Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 39
GJALDEYRISVIÐSKIPTI. Það er stefna bankanna að bjóða þjónustu sína í aukn- um mæli út um landsbyggðina og er þessi samruni af því sprottinn. Már sagði að Fá- skrúðsfirðingum litist yfirleitt vel á þetta nýja fyrirkomulag, og sjálfur kvaðst hann mjög ánægður með það, m. a. vegna þess að nú er unnt að veita mun meiri og víðtækari þjón- ustu en sparisjóðurinn einn gat veitt. Nú fara m. a. fram gjaldeyrisviðskipti í útibúinu, það er opið fimm daga vik- unnar á móti tveim dögum í tíð sparisjóðsins og unnt er með aðstoð aðalbankans að sinna mun stærri verkefnum en áður í þágu atvinnulífsins á staðnum. Þá stendur og til Már Hallgrímsson. að afurðalán til sjávarútvegs- ins verði afgreidd þaðan, í stað þess að nú þurfa fyrirtæki á Fáskrúðsfirði og nágrenni að, sækja þau til Eskifjarðar. Tek- ur útibúið þá einnig við af- greiðslu þessara lána til Stöðv- arfjarðar og Breiðidalsvíkur, sem eru skammt frá, en þetta mun auka umsvif útibúsins mjög verulega. Annars hafa umsvif þess á öðrum sviðum aukist verulega í sumar miðað við þenslu sparisjóðsins undan- farin ár. Útibú þetta á að geta veitt alla þjónustu, sem bankar yfir- leitt geta veitt og er óháð að- albankanum um ákvarðanir sínar, nema að um verulegar lánsupphæðir sé að ræða. Það er til húsa í samkomuhúsinu. Góðir aðflutningar undirstaða góðrar verzlunarþjónustu — segir Jakob Jóhannesson, verzlunarmaður „Góðir aðflutningar eru mikilvægur þáttur í verzlun- inni hér, og veltur mikið á að þeir séu í góðu lagi,“ sagði Jakob Jóliannesson, sem vinn- ur hjá verzluninni Þór hf. á Fáskrúðsfirði, en verzlunin er þar í stóru myndarlegu og ný- legu húsi. Jakob Jóhanncsson. Jakob sagði að nú orðið kæmi meirihluti alls varnings með bílum að sunnan eða norðan, enda væri reyndin því miður sú, að varan væri oft mjög illa leikin upp úr skip- unum miðað við hvernig hún kæmi úr bílunum, og auk þess kæmu strandferðaskipin ekki nema svona hálfsmánaðarlega. Bílarnir koma hins vegar tvisvar í viku að sunnan og ein ferð er í viku til Akureyr- ar, enda kaupa Fáskrúðsfirðr ingar kjötvöru sína aðallega þaðan. Að sögn Jakobs eru tvær hliðar á þessum flutn- ingamálum. Yfirleitt er ódýr- ara að flytja með skipunum, og getur munað allt upp í helming á t. d. sekkjavöru. Á móti þessu kemur svo, að ferð- ir skipanna eru mun strjálli en bílanna, sem leiðir af sér stærri innkaup í einu, en það er ekki eins hagkvæmt fyrir verzlunina. Eins og flestar verzlanir á Austfjörðum, verzlar Þór hf. með flestar vörutegundir og eins og víðast á Austfjörðum, stendur kaupfélagið á staðnum traustum fótum. Jakob sagði þó ekki ríg vera milli þessara fyrirtækja, enda skiptu þau á vissan hátt á milli sín við- skiptunum. Þannig verzlar kaupfélagið t. d. mun meira við sveitirnar í kring, en Þór hf. meira inni í plássinu. ESN AF MÖRGUM — PÍPUR í miklu úrvali RONSON gaskveikjarar Hjartarbúð SUÐURLANDSBRAUT 10. FV 10 1974 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.