Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 43

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 43
við svo fljótt sem unnt er. Einn- ig hefur fyrirtækið um 20 um- boðsmenn um land allt sem annast viðgerðir á vélunum. Pfaff fyrirtækið er nú 44 ára. Er alltaf jöfn og þétt sala í Pfaff saumavélunum að sögn Magnúsar, en til eru bæði heim- ilisvélar, 6—7 gerðir, og iðnað- arvélar fyrir saumastofur, bólstrara o. fl. Nú eru seldar árlega 6—700 Pfaff saumavél- ar, að sögn Kristmanns, og er verðið á Pfaff heimilisvélunum frá 16—30 þúsund krónum. Fyrsta Pfaff vélin, sem seld var héxiendis var keypt á 240 krónur af frú Ragnheiði Ara- dóttur þann 28/10 1929. Þessi saumavél er nú í eigu Pfaff fyr- irtækisins og er enn í fullu nota- gildi. Lögð er rík áherzla á þjón- ustu í sambandi við Pfaff sauma- vélarnar. Sagði Kristmann, að frá upphafi hafi fyrirtækið haft kennslu á saumavélarnar og er kennt allt árið bæði á daginn og á kvöldin. Ennfremur kenna margir umboðsmenn á vélarnar úti á landi. Heildarvelta Pfaff fyrirtækis- ins árið ’72 var 119 milljónir, en árið 1967, þegar fyrirtækið tók við Candy umboðinu var heild- arvelta fyi'irtækisins 11 millj- ónir. Stai’fsfólk Pfaff er um 20 manns. Geislaplast sf: Framleiðsla á Ijósaskiltum Rætt við Halldór Gunnarssure, verkstæðisformann Halldór Gunnarsson, verkstæðisformaður. Fyrirtækið Geislaplast s.f. er einkum þekkt fyrir fram- leiðslu á ljósaskiltum í ýms- um stærðum úr plastglcri. Flest þa'u ljósaskilti, sem eru víða um Reykjavíkurborg eru framleidd hjá Geislaplasti. Geislaplast var stofnað árið 1966 af Sigurði Antonssyni, sem jafnframt er forstjóri fyr- irtækisins. Var Geislaplast þá til húsa við Miklatorg og framleiddi eingöngu ljósaskilti fyrir verzlanir. Fyrir u. þ. b. 3% ári jókst framleiðslan síðan og flytur fyr- irtækið nú inn ýmis plastefni, sem það annast siðan smíði á. Má þar nefna plastgler í glugga, hurðir, skyggni á báta, flugvéla- glugga, símaklefa, á svalir, und- ir skrifstofustóla og marga aðra sérsmíði úr plastgleri. Þá selur Geislaplast plastþynnur, sem fá- anlegar eru í rúllum í mörgum stærðum og þykktum. Ennfrem- ur smíðar fyrirtækið þök á bíl- skúra, gripahús, garðskýli, dyra- skyggni. kringum svalir, sund- laugar, gróðurreiti og margt fleira úr báruplasti. Geislaplast annast ýmis kon- ar smíði úr báruplasti, sléttu trefjagleri, í ýmsum litum og og galvaniseruðu járni annars veg- ar, t. d. skyggni fyrir útihurðir, söluop, benzínstöðvar o. fl. Kom þetta m. a. fram í við- tali, sem F.V. átti við Halldór Gunnarsson, verkstæðisformann Geislaplasts. Sagði Halldór, að plastöldin hefði hafið innreið sína, og hefði notkun á plasti aukizt um helming árið 1973 frá því árið áður. Kvað Halldór fyr- irtækið flytja inn plast frá Jap- an, Þýzkalandi og Danmörku. Sagði Halldór, að vegna olíu- kreppunnar hefði plast verið skammtað undanfarið, en von- andi rættist úr því bráðlega. Reykjavíkurborg verzlar mik- ið við Geislaplast, en fyrirtækið gerir plastgler fyrir borgina, sem notar víða plastgler í glugga á skólum og á barnaheimilum. Ennfremur verzla fjölmörg fyr- irtæki við Geislaplast svo og einstaklingar. Sagði Halldór, að eftirspurnin væri mjög mikil, svo að varla væri hægt að anna henni. Aðalframleiðsla Geislaplasts liggur í ljósaskiltunum. Blaða- maður spurði Halldór, hvernig slík skilti væru gerð og svaraði hann því til, að fyrst kæmi við- skiptavinurinn með teikningu, skyssu eða hugmynd af skiltinu, en siðan væri smíðuð grind á fæti inn í það og gengið frá raf- magni og perum í grindina. Þá er tekið mál af plastinu, sem síð- an er beygt utan um grindina og stafirnir límdir á kúpulinn með fljótandi lími. Þá sagði Halldór að Geislaplast sæi einn- ig um uppsetningu á Ijósaskilt- um, og viðhald á gömlum ljósa- skiltum, en Halldór kvað Geisla- plast eina aðilan í borginni, sem sæi um slíkt. Geislaplast er nú til húsa að Ármúla 23, Reykjavík og er það sama fyrirtækið og bygginga- verzlunin Nýborg, sem opnuð var haustið 1973. Starfsmenn Geislaplasts eru 5. FV 2 1974 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.