Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 67
IJr sögu auglýsinganna Auglýsingar eru gamlar aS uppruna og eru tíðkaðar í öll- um hinum svonefndu menning- arlöndum. Menn fundu fljótt þörfina fyrir að vekja athygli á afurðum og afrekum, sem selja átti og sennilega hafa auglýsingar í einhverri mynd tíðkazt allt síðan verkaskipting var tekin upp meðal manna í stað þess að hvert heimili eða fjölskylda framleiddi allt eða 'flest sem þurfti til eigin þarfa. Náskyldur auglýsingum er á- róðurinn svonefndi, sem svo mjög ber á á þessum tímum. Orðið áróður er þýðing á er- lenda orðinu „propaganda“ og er einkum notað um þetta fyrirbrigði í stjórnmálalífinu. Raunverulega eru flestar aug- lýsingar í eðii sínu áróður, en þó þarf ekki að vera svo. Aug- lýsingar geta einnig verið ein- faldar tilkynningar og alger- lega áróðurslausar. Á stundum hefur áróðri og auglýsingum verið blandað saman í eitt á mjög margvíslegan hátt. Það var til dæmis altítt á styrjald- arárunum að verksmiðjur, sem voru algerlega teknar til hern- aðarþarfa, auglýstu í því formi að þær birtu styrjaldaráróður í prentuðu máli eða myndum, en verksmiðjunafnið stóð neð- an undir. Þessar verksmiðjur höfðu ekkert að auglýsa handa almenningi en setja þessar á- róðursklausur í blöðin til að minna á sig, því væntanlega kæmi sá tími að þær tækju aftur til friðsamlegra starfa. Það eru oft engin greinileg mörk milli áróðurs og auglýs- inga, en síðara orðið er venju- lega haft um viðskiptatilkynn- ingar, en þó er það einnig notað um margvíslegar til- kynningar aðrar, svo sem opin- berar tilkynningar og annað þessháttar. Auglýsingar eru ekki gaml- ar á íslandi. Það er alveg ó- rannsakað mál hvenær fyrst var farið að auglýsa hér við- skipti um eitt og annað. Vöru- auglýsingar munu ekki hafa farið að tíðkast fyrr en eftir miðja síðustu öld, svo nokkru næmi, enda komu blöðin fyrst til sögunnar um það leyti. i i ii Tjl almennings. Lækuisaðviirnn. þess kefir verið óskað, að eg segði álit mitt um cbitter-essents>, sem hr. C. A. Nissou befur bfiið tii, og ný- lega tekið að selja.á Islandi’ og kall- ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom- is.t yfir ei’tt glas af vðkva pesSum. Eg. verð að segja, að nafnið Brama- lífs-essents er mjög villandi; par eð essents pessi' er með öllu ólíkur hin- um egta Briþna-lifs-elixir frá hr. Mansfeld-Bullner & Lassen, og pví eigi getur haft pá eiginlegleika, sem ágæta liinn egta. þar eð eg uiu mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýnisra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Braina-lífs clixir frá Mansfeld-Bullner & Lassen er kosta- beztur, get eg ekki nágsamlcga mælt Iram með lionnm oiiiuin um- fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyn. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. MELCIOR læknir. ‘Einkenni hins .óekta er‘nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðauum. Eiukcuni á vorum cina cgta Brama-lífs-clixír eru Drmamerki vort á glasinu, óg. á mcrki-skildinum á miðanum sðst bíátt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tapppanum. Mansfeld-Bnllner & Lassen. sem einir búa tll hinn verðlaunaða Brama-iífs-elixír. Kaupnannah'ófn. íslenzk Elixir a.uglýsing frá 1880. Hér að framan birtist grein um auglýsingar í gömlum islenzkum blöðum og sýnis- horn af þeim og vísast að mestu til þess. Þó má bæta því við að auglýsingar í ís- lenzkum blöðum hafa eðlilega tekið miklum breytingum. Fyrst voru þær eingöngu les- mál og þá mjög lítið áberandi og samanþjappaðar. Brátt fór þó að koma nokkur tilbreyting í lesmálið og farið að nota let- urbreytingar og ,,ramma“. Síð- an koma myndir í auglýsingar, en ætíð voru það útlendar myndir, sem erlend fyrirtæki sendu umboðsmönnum sínum, og voru þær eðlilega harla oft mjög óíslenzkar. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratug- um að landsmenn sjálfir eru farnir að draga upp myndir í auglýsingar sínar. Það er þó áberandi, að auglýsingar í blöðum hér, og þó einkum tímaritum, eru alloft mjög lé- legar og ósmekklegar. Þær skemma mjög útlit blaðanna og tímaritanna og mun þetta stafa bæði af hugsunarleysi auglýsendanna og getuleysi prentsmiðjanna, sem oft á tíð- um hugsa eingöngu um að hrúga auglýsingunum ein- hvern veginn upp, án tillits til þess hvernig þær líta út, og er þetta meinlegt bæði fyrir auglýsendur og ritin, sem aug- lýst er í. íslenzkir auglýsend- ur ættu að vanda betur það sem þeir láta frá sér og gera meiri kröfur en gert er til frá- gangs þeirra. Það er einnig mjög algengt að auglýsingar séu skakkt prentaðar, og er það stundum að kenna ógreini- legum handritum, en oft er á- stæðan líka sú, að vinnubrögð- in í prentsmiðjum eru svo hroðvirknisleg að allur próf- arkalestur fer út um þúfur. Blómaöld auglýsinga hefst þegar prentlistin var fundin upp, en hún er eins og kunn- ugt er frá Þýzkalandi komin og hófst um 1400. Prentaða málið gerði það miklu auðr veldara, en áður hafði verið, að koma tilkynningum til al- mennings og nú hófu menn að auglýsa í þeim skilningi, sem almennast er nú lagður í það orð, þ. e. menn hófu að birta tilkynningar í blöðum um vörur sem væru á boðstól- um. Það var þó svo að langur tími leið frá því prentlistin var fundin og þar til menn tóku að auglýsa með tilstyrk henn- ar. Prenttæki voru lengi ófull- komin, en þegar handhæg- ari margföldunaraðferðir voru fundnar óx þýðing hennar á margvíslega vegu. Fyrstu blöðr in fluttu engar auglýsingar. Elzta auglýsing, sem menn hafa fundið í blöðum, er frá árinu 1591. Sú auglýsing var í þýzku fréttablaði og er í FV 2 1974 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.