Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.02.1974, Blaðsíða 61
Vörukynning fyrr og nú: Auglýsingar á liðnum áratugum Þegar athugaðar eru auglýs- ingar í Reykjavíkurblöðunum fyrir aldamótin siðustu sést bezt hve stórfelldar breyting- ar hafa orðið síðar á verzlunar- háttum landsins. Auglýsingar voru í bernskuskeiði um 1880. Þær voru bæði litlar og óásjá- legar, eins og blöðin sjálf, sem þá komu út og voru fjórar síður í mjög litlu broti. Þá voru einnig notaðar ýmsar aðr- ar aðiferðir við að auglýsa en að setja þær í blöðin. Sumir kaupmenn máluðu auglýsingar á stokka og steina meðfram þjóðveginum austur í sveitir þannig að þær blöstu við aug- um bændanna, sem voru aði fara í lestaferðir til kaupstað- arins. Þjóðólfur var eitt helzta blaðið um 1880, og var í hon- um töluvert af auglýsingum af ýmsum tegundum. Hann var líka þá einskonar „Lögbirtinga- blað“, og birtust í honum opin- berar auglýsingar. Taxtinn fyr- ir auglýsingar var: „í sam- felldu máli með smálestri 2 aurar hvert orð, 15 stafa frek- ast, með öðru letri eða setn- ing 1 kr. 50 aur. fyrir þuml- ung dálkslengdar. Borgun út í hönd“. Á þessum tíma voru engar sérverzlanir til í Reykjavík, heldur var mörgu ruglað sam- an í búðunum. Langflestir kaupmenn tóku íslenzkar af- urðir, því að peningar voru litlir til, eða keyptu ýmiskon- ar vörur af sveitamönnum. Eyþór kaupmaður Felixsson auglýsir þá á þessa leið: Hjá undirrituðum fæst ið nú alkunna gamalt Highland Whisky með sama verði og áður: 1 kr. 80 a. heilflaskan. Hiá sama verða og keypt með háu verði tvinnað prjóna- band samkempt hvítt með mó- ra'uðu, dökkgráu eða svörtu, líka einlitt mórautt band. Eyþór Felixsson. Eftii-farandi auglýsingar sýna einnig vel hvernig varið var venjum um greiðslur við- skiptamanna, og hvernig hygg- inn kaupmaður undirbjó við- skiptavinina undir það þegar vörur hans kæmu. Auglýsand- inn er Þorlákur O. Johnson kaupmaður, sem fyrstur allra islenzkra kaupmanna notaði Auglýsing sem tekið var eftir, 1924. sér verulega mátt auglýsing- anna og skildi þýðingu þeirra. Auglýsingar hans voru oft gamansamar og vel til þess fallnar að ganga í augu al- mennings. Þannig auglýsti Þorlákur áð- ur en hann fór utan til að kaupa vörur: „Með því að ég áforma að bregða mér til Englands með næsta póstskipi, sem fer héðan 6. maí n.k., vildi ég vinsam- lega mælast til þess að mínir skiptavinir, er borga mér vana- legast í peningum, borguðu mér skuldir sínar núna 'um mánaðamótin.“ Rétt áður en Þorlákur legg- ur svo af stað þann 6. maí auglýsir hann: ÆTÍÐ EITTHVAÐ NÝTT Enn þá einu sinni finn ég skyldu mína og þakka viðskiptamönnum mínum fyrir verzlun þeirra, áriö sem leið, og sérstaklega má ég minnast meÖ þakklæti KVENFÓLKSINS, sem ávallt kaupir hjá mér allskonar gerð við frumstæðar aðstæður vefnaSarvörur og fleira, þrátt fyrir þá vaxandi keppni í verzluninni, sem nú á sér stað í Reykjavík. Sumir kaupmenn eru byrjaðir á því að flytja töluvert af manufakt- urvöru strax á vorin, löngu áður en sumarið kemur; hlýtur því sú vara oft og einatt að vera hentug eður scm enskir kalla unreasonable, enda er flest kvenföllc svo skynsamt að biSa þangað til sumarvörumar koma. Nú bregð ég mér til Englands til þess að útvega mér nýjar vörur og kem aftur ef guð lofar 7. júní. Ég mun enn sem fyrr gjöra mér far um að vclja vörurnar eftir beztu vitund, enda vita viðskiptamenn mínir, að ég læt aldrei liggja hjá mér birgðir af gömlum vörum, til þess að blanda þcim ekki saman við þær nýju. FV 2 1974 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.