlunar í Ivðfrjálsu landi. Alltof margir líta á verzlnn, sem ónauðsynlega atvinnngrein, en gleyma því um leið. að síðasti þáttur framleiðslunnar er sala varanna og þar kemur verzlun- in inn í sem nauðsynlegur þátt- ur. Ég endurtek það því hér, að ég tel nauðsynlegt að sérstakur blaðafulltrúi verði ráðinn til starfa til að vekja fólk til skiln- ings og leiðrétta missagnir, sem oft sjást um verzlunina í fjöl- miðlum. F.V.: — Hvað er að þínum dómi erfiðasta vandamálið í rekstri heildsölufyrirtækja? Árni: — Fjármagnsskortur- inn er erfiðastur. Það mætti þó draga mikið úr ásókn á bank- ana, ef ríkisstjórnin leyfði að flytja inn fleiri vörur með gjald- fresti. Verðlagsákvæðin eru drag- bítur á verzlunina og koma í veg fyrir að hægt sé að gefa neytandanum þá þjónustu, sem hann á skilið. Þetta úrelta kerfi hefur nú leitt til þess, að ýms- ir vöruflokkar fyrirfinnast ekki lengur í heildsölu, svo sem verk- færi, skófatnaður, byggingavör- ur og fleira. Þessi þáttur hefur nú flutzt til erlendra heildsala, sem hirða ágóðann og gerir það að verkum, að innkaupin til landsins verða í miklu smærri einingum. Það leiðir aftur til hærra verðs. Þá má benda á matvöruna. Nú er svo komið, að tveir matvöru- heildsalar hafa hætt rekstri ný- lega og aðrir berjast í bökkum, enda sjá allir að ekki er hægt að dreifa þessari vöru með 7—8% álagningu. Þetta leiðir einnig til þess að sérhæfni í verzlun verð- ur gerð ómöguleg og menn byrja að flytja inn og selja aðrar vör- ur sem eiga að halda uppi rekstr- inum. F.V.: — Hvernig og hvenær varð fyrirtækið Glóbus til? Árni: — Globus h.f. er stofn- að 11. janúar 1947 og er því 27 ára á þessu ári. Stofnendur voru Einar Egilsson ásamt fleirum. Þetta var á þeim árum sem við- skipti íslands voru aðallega við Bandaríkin. Globus hafði fengið umboð fyrir Gillette-verksmiðj- urnar og byggðist reksturinn fyrstu árin að miklu leyti á þessu umboði, auk þess sem fyr- irtækið annaðist innflutning á nokkrum öðrum vörum. Einar Egilsson, sem veitt hafði fyrirtækinu forstöðu. flutt- ist á tímabili búferlum og voru hlutabréf fyrirtækisins seld eig- endum Heildverzlunarinnar Heklu og var Globus h. f. rekið í tengslum við það fyrirtæki um nokkurra ára skeið. Árið 1956 keypti ég ásamt fjölskyldu minni hlutabréf Globus h. f., og hófst þá aft- ur sjálfstæður rekstur fyrir- tækisins. Það eru því nú um 32 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.