Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 17

Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 17
Rafknúnir strætisvagnar og vörubálar eru þegar í notkun vestan hafs Raiknúnir strætisvagnar eins og þessi eru nú þegar í notkun i bandarískuni borgum. Þeir nota ekki eldsneyti og menga ekki andrúmsloftið eins og eldri gerðir. Rafknúin farartæki, sérstak- lega strætisvagnar og litlir vörubílar, verða nú æ algeng- ari á götum bandarískra borga. Áhuginn á þessum far- artækjum hefur stórum aukizt síðustu mánuði af því að þau fá orku úr raftenglinum á veggnum en ekki benzíni eða olíu frá benzínstöðvum, þar sem ökumenn hafa þurft að bíða kl'ukkutímum saman. Rafmagnsvagnarnir, sem nú eru framleiddir, geta læðizt hljóðlega um göturnar á allt að 80 kílómetra ihraða. Ef hraðinn er hafður að jafnaði nokkru minni geta þeir ekið rúmlega 60 kilómetra, áður en hlaða þarf batteríið á nýjan leik. RAUNVERULEIKI Menn hafa gert sér háleitar hugmyndir um rafmagnsbíla árum saman. Sérstaklega á þetta við um fámenna hópa hugvitsmanna og smárra verk- stæða, sem hafa föndrað við að smíða slíka bíla. Það, sem athygli vekur, er að stór- fyrirtæki á borð við Westing- house og Otis-lyftuframleið- endurna og aðalbankarnir í Bandarikjunum hafa þegar varið umtalsverðum fjárupp- hæðum til tilrauna með raf- magnsökutæki. Myndirnar, sem þessari grein fylgja, sýna aðeins nokkrar tegundir þessara tækja, sem nú eru á reynslu- stigi eða eru þegar boðin til sölu. Þau voru á sýningu, sem sérstök opinber nefnd um þró- un rafmagnsbíla stóð að í Washington í febrúar. Nú er aðallega verið að kanna markað fyrir sendi- ferðabíla, sem annast vöru- dreifingu í verzlanir, og hæg- genga strætisvagna fyrir borg- irnar. í báðum tilvikum spar- ast að sjálfsögðu benzín eða olía og auk þess er komið í veg fyrir mengun frá út- blæstri, sem þegar er orðin alvarlegt vandamál í ýmsum stórborgum. Framleiðendur og fjármála- menn, sem að bílaiðnaðinum standa, eru tregir til að hefja allsherjarkapp'hlaup í gerð venjulegra fjölskyldubíla af þessari tegund. Samt sem áð- ur er þó fáanlegur á markaði takmarkaður fjöldi af litlum rafmagnsbilum, sem hannaðdr eru fyrir styttri innkaupaferð- ir í búðir miðborganna eða til að fara í vinnu, þar sem um stuttar vegalengdir er að ræða. Af hálfu bandaríska bílaiðn- aðarins hefur verið litið á raf- magnsbilinn sem tómstunda- gaman eða furðusmíð föndrar- anna. Lítill hraði og takmörk- uð yfirferð hafa verulega dreg- ið úr samkeppnishæfni hans á almennum markaði. Bílafram- leiðendur sögðu, að rafmagns- bíllinn væri mál framtíðarinn- ar, sem yrði að bíða þar til fundin væri upp ný tækni i sambandi við rafhlöðugerð. Horfurnar hafa þó mikið breytzt á skömmum tíma, þó að ekki sé ennþá til neitt „stórbatterí“. Hjá sex mismun- andi fyrirtækjum er verið að undirbúa fjöldaframleiðslu á rafmagnsbílum, og þegar eru ólikar gerðir þeirra komnar á götuna. Áhugi almennings hef- ur verið vakinn með ýmsu móti, m. a. ákvörðun póstyfir- valda um að kaupa 350 út- burðarvagna í vor. Ef þeir reynast vei, er líklegt að raf- knúnir vagnar komi á næstu árum í stað þeirra 30,000 benz- ínvagna, sem póststjórnin á nú. Um 100 rafmagnsbilar til viðbótar verða senn í förum víðsvegar í Bandaríkjunum á FV 4 1974 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.