Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 43
Vinnutíminn getur orðið 24 stundir á sólarhring Rætt við Sigurjón Einarsson, bilstjóra Sigurjón. Einarsson, heitir ungur og hra'ustlegur Hornfirðingur, sem er bílstjóri hjá Landflutningum hf. Reyndar þýðir ekki nema fyrir hrausta menn að stunda þessa vinnu, því Sigurjón segir að vinnutíminn komist upp í 24 tínia á sólarhring, þegar mest lætur. Hann ekur í einni lotu frá Reykjavík austur á Horna- fjörð, en það er tíu klukku- stunda akstur. Vinnutíminn fer ekki eftir neinni stimpil- klukku, heldur er lagt af stað þegar bíllinn er fermdur. Landflutningar flytja vörur allt til Reyðarfjarðar. Að sögn iSigurjóns er allt milli himins og jarðar flutt, en öl og gos- drykkir eru mjög áberandi í hverjum farmi. AUKNIR FLUTNINGAR. Flutningar landleiðina hafa aukist geysilega með tilkomu vegarinns yfir sandana, og stundum fara bílstjórar eins og Sigurjón, tvær ferðir í viku. Þegar mest er að gera og ekið er dag og nótt, eru gjarn- an tveir bílstjórar á hverjum bíl. Aðspurður hvort þessi akst- ur væri ekki erfiður á vetrum, svaraði Sigui’jón: „Ég byrjaði nú á þessu í vor, og maður heyrir að það hafi verið strembið í fyrravetur, en ég læt það ekki skjóta mér skelk í bringu.“ Sigurður Einarsson. Bllaleigur nauðsynlegar úti á landsbyggðinni — segir Sigurður Sigfússon, forstjóri Sigurður við hluta af bílaflota sínum. „Sumum fannst nokkuð bí- ræfið hjá mér að selja hluta í húseign og ka'upa bíla fyrir andvirðið og stofna bílaleigu, en yfirleitt tók fólk þessu vel,“ sagði Sigurður Sigfússon, sem rekur bílaleigu á Höfn, er FV ræddi við hann. Hann rekur éinnig söluskála Shell og er að ljúka við frá- gang grillskála, sem væntan- lega tekur til starfa upp úr áramótunum, og verður það fyrsti grillskálinn á Höfn. TVÆR BfLALEIGUR Á HÖFN. Fyrir var bílaleiga á staðn- um, sem hótelið rekur, en hún er með fáa bíla og varð Sig- urður var við að mikið var spurt um bíla, og því lagði hann út í bílaleiguna. Fyrst keypti hann tvo nýja Volks- wagen, en á nú orðið sjö bíla. Talsvert er að gera allt árið um kring og um helgar í fyrra vetur var t. d. ekki óalgengt að svona fjórir til fimm bílar væru í leigu í senn. Staðarmenn nota bílana tals- vert ekki síður en ferðamenn. FV 10 1974 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.