Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 43
við svo fljótt sem unnt er. Einn- ig hefur fyrirtækið um 20 um- boðsmenn um land allt sem annast viðgerðir á vélunum. Pfaff fyrirtækið er nú 44 ára. Er alltaf jöfn og þétt sala í Pfaff saumavélunum að sögn Magnúsar, en til eru bæði heim- ilisvélar, 6—7 gerðir, og iðnað- arvélar fyrir saumastofur, bólstrara o. fl. Nú eru seldar árlega 6—700 Pfaff saumavél- ar, að sögn Kristmanns, og er verðið á Pfaff heimilisvélunum frá 16—30 þúsund krónum. Fyrsta Pfaff vélin, sem seld var héxiendis var keypt á 240 krónur af frú Ragnheiði Ara- dóttur þann 28/10 1929. Þessi saumavél er nú í eigu Pfaff fyr- irtækisins og er enn í fullu nota- gildi. Lögð er rík áherzla á þjón- ustu í sambandi við Pfaff sauma- vélarnar. Sagði Kristmann, að frá upphafi hafi fyrirtækið haft kennslu á saumavélarnar og er kennt allt árið bæði á daginn og á kvöldin. Ennfremur kenna margir umboðsmenn á vélarnar úti á landi. Heildarvelta Pfaff fyrirtækis- ins árið ’72 var 119 milljónir, en árið 1967, þegar fyrirtækið tók við Candy umboðinu var heild- arvelta fyi'irtækisins 11 millj- ónir. Stai’fsfólk Pfaff er um 20 manns. Geislaplast sf: Framleiðsla á Ijósaskiltum Rætt við Halldór Gunnarssure, verkstæðisformann Halldór Gunnarsson, verkstæðisformaður. Fyrirtækið Geislaplast s.f. er einkum þekkt fyrir fram- leiðslu á ljósaskiltum í ýms- um stærðum úr plastglcri. Flest þa'u ljósaskilti, sem eru víða um Reykjavíkurborg eru framleidd hjá Geislaplasti. Geislaplast var stofnað árið 1966 af Sigurði Antonssyni, sem jafnframt er forstjóri fyr- irtækisins. Var Geislaplast þá til húsa við Miklatorg og framleiddi eingöngu ljósaskilti fyrir verzlanir. Fyrir u. þ. b. 3% ári jókst framleiðslan síðan og flytur fyr- irtækið nú inn ýmis plastefni, sem það annast siðan smíði á. Má þar nefna plastgler í glugga, hurðir, skyggni á báta, flugvéla- glugga, símaklefa, á svalir, und- ir skrifstofustóla og marga aðra sérsmíði úr plastgleri. Þá selur Geislaplast plastþynnur, sem fá- anlegar eru í rúllum í mörgum stærðum og þykktum. Ennfrem- ur smíðar fyrirtækið þök á bíl- skúra, gripahús, garðskýli, dyra- skyggni. kringum svalir, sund- laugar, gróðurreiti og margt fleira úr báruplasti. Geislaplast annast ýmis kon- ar smíði úr báruplasti, sléttu trefjagleri, í ýmsum litum og og galvaniseruðu járni annars veg- ar, t. d. skyggni fyrir útihurðir, söluop, benzínstöðvar o. fl. Kom þetta m. a. fram í við- tali, sem F.V. átti við Halldór Gunnarsson, verkstæðisformann Geislaplasts. Sagði Halldór, að plastöldin hefði hafið innreið sína, og hefði notkun á plasti aukizt um helming árið 1973 frá því árið áður. Kvað Halldór fyr- irtækið flytja inn plast frá Jap- an, Þýzkalandi og Danmörku. Sagði Halldór, að vegna olíu- kreppunnar hefði plast verið skammtað undanfarið, en von- andi rættist úr því bráðlega. Reykjavíkurborg verzlar mik- ið við Geislaplast, en fyrirtækið gerir plastgler fyrir borgina, sem notar víða plastgler í glugga á skólum og á barnaheimilum. Ennfremur verzla fjölmörg fyr- irtæki við Geislaplast svo og einstaklingar. Sagði Halldór, að eftirspurnin væri mjög mikil, svo að varla væri hægt að anna henni. Aðalframleiðsla Geislaplasts liggur í ljósaskiltunum. Blaða- maður spurði Halldór, hvernig slík skilti væru gerð og svaraði hann því til, að fyrst kæmi við- skiptavinurinn með teikningu, skyssu eða hugmynd af skiltinu, en siðan væri smíðuð grind á fæti inn í það og gengið frá raf- magni og perum í grindina. Þá er tekið mál af plastinu, sem síð- an er beygt utan um grindina og stafirnir límdir á kúpulinn með fljótandi lími. Þá sagði Halldór að Geislaplast sæi einn- ig um uppsetningu á Ijósaskilt- um, og viðhald á gömlum ljósa- skiltum, en Halldór kvað Geisla- plast eina aðilan í borginni, sem sæi um slíkt. Geislaplast er nú til húsa að Ármúla 23, Reykjavík og er það sama fyrirtækið og bygginga- verzlunin Nýborg, sem opnuð var haustið 1973. Starfsmenn Geislaplasts eru 5. FV 2 1974 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.