Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 69
ir skuli auglýsa og hvar og hvenær og hve miklum upp- hæðum skuli eytt. Auglýsing- ar geta misheppnast illilega og orðið fyrirtækjum að fótakefli. Eins geta þær líka gert ó- þekkta vöru að mikið notaðiri og ábatasamri vörutegund, sem veitir mikinn gróða. — Þegar hinir miklu auglýsingajöfrar leggja út í ný auglýsingaævin- týri er margt sem þeir þurfa að athuga. Það þarf að athuga fólksfjölda og samgöngur, lifn- aðarhætti manna og efnahag. Þeir þurfa einnig að gæta að því, hver hefir verið notkun vörunnar hingað til, hverjir hafa selt hana eða svipaða vöru. Svo kemur til greina með hvaða móti á að auglýsa og hvar. Það hefir til dæmis litla þýðingu að auglýsa jarð- yrkjuverkfæri i blaði, sem borgarbúar lesa eingöngu. Öll þessi atriði geta verið flókin og vandleyst. Auglýsandinn þarf líka, ef vel á að ganga, að vera töluverður sálfræðing- ur. Hann verður að gera sér grein fyrir almennri afstöðu og menningarstigi þess fólks, sem hann ætlar sér að hafa áhrif á. Venjulega kaupa fæst- ir blöð sín auglýsinganna vegna. Auglýsandinn verður að leita á og vekja athygli á sér. Hann verður að kveðja sér hlióðs svo að ekki sé um að villast hver hann er og hvað hann ætlar sér. En svo er spurningin: Hvernig á hann að kveðja sér hljóðs? Á hann að hrópa sig hásan, á hann að koma glaðiega fyrir og nota spaug og kátínu, eða vera al- varlegur og tala til ábyrgðar- tilfinningar manna, eins og t. d. vátryggingarauglýsendum er tamt. Þessum spurningum verður að svara eftir því sem ástæður eru hverju sinni. Ef auglýsa á nýja bók eftir al- bekktan rithöfund er venju- lega nóg að benda greiniiega á nafn höfundar og að bókin sé ný. Ef hinsvegar á að aug- lýsa nýja sáputegund kemur annað tii greina. Sápa er not- uð af öllum og allstaðar og al- menningur skiptir sér ekki mikið af nýjungum í því efni. Sá sem því ætlar að koma slíkri vöru á framfæri verður að kveðja sér hljóðs á áhrifa- mikinn hátt. Á fyrri tíma voru auglýsing- ar prentaðar í blöðum á mjög svinaðan hátt og annað efni blaðsins, þannig að örðugt var að lesa þær úr málinu. Þetta nægði á sínum tíma, en svo var farið að gera aðrar kröf- ur. Það var farið að nota stærra letur og breytt. En þetta er þó ekki einhlýtt. Aug- lýsingasérfræðingur nokkur hélt fyrirlestur um auglýsing- ar og sýndi áheyrendunum með skuggamyndum nokkrar mjög áberandi og þekktar aug- lýsingar, sem voru alkunnar úr blöðum. Sýningin stóð mjög stutt svo að menn höfðu ekki tíma til að lesa textann, sem auglýsingunum fylgdi, heldur aðeins nafn eða yfirskrift. Fyr- irlesarinn spurði svo áheyrend- urna hvort þeir könnuðust við þessar auglýsingar. Jú — lang- flestir könnuðust við þær, en þegar hann spurði hvað það væri sem verið væri að aug- lýsa gátu fæstir svarað því. Menn höfðu séð auglýsingarn- ar en ekki lesið þær. Þeir, sem mestan mátt höfðu til að auglýsa, notuðu stórar auglýsingar og feitt letur. Það kom því brátt í ljós, að minni auglýsingum hætti til að lenda í skugganum. Smærri auglýs- endur fóru því að hyggja eft- ir aðferðum til að gera litlu auglýsingarnar áhrifameiri. Þeir fóru að nota feitt letur í svo sem eina línu, setja feita ,,ramma“ utan með þeim, sum- ir bjuggu til ferskeytlur, létu textann standa á höfði, eða eitthvað slíkt. Þetta var ein- göngu leikur með letur og strik, en loks komu svo mynd- irnar til sögunnar, sem gert hafa auglýsingarnar fjölbreytt- ari. Myndirnar eru notaðar á hinn margvíslegasta hátt og hafa aukið mátt auglýsinganna meira en nokkuð annað, og er ekki unnt að gera nokkra grein fyrir allri þeirri fjöl- breytni, sem leiðdr af notkun myndanna. Teiknaðar myndir og ljósmyndir eru notaðar jöfnum höndum. Þó virðist notkun prentaðra ljósmynda hafa aukizt mjög á allra sein- ustu árum. Innihald auglýsinga er auð- vitað margvíslegt og háð ýms- um aðstæðum. Hlutfallið milli texta og myndar er einnig breytilegt. Sumar auglýsingar eru þann- ig gerðar, að þær eru hógvær- ar og lítillátar, aðrar skrum- miklar og hógværar og til þess gerðar að koma mönnum á ó- vart. Alkunnugt er eitt dæmi um þessháttar auglýsingu i Bandaríkjablaði einu laust fyr- ir síðustu aldamót. Þar stóð á áberandi stað og með feitu letri þessi setning: Cleveland Bandaríkjaforseti myrtur! Auðvitað lásu allir í mesta flýti textann, sem var fyrir neðan þessa gífurleeu yfir- skrift, en þar stóð: „Vissulega mundi vetrarkuldinn núna gera út af við blessaðan for- setann ef hann gengi ekki allt- af í nærfötum frá okkar við- urkenndu verksmiðju.“ Þeim, sem var vel við Cleve- land, létti auðvitað mikið við þennan texta, en hinum fannst fátt um. — FV 2 1974 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.