Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 61
Fyrirtseki, framleiðsln Fabergé-vörur fyrir 60 kr. á hvern Islending í fyrra Ágúst Kristmanns, forstjóri Snyrtivara hf., situr hér á milli fulltrúanna frá Fabergé. „Það sögðu allir að við vær- um orðnir vitlausir, þegar við byrjuðum að selja Fabergé- snyrtivörurnar í Englandi og Frakklandi fyrir átta árum og þá á tvöföldu verði miðað við þær snyrtivörur, sem þá voru á mörkuðunum þar. Menn töldu ókleift fyrir nýja vöru að vinna markað án þess að byrja fyrst á lágu verði og hækka síðan jafnhliða vaxandi vinsældum,“ sagði Edward G. Caiger útfl'utnings- og mark- aðsöflunarstjóri Fabergé í Ev- rópu (European Export Sales and Marketing Manager) er FV. átti viðtal við hann fyrir stuttu. Caiger var staddur hér á landi ásamt Marvin C. Tayer, sem er yfirmaður út- flutningsdeildar Fabergé í Frakklandi, og voru þeir í heimsókn hjá Snyrtivörum hf. við Klettagarða, en það fyrir- tæki er umboðsaðili Fabergé hérlendis, og framleiðir með- al annars hinn vinsæla Brut, rakspíra, með leyfi frá Fabergé og undir ströngu gæðaeftirliti. Sömu gæðin eiga að vera hvar í heiminum sem varan er keypt. Það kom fram í viðtali FV. við Caiger, Tayer og Ágúst Kristmanns, forstjóra Snyrti- vara hf., að framleiðsla þess- ara vara hófst í Bandaríkjun- um fyrir 15 árum. Þrátt fyrir lágan aldur er fyrirtækið orð- ið risafyrirtæki, sem m. a. á nokkrar einkaþotur fyrir for- stjóra sína. Einn þeirra er George Barry, sem fann upp hárlakkið á sínum tíma. Hann er forstjóri fyrir Fabergé World Wide. Fyrirtækið er einnig komið út í kvikmynda- iðnaðinn. Utan Bandaríkjanna, eru að- alstöðvar Fabergé í London og París. London-deildin selur til markaðssvæða Bretlands og hin til markaðssvæða Frakk- lands. Brut-snyrtivörurnar eru nú mest seldar allra kai’lsnyrti- vara í heiminum, og fram und- ir þetta nemur sala rakspírans eins um 70% allra Brut var- anna. Verksmiðjur, sem fengið hafa leyfi til að framleiða Brut, líkt og hér er gert, eru í Japan, Ástralíu, Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi, Al- aska, Kanada og Suður-Afríku. Þar sem innflutningur Brut er ekki leyfður, sagði Caiger að sér væri kunnugt um að varan væri algeng smyglvara. „Ég held að við höfum kom- ið inn á Evrópumarkaðinn á réttu augna:bliki,“ sagði Caig- er. „Menn vildu eitthvað nýtt og vildu lykta vel, Fyrstu ár- in voru erfið. Við seldum svo- lítið þarna, eitthvað, annars- staðar, o. s. frv. og það tók okkur um þrjú ár að fóta okk- ur á markaðnum, en þá fór okkur líka að ganga fyrir al- vöru, og nú er Burt einhvers- staðar í þrem efstu sætunum hvað vinsældir snertir, í öll- um Evrópuríkjum, sem það fæst í, og víða í efsta sætinu, eins og t. d. hérlendis.“ Nú er ný lína að koma frá Brut, B-33. Þar sem rakspír- inn einn hefur numið um 70% sölunnar, en raksápur, talkúm, hárvökvar o. fl. aðeins 30%, verða þær vörutegundir nú fá- anlegar á mun lægra verði, nema spírinn. Áfram verður hægt að fá fyrrnefndar vörur í dýrari flokknum. „Nú segja menn aftur, að við séum orðnir vitlausir,“ sagði Caiger, „að vera að koma með ódýrar vörur á markaðinn eftir að vera búnir að vinna upp dýrt nafn, en reynslan verður að skera úr um það.“ Sem dæmi um hversu Fabergé-vörurnar eru vinsælar á íslandi, þá jafngildir sala þeirra því, að hvert einasta mannsbarn í landinu hafi keypt Fabergé-vörur fyrir um 60 krónur sl. ár, sem er heims- met. Fabergé framleiðir einnig snyrtivörur handa konum, og af þeim eru hérlendis þekktar Kiku og Xanadu. FV 10 1974 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.