Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 86
Stór þáttur í starfsemi Bjargs er framleiðsla á ljósaskiltum.
farið vegna þessa máls. Að
sögn Gunnars mælir nefndin
með að þessir fiskikassar verði
framleiddir hjá plastiðjunni
Bjargi, vegna þekkingar og
reynslu plastiðjunnar á þessu
sviði.
Heildarvelta plastiðjunnar
Bjargs á s.l. ári var 20 millj-
ónir að sögn Gunnars og eykst
'hún stöðugt. Kvað Gunnar erf-
itt orðið að anna eftirspurn.
Að lokum sagði Gunnar, að
fyrstu 20 mánuðina sem starf-
semi fyrirtækisins fór fram
hefði það sparað ríkinu 8-10
milljónir króna, sem annars
hefðu farið í ferðakostnað og
uppihald sjúklinga á Reykja-
lundi eða á sjúkrahúsum í
Reykjavík.
Prentverk
Odds
Prentverk Odds Björnssonar annast alhliða prentun, m. a. um
búðaprentun.
B|örnssonar
Prentverk Odds Björnssonar
var stofnað 1. september árið
1901 og cr með elztu starfandi
prentsmiðjum á landinu.
Prentsmiðjan annast alhliða
prentun, leturprent, offset-
prent, litprent, prentun bóka
blaða, bæklinga umbúðarpapp-
írs og margs annars.
F.V. átti samtal við Geir S.
Björnsson, prentsmiðjustjóra
og ræddi við hann um starf-
semi prentsmiðjunnar. Sagði
hann, að einn stærsti þáttur í
starfsemi hennar væri um-
búðaprentun, sem prentverk
Odds Björnssonar annast fyrir
fjölda fyrirtækja og verzlana.
Þá voru prentaðar um 20 bæk-
ur á síðasta ári.
Hjá prentverki Odds Björns-
sonar fer fram setning, prent-
un, myndamótagerð, bókband
og ennfremur er þar starfandi
kassagerð. Myndamótagerðin
er ein sinnar tegundar á Akur-
eyri og annast starfsmenn
hennar gerð myndamóta t. d.
fyrir ýmis blöð sem gefin eru
út á Akureyri svo sem Dag,
íslendinga ísafold, Verkamann-
inn og Alþýðumanninn. Sagði
Geir, að myndamótagerð væri
nauðsynleg fyrir prentsmiðj-
una.
í bókbandinu eru aftur ein-
göngu bundnar inn bækur,
sem prentaðar eru í prent-
smiðjunni, ennfremur reikn-
ingaeyðublöð o. fl. Geir sagði
einnig, að stór liður í starf-
semi fyrirtækisins væri prent-
un á ávísunarheftum, en prent-
verk Odds Björnssonar annast
alla prentun á ávísunarheftum
fyrir Landsbanka íslands og
Alþýðubankann.
Bókaforlag Odds Björnsson-
ar gaf út á síðasta ári 12 bæk-
ur þar á meðal bókina, Eins
og ég er klædd, 2 bækur eftir
Ármann Kr. Einarsson og
nokkrar þýddar bækur m. a.
Guðfaðirinn eftir Mario Puzo.
Þá gefur prentverk Odds
Björnssonar ennfremur út tvö
tímarit Heima er bezt, sem
komið hefur út í 22 ár og í
er að finna ýmsan þjóðlegan
fróðleik. Einnig tímaritið Týli,
sem fjallar um náttúruvernd
og náttúrufræði. Heima er
bezt kemur út einu sinni í
mánuði, en Týli tvisvar á ári.
Prentverk Odds Björnssonar
hf. er til húsa að Hafnarstræti
88, símanúmerið er (96) 22500,
og framkvæmdastjóri er Sig-
urður O. Björnsson.
86
FV 2 1974