Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 55

Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 55
V N Scgulnálin — eftir Jóhann Briem útgefanda Frjálsar verzlunar. Suðaustur-Asía. hefur mikið verið í fréttum undanfarin ár. Harð- ir bardagar hafa geisað um áratuga skeið í löndum eins og í Víet Nam. Thailand er frábrugðið nágrannalönd'um sínum að því leyti, að þar hefur verið mun friðvænlegra. Á sama tíma og íbúar borga eins og Saigon í Suð'irr-Víet Nam og Phnon Pnen í Kambódíu hafa lifað í sífelldum ótta og öryggisleysi styrjaldarástandsins, hafa menn verið nokkurn veginn áhyggju- lausir í Bangkok, höfuðborg Thailands, og erlendir starfsmenn í Víet Nam yfirleitt valið þann kostinn að Iáta fjölskyldur sínar hafa aðsetur þar í borg. Undirrituðum gafst fyrir skömmu kostur á því að fara í boði norræna flugfélagsins SAS til Bangkok í Thailandi. Var sú ferð í senn mjög við- burðarík og skemmtileg. búningsstigi ferðalagsins. Eftir síðasta sprettinn i bankann til að sækja gjaldeyrinn og ganga frá farmiðum og hótelpöntun á skrifstofu SAS var stokkið Jóhann Briem. upp í áætlunarvagninn til Keflavíkurflugvallar og spurt þar um brottför vélar Flug- félags íslands til Kaupmanna- hafnar. Þegar komið var í afgreiðsl- una á Keflavíkurflugvelli og farangurinn afhentur starfs- mönnum þar, var tilkynnt, að vélin væri því miður orðin full og fleiri færu ekki með þann daginn. Þar sem ekkert var athugunarvert við farbók- unina var starfsmönnum flug- afgreiðslunnar bent á, að það kæmi sér sérstaklega illa, ef undirritaður þyrfti að verða strandaglópur, þar sem þetta UNDIRBÚNINGUR. Ferðaundirbúningurinn hófst að sjálfsögðu með því að athuga vegabréf og vegabréfs- áritun en hún er ekki nauð- synleg ferðamönnum sem til Thailands fara, dveljist þeir skemur en 7 daga í landinu. Ef þeir á hinn bóginn vilja vera lengur þar eystra þurfa þeir að útvega sér 30 daga vegabréfsáritun eða aðra með enn lengri gildistíma. Næst á dagskrá var svo að líta við hjá starfsmönnum borgarlæknis og fá ónæmis- sprautur. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið í því efni, því að í bólusetninguna þarf að fara tvisvar með viku millibili. Eins og alkunna er, getur fólk orðið misjafnlega eftir sig vegna slíkrar aðgerðar, þó að í flestum tilfellum sé sem bet- ur fer aðeins um skammtíma verkanir að ræða. Því ætti að vera óþarfi að brýna það fyrir mönnum að ljúka ónæmisað- gerðinni af snemma á undir- SAS hefur nú tekið breiðþotur í notkun á nokkrum Asíuflug- leiðum sínum. Kappkostað er að veita farþegum sem bezta þjón- ustu á slíkum langferðuin. FV 10 1974 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.