Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 26

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 26
ekki. og útgáfu var hætt, áður en í óefni var komið. Hótelrekstur hefur á síðustu árum orðið snar þáttur í starf- se ni Playboy Enterprices Inc. og hafa hótelin náð mikium vin- sældum. einkum meðal manna úr viðskiptalífinu. Verðlag á þeim er fremur hátt. allt í bún- aði og byggingu hið vandaðasta og aðstaða til tómstundaiðkana hin bezta; sundlaugar golfvellir og fleira því um líkt við hótelin. Þar er einnig góð aðstaða til funda og ráðstefnuhalds. Hótelin. klúbbarnir, virðuleg- ir Rolls Royce-bílar Playboy- bílaleigtmnar og fleira af því, sem boðið er stendur ekki hverj- um sem er til boða. Þetta er allt ætlað félagsmönnum Playboy- klúbbanna, sem starfað hafa um árabil. Nú eru reknir á vegum Playboy klúbbar á 21 stað. lang- flestir í Bandaríkjunum. en ut- an þeirra í Englandi og Kanada. Klúbbar þessir eru veitinga- og skemmtistaðir með virðuleika- blæ, — þar koma fram úrvals skemmtikraftar, þekktar hljóm- sveitir leika fyrir dansi, og 1. flokks matur er á boðstólum. Margir. sem ekki þekkja til. en hafa séð tímaritið. halda ef til vill. að jafn mikil áherzla sé lögð á. að sýna fagrar línur veika kynsins á þessum vett- vangi og í blaðinu, en það er mikill misskilningur. Þar fara ekki fram neinar nektarsvning- ar eða annað í þeim dúr. í þessa klúbba koma félagsmenn, sem fá lykil, er þeir ganga í Playboy klúbbinn, — og þeir koma ekki eins og margir karlmenn. sem fara á skemmtistaði á íslandi til þess að „krækja sér í dömu“. Allir hafa dömur með sér. eigin- konur. unnustur eða aðrar kven- verur sem þeir vilia af einhverj- um ástæðum bíóða á fyrsta flokks skemmti- og veitingastað. Þeir geta líka verið vissir um að inn í bessa klúbba slæðist eneinn ..lýður“. bví að menn verða að greiða 25 dollara. til þess að gerast féiagsmenn. og það vilia ekki allir. — og ef menn vilia fá lánstraust og láta skrifa hiá sér. það. sem þeir þiggia í kiúbbnum. þurfa þeir að gera grein fyrir tekium sín- um og fiárhagsstöðu við inn- göngu í klúbbinn. Þá gildir fé- lagssWteinið einnig sem við- skiptakort. Það sem setur svip á Playboy klúbbana eru „kanínurnar“, hinar svonefndu bnnnies. — stúlkur. sem ganga þar um beina, taka við matarpöntunum Hugh Hefner, útgefandi. Nýjasta blað Playboy-hrings- „Kanínurnar“, andlit klúbb- ins, Oui. ana. Playboy rekur umfangsmikla hótel- og veitingastarfsemi. Fyrirtækið hefur einnig hafið plötuútgáfu. 26 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.