Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 15
Verðlagsvandamál landbúnaðarins eru margvísleg. Nautakjöts-
verð hefur verið nokkuð stöðugt en verðlag á kjúklingum, sem
líka eru mikilvægur þáttur í matarvenjum vestan hafs, hefur
eitthvað hækkað í verði.
HÆKKUN
SMÁSÖLUVERÐS.
Á umræddu tímabili varð
mikil hækkun í smásöluverzl-
uninni, eða hin mesta á eins
árs tímabili, og jafnframt dró
verulega úr fjárfestingu innan-
lands og yfirvöld minnkuðu
opinberar framkvæmdir miðað
við fyrsta ársfjórðung ’74.
Kaupmáttur almennings í
Bandaríkjunum hefur minnkað
á undanförnum mánuðum og
fasteignasala dregizt saman.
Byggingarframkvæmdir við
nýsmíði hafa ekki verið minni
á fjögurra ára tímabili. Sala
verðbréfa á verðbréfamörkuð-
um landsins hefur minnkað
verulega og hækkun útláns-
vaxta dró úr fjárfestingum um
allt landið. Þetta gefur til
kynna, að þjóðarframleiðsla
Bandaríkjanna í ár minnkar
miðað við árið 1973, eða stend-
ur í stað ef vel gengur fram
til áramóta.
SAMDRÁTTUR í
FRAMLEIÐSLU.
Iðnaðarframleiðsla Banda-
ríkjanna minnkaði í júlí s.l.
um 0,1% og í ágúst um 0,4%,
en það þýðir að heildarþjóðar-
framleiðslan hafi dregizt sam-
an í ágústlok um 1%, miðað
við sama tímabil árið áður, og
nær hún tæplega að rétta við
fyrir árslok.
Tala atvinnulausra var nán-
ast óbreytt fyrstu sex mánuði
ársins, en hækkaði svo snögg-
lega í ágúst í 5,4%, sem er
hæsta hundraðshlutfall þar i
landi frá því í lok október
1973, en þá var hún 4,6%.
VERÐLAG HÆKKAR.
Þrátt fyrir framleiðslusam-
drátt fyrstu tvo ársfjórðunga
1974 hækkaði verðlag á tíma-
bilinu jan.-marz um 12,3% og
um 9,6% frá apríl til júníloka.
Margir ófyrirsjáanlegir atburð-
ir, eins og t. d. efnahags-
þensla í iðnríkjunum, upp-
skerubrestur í Indlandi, Sov-
étríkjunum og ýmsum fleiri
ríkjum á tímabilinu 1972-73,
og samdráttur í olíufram-
leiðslu Arabaríkjanna, sem
fjórfaldaði verð á olíu, urðu til
þess að verðbólgan óx
um 3,5% á árunum 1971, og
um sama hundraðshlutfall ár-
ið 1972, Þessi vandamál eru
ekki lengur fyrir hendi, en í
stað þeirra hafa komið önnur
vandamál, sem enn hafa auk-
ið hraða verðbólguhjólsins.
VERÐLAGSVANDAMÁL.
Verðlagsvandamál í Banda-
ríkjunum eru flókin og vand-
leyst. Fyrst r ,á nefna verðlags-
vandamál landbúnaðarins, sem
eru margvísleg. Auk þess 'hef-
ur það sín áhrif á efnahags-
lífið, að olíuríkin neita enn að
lækka olíuverðið, og loks má
ekki gleyma að 30. apríl s.l.
létu stjórnvöld afnema lög um
frystingu verðlags og kaup-
gjalds, sem voru í gildi. Þar
ofan á bætast hækkandi laun
og iækkandi kaupmáttur, en
allt þetta á eftir að hafa veru-
leg áhrif á verðlag og launa-
mál landsins á komandi mán-
uðum. Sem dæmi um minnk-
andi kaupmátt má geta þess
að í júlí s.l. var hann 5,3%
minni en á sama tíma árið
áður.
Það hefur verið reiknað út,
að laun hækki í landinu eftir
að verðlags og kaupgjalds-
stöðvunarlögin féllu úr gildi
um 19% að meðaltali, og vísi-
tala framfærslukostnaðar hef-
ur hækkað að sama skapi.
Heildsöluverð neyzluvarnings
hefur hækkað mikið og hækk-
ar enn, og sömu sögu er að
segja af verðlagi iðnaðarvarn-
ings. Hækkanir á iðnaðarvör-
um stafa af aukinni eftir-
spurn, framleiðsluvandamál-
um og skorti á hráefnum.
Verðlag í júlílok var 11,8%
hærra en það var á sama tíma
árið áður, en það er samt
minni hækkun en verið hefur
í öllum öðrum iðnríkjum, að
V-Þýzkalandi undanskildu.
AÐGERÐIR
STJÓRNVALDA.
Bandarísk stjórnvöld leggja
nú áherzlu á að draga úr
verðbólgunni í landinu, og m.
a. hafa þau látið draga tals-
vert úr öllum opinberum
framkvæmdum í því skyni.
Eftirlit með launa- og verðlags-
málum hefur verið hert, og
Ford forseti hefur skorað á
þjóðina að leggja sitt af mörk-
um til að auka þjóðarfram-
leiðsluna. Bandaríski seðla-
bankinn hefur hert allt eftir-
lit með fjármagni í landinu og
í marz s.l. fyrirskipaði hann
að vextir skyldu hækka úr
8,5% í 12%, sem eru hæstu
vextir í sögu þjóðarinnar.
Vextirnir voru hækkaðir til
þess að draga úr þenslu í út-
lánastarfsemi banka, en veru-
leg eftirspurn hefur verið eft-
ir fjármagni vegna verðbólg-
unnar. Bandaríski seðlabank-
inn getur að nokkru stjórnað
útlánum banka með því að
hækka eða lækka vexti á lán-
FV 10 1974
15