Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 57

Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 57
Ys og þys á fljóta- markaðin um í Bang- kok er meðal margra sérstæðra fyrirbæra, sem ferða- maðurinn upplifir. eitthvað sé nefnt. Verðið á þessum munum er sérstaklega hagstætt og ekki sakar að nota þá gömlu aðferð „prúttið" til þess að ná verðinu niður sem allra mest. Verzlanir eru opn- ar frá kl. 8.30 að morgni til 6 á kvöldin, alla daga vikunn- ar nema sunnudaga en basar er opinn frá kl. 8.30 til 3.30 mánudaga til föstudags. Ekki er ráðlegt að kaupa innflutta vöru í Thailandi því að tollar á henni eru mjög há- ir. Sem dæmi má nefna að tollur af bílum er 140% og segja Thailendingar að sá böggull fylgi skammrifi varðr andi kaup manna á einkabíl- um að um leið verði þeir að kaupa bíl handa landsstjórn- inni. NÆTURLÍF. Bangkok hefur óefað getið sér orð fyrir líflegt og fjöl- breytilegt næturlíf. í borginni er fjöldi veitingahúsa, nætur- klúbba, diskóteka og baðhúsa, sem bjóða upp á margvíslega þjónustu — og jafnvel ævin- týri. Sérstakur blær er á skemmtanalífi á þessum slóð- um, afarólíkur því, sem menn eiga að venjast í stórborgum Vestur-Evrópu eða Ameríku. Fullyrða má, að ferðamenn verði ekki sviknir af því. Mið- nætti er venjulegur lokunar- tími á börum, klúbbum og öðr- um skemmtistöðum en á föstu- dögum og laugardögum er þó opið til klukkan 1 eftir mið- nætti. Nokkur brögð eru þó af því, að þessi regla sé ekki haldin. Munu erlendir ferða- menn sízt amast við því. KYNNISFERÐIR, DÆGRASTYTTING. Of langt mál yrði að telja upp alla þá stórkostlegu og afar óvenjulegu möguleika til skoðunarferða bæði í skipu- lögðum hópum og á eigin veg- um í Bangkok. Það er tví- mælalaust langheppilegast fyr- ir útlendinga að fara í skipu- lagðar kynnisferðdr. í þeim fæst mestur fróðleikur og þær eru fyrirhafnarminnstar til að komast á stuttum tíma til sem flestra merkisstaða. í því efni má benda á konungshöllina, Búddamusterin, ýmis listasöfn og aðra athyglisverða staði, að ógleymdum fljótamarkaðinum. Sér til hvíldar, og hressingar leita gestir í Bangkok út á Battaya-ströndina, sem er um hálf tíma akstur frá miðborg Bangkok. Þar er loftslag miklu þægilegra en inni í borginni, sandströndin frábær og skemmtistaðirnir ótalmarg- ir. Auk fjölbreytilegs úrvals af skoðunarferðum í borginni sjálfri er að sjálfsögðu hægt að fá ferðaskrifstofu til þess að skipuleggja skemmri eða lengri ferðir í frumskóga Thailands eða á önnur lands- svæði, sem ferðamönnum þykja forvitnileg í þessu lit- skrúðuga landi. Ástæða þykir til að benda á afbragðsaðstöðu til þess að stunda golf á golfvöllunum við Bangkok. Þó skal tekið fram, að vegna hitans er iðkun íþróttarinnar erfið fyrir óvana. Áhöld má fá leigð gegn vægu verði og stór hópur innfæddra fylgir á eftir golfmönnunum fyrir lítið gjald og aðstoða í hvívetna. Golfvellirnir eru rétt fyrir utan borgina og tekur ekki nema 20 mín. að komast þangað. ÍSLENDINGAR í BANGKOK. Þar sem greinarhöfundur var á rölti um götur Bangkok og var að raula fyrir munni sér hið fornkveðna: „Þar sem enginn þekkir mann o. s. frv.“ gerðist það vitaskuld, í mjög eðlilegu framhaldi, að honum barst ástkæra ylhýra málið til eyrna, þvert yfir mjótt stræt- ið. Þar var á ferð hópur ís- lenzkra flugmanna, sem starfa hjá Cargolux. Þeir hafa nokk- urra daga viðdvöl í Bangkok öðru hverju á ferðum sínum um fjarlægari Austurlönd og var það í senn mjög óvænt og afar ánægjulegt að hitta landa þarna á götunni enda um hina FV 10 1974 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.