Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 91
er m. a. læst mismunadrif, ör-
yggisgrind, sjálfskipting, vökva-
stýri, ljósabúnaður og viðgerða-
og varahlutasett. Helzti auka-
búnaður á boðstólum er snún-
ingsgafflar, vökvaskófla og
reykeyðir.
SAXBY og LANSING
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga, Véladeild hefur umboð
fyrir og flytur inn tvær tegund-
ir lyftara að sögn Péturs Péturs-
sonars sölumanns. Hér er um að
ræða Saxbylyftara frá sam-
nefndu fyrirtæki í Frakklandi
og hefur fyrirtækið haft umboð
fyrir þá í um 10 ár. 50 slíkir
lyftarar eru nú í notkun hér á
landi. Boðið er upp á benzín,
diesel og gaslyftara með 2, 2.5
og 3 lesta lyftigetu. Hægt er að
fá allan hugsanlegan aukabún-
að, svo sem veltibúnað, klemm-
ur, skóflur og ýtur, sjálfskipt-
ingu o. s. frv. Pétur sagði að
Véladeildin hefði minna verið
með þessa tegund lyftara undan-
farið vegna þess að verðið væri
'hærra en á hinni gerðinni, sem
er Lansing Bagnall. 2% lesta
Saxbylyftari með dieselvél og
venjulegum búnaði kostar um
1250 þúsund kr.
Véladeildin hefur haft umboð-
ið fyrir Lansing Bagnall í tvö
ár og með þeim, sem eru í pönt-
un flutt inn milli 20-30 slíka
lyftara. Boðið er upp á sömu
stærðir og aukahluti og hjá
Saxby, en auk þess framleiðir
Lansing rafmagnslyftara, sem
hafa verið talsvert keyptir að
sögn Péturs. Verðið á Lansing
Bagnalllyftara með 3 tonna
lyftigetu, sjálfskiptingu og
venjulegum búnaði er um 1100
þúsund kr. Véladeildin sér um
varahluta- og viðgerðaþjónustu
og hefur m. a. sent mann til
Bretlands, til að kynna sér sér-
staklega viðhald og viðgerðir á
rafmagnslyfturum.
nytsöm framleiðsla neytendum í hag
FV 2 1974
91