Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 11
Búsetuþróun:
Hlutfallslegt jafnvægi milli lands-
hlutanna árin 1972-1973
- ■ fyrsta skipti í langan tíma
Hlutfallsleg fjölgun íbúa, ó Reykjavíkur- og Rey kjanessvæði hefur milli áranna 1972 og 1973 í
fyrsta skipti í langan tíma haldizt nokkuð í hendur við hlutfallslega fjölgun á landinu í heild
og er fjölgunarhlutfall alls svæðisins 1,11%, sem er örlítið ofan við landsfjölgun, en hún
var 1,09% miðað við fyrra ár eða 2295 manns. Er þá st’uðzt við bráðabirgðatölur Hagstofu ís-
lands yfir mannfjölda 1. des. 1973.
Hjá Fjórðungssambandi
Norðlendinga hefur verið unn-
ið greinargott yfirlit yfir bú-
setuþróun á árunum 1940-1973
en þar er sérstaklega fjallað
um þróunina milli áranna
1972-1973. Þar kemur fram, að
mil'li áranna 1972-1973 fjölgaðd
íbúum á Vesturlandi um
1,40% og kemur sú fjölgun
fram í þéttbýli en íbúafækkun
í strjálbýli nemur um 0,30%.
Af kaupstöðum og kauptúnum
með yfir 1000 íbúa fjölgaði í-
búum mest í Stykkishólmi,
eða um 5.07%.
íbúatala Vestfjarða stóð
nærri í stað milli áranna
1972-1973 eða fjölgun varð um
0,02%. Þéttbýli óx um 0,30%
en strjálbýli dróst saman um
1,11%. Á ísafirði fjölgaði íbú-
um um 1,05% en í Bolungar-
vík, sem nýlega hefur hlotið
kaupstaðarréttindi fækkaði um
0,14%.
ÍBÚUM AKUREYRAR
FJÖLGAÐI UM 2,29%.
Á Norðurlandi vestra fjölg-
aði íbúum um 115, sem er
1,16% en á Norðurlandi
eystra fjölgaði um 361
eða 1,59%. Mest munar um
íbúaaukningu Akureyrar, 256
manns, sem er 2,29% aukn-
Piliubúð
á hjólum
Dreifing á vörum í sveit-
um Iandsins er ætíð nokk-
uð vandamál. Þar stökkva
menn ekki út í „búðina á
horninu“ til að kaupa það
sem þá vanhagar um. Á
ferð okkar um Húnaþing
hittum við fyrir nýstárleg-
an kaupmann, Magnús Ól-
afsson frá Vesturbotni á
Barðaströnd. Hann ekur
um landið á stóreflis stræt-
isvagni, sem innréttaður er
sem kjörbúð.
Á útveggjum vagnsins
auglýsir Magnús að hann
hafi til söl’u vítamín, verk-
færi og fatnað. Ekur hann
um sýslur landsins og vek-
ur óneitanlega athygli þar
sem hann kemur.
Ekki eru allir jafn ánægð-
ir með ferðir Magnúsar, a.
m. k. ekki kaupfélögin og
kaupmennirnir á verzlunar-
stöðunum. Hefur Magnús
því oft þurft að standa í
stórræðum við kaupfélags-
stjóra og yfirvöld á stöð-
unum, sem hefur fundizt
hann leggja bílnum fullná-
lægt löggiltum verzlunar-
stöðum. Myndirnar voru
teknar á Tjörn á Vatnsnesi.
Séra Róbert Jack, sóknar-
prestur þar er að skoða
verkfæri ásamt syni sínum,
Sigurði og kaupmanninum.
Hin myndin er af „plakati“
á bílnum og segir sína sögu.
FV 10 1974
11