Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 97
— Vert'u rólegur, Maggi minn. Henni mömmu líkar ágœtlega
við þig.
— Góðan dag og fáið yður
saeti. Hef ég ekki annars séð
yður einhvers staðar áður?
— Jú, við prófið í fyrra.
Ég féll.
— Nú, hvað er að heyra.
Núna gengur þetta allt miklu
betur. Látum okkur nú sjá ...
Hvað var það, sem ég spurði
yður fyrst um í fyrra?
Stúdentinn sökk niður 1
stólinn og hvíslaði:
— Þér spurðuð, hvort þer
hefðuð ekki séð mig einhvers
staðar áður?
Maðurinn kom inn í krána
með lítinn, Ijótan apa, sitjandi
á öxlinni.
Veitingamaðurinn horfði á
þá með fyrirlitningu og
spurði:
— Hvar í ósköpunum hef-
urðu krækt í þennan?
— Vann hann í póker, svar-
aði apinn.
Roskin og ógift frænka var
í heimsókn. Hún tók krakk-
ana tali, þar sem þeir voru að
bjástra við kanínubúrið úti i
garðinum.
Lára, sem var fimm ára,
spurði:
— Er það satt, að þú eigir
engin börn, frænka?
— Já.
— Ætlarðu aldrei að eignast
börn?
— Nei.
— Aldrei nokkurn tíma?
— Nei.
Þá sneri Lára sér að
Sigga bróður sínum, sem var
fjögurra ára og sagði:
>— Þarna sérðu Siggi. Hún
frænka er karldýr.
— Mig dreymdi annars kon-
una þína í nótt.
— Og hvað sagði hún?
— Ekki neitt.
— Þá hefur það verið ein-
hver önn’ur.
— Hryllingur. Hérna stend-
ur, að maður nokkur hafi bar-
ið konu sína til ólífs úti á
golfvellL
— Hvað ertu að segja. I
hvað mörgum höggum?
— • —
Smávaxni írinn fór til lækn-
is og sagði: Góði læknir, þér
verðið að hjálpa mér. Konan
er að gera mið vitlausan.
Hún heimtar að fá að hafa
uppáhalds geitina sína í svefn-
herberginu okkar og lyktin er
ferleg.
— Læknirinn sagöi:
— Jæja. Af hverýu opnarðu
ekki gluggann?
— Hvað, og láta allar dúf-
urnar mínar sleppa?
— • —
Hippi kom til læknis. Lækn-
irinn skoðaði hann og sagði:
— Hérna, taktu þetta þrisv-
ar á dag með vatni.
— Hvað er það?
— Sápa.
— • —
Uppeldi á börnum er tapað
spil. Fyrstu tvö árin er verið
að rembast við að kenna þeim
að ganga og tala. — Það sem
eftir er af ævinni fer í að
segja þeim að setjast og þegja.
FV 2 1974
97