Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 63
Ég mun koma með falleg sjöl, lér- ept, millumverk, baödúkaefni} lín- lakatau, kvennslipsi, sængurdúk, sirs tvinna, silkitau, hvítar gardín- ur, handklæöatau, handklæöi, fóður- lérept, blátt reiðfataefni, prjónagarn hvítt og misrautt, stráhatta, hand- klúta, dagtreyjutau, rúmteppi, vox- dúka, flauel, vatt saumamaskínur, silkibönd, flónell og margt fleira. Bíðiö, því sumarið kemur bráðum. Síðan, þegar kaupmaðurinn var kominn heim, auglýsti hann: Þar koma þær skemmtilegu vörurnar frá Birmingham. Síðan kemur upptalning var- anna og svo haldið áfram: . .Hjá mér eru sýndav allcir þessar vörutegundir á hverjum virkxcm degi frá kl. 7 á morgnana til kl. S á kvöldin: Þeir, sem hafa peninga — kaupa. Þeir, sem hafa fisk — kaupa. Þeir, sem borga meö innskriftum til annara kaupmanna — kaupa. Þeir, sem hafa ullina — kaupa. Þeir, sem kaupa hjá mér kram- vöru allt aö helmingi, nú 65 aicra fyrir pundiö af góðri ull. BútSin er á Strandgötunni og þangaö flyklcist fólkiö vanalega, því þar eru nýjar vörur, nýir prisar, nýir litir, ný munstur. Af þessum auglýsingum má læra margt um verzlunarháttu hér fyrir, aldamótin og þarf það engra útskýringa við. Sennilega dettur einhverjum í hug, sem les vöruupptalning- una, að ekki muni nú verzlun- inni hafa farið fram að öllu leyti síðan á þeim árum, því að ýmsar af vörunum sem nefndar eru, munu ekki hafa verið fáanlegar hér að stað- aldri undanfarið. Á þessum árum var brenni- víns og whisky sala arðleidd og arðsöm viðskiptagrein. —' Whisky fluttist hingað mjög snemma og jafnvel fyrr en til Danmerkur og Noregs. Því var auglýst: NÝKOMIÐ! NÝTT SKOTSKT ÞJÓÐFRELSIS-WHISKY FYRIR FÓLKIÐ. FLASKAN 1,80. Hér gerir auglýsandinn sér mat úr sjálfstæðis- eða þjóðr frelsis-baráttunni, eins og hún var þá kölluð, og kennir whiskýið við þjóðfrelsi. Má ætla, að þetta hafi einkum átt að ýta undir hina æstustu Danahatara að drekka ekki annað whisky en það, sem hafði á sér þjóðfrelsisstimpil- inn. Létt vín voru þá einnig í háveginum höfð eins og eftir- farandi auglýsing sýnir: GRÍSKU VÍNIN Því kaupa menn þau? Af því þau eru ekta, þau eru ljúffeng, ekki mjög áfeng, eru holl fyrir magann og blóð- ið, og í sumum tilfellum ágæt til lækninga. Þegar þú kaupir vín, kauptu það gott, það er miklu betra að kaupa flöskunni færra. Er það ekki skemmtilegt fyrir bóndann, þar sem presturinn gistir, að geta veitt honum ó- mengað vín? Ellegar í veizl- um, að veita það vín, sem gerir gestina glaða, en ekki drukkna? Allir, sem þekkja góð vín, muna eftir því, að gott port- vín er oft hollt fyrir magann, Sherry, tært og hreint, ágætt með mat, og hvítt vín ljúffengt hvenær sem vera skal. ^VchBisr (Sherry) kr. 3,00 flaskan Kalliste (Portvín) — 2,55 do. Rombola (Hvítvín) — 2,50 do. ennfremur ekta Edinborgar- whisky, fl. 2 kr. Þessi vín munu bezt mæla með sér sjálf. Eins og áður er sagt voru verzlunarauglýsingarnar á þessum árum fáskrúðugar, en þegar tók að nálgast aldamót- in urðu þær fjölbreyttari og færðust í svipað horf og þær eru nú. Ýmsar auglýsingar voru í blöðum kringum 1880, sem nú mundu þykja all kátlegar, en þóttu jafnsjálfsagðar þá og auglýsingar um snyrtivörur og gosdrykki þykja nú. Meðal þeirra voru auglýsingarnar um lífs-elixírana. Brama og Kína- lífs-elixír, sem svarar að nokkru til vítamín-meðalanna nú. Þessar auglýsingar voru al- gengar, og var ekkert til spar- að eftir mælikvarða þess tíma, að gera þær sem glæsilegastar. Sýnist samkeppnin á Elixír- markaðinum að hafa verið all- hörð, eins og eftirfarandi út- dráttur úr auglýsingu sýnir: TIL ALMENNINGS Út af aðvörunum þeim, sem oss fannst nauðsyn til bera að senda almenningi, um að rugla ekki saman við vorn eina ekta verðlaunaða Brama-lífs-elixír þeim nýja bitter-tilbúningi, sem Nissen kaupmaður reynir að læða inn manna á milli á íslandi, . . . hefir hr. Nissen þótt við þurfa að sveigja oss í 27. tölublaði af ísafold. . . . Einkenni á vorum eina ekta Brama-lífs-elixír eru: Ljós- grænn miðj, á honum skjöld- Wmmmím || Til íólanna g 1 Igra P ra U i r; ■<=> Ú ’ m \>ur(a uiuua m inonu að fá sjor fiittlivaó, er \>ví naaðsynkgt aö eptir, aö lijá umlirskrilitöQin tieljast meö bczta veröi, ••ius og angl)st er áður i siðasta blaði „Saðra“, margtikouar "iiiiar viiriir; eniifremur er upptekiö lil jólaDua: Leirtöi. GU'rvörm*, fiot Ivaffibrauó af ýmsum teguod iiiii, ui. iii. Knnþá fást opliu, brjöstsykui'inn, einkar giióar rtisinui', CórejlHUI* í jólakiikur, og óiiiiii: bakkelsi. Lrr&iikjurnav góöa; hið ágíeta reykta ilr.sk ficst euu|)á. Nmiósynjavörurnar og Staíii< lukurinil líka. |»ó heldar fa.i að minnka um |iað,‘ ilugir |iaó |m» liklega fratu yfir jólin. j»aó er skylila bvers eins, aó ajá ainn eigin h&g, og jiví iwer haiio með ji'i að kaupa hjá mjer, þar fiem Jeg kapp- kosta að selja seiu beztar vörur með lægst& verði, 6em öreini“ eign *nú kost á að saunfærast um. tyykiavik. i dcsemler 1684. R. II Biarnason. Jólaauglýsing í blaðinu Suðra 1887. FV 2 1974 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.