Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 61

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 61
Fyrirtseki, framleiðsln Fabergé-vörur fyrir 60 kr. á hvern Islending í fyrra Ágúst Kristmanns, forstjóri Snyrtivara hf., situr hér á milli fulltrúanna frá Fabergé. „Það sögðu allir að við vær- um orðnir vitlausir, þegar við byrjuðum að selja Fabergé- snyrtivörurnar í Englandi og Frakklandi fyrir átta árum og þá á tvöföldu verði miðað við þær snyrtivörur, sem þá voru á mörkuðunum þar. Menn töldu ókleift fyrir nýja vöru að vinna markað án þess að byrja fyrst á lágu verði og hækka síðan jafnhliða vaxandi vinsældum,“ sagði Edward G. Caiger útfl'utnings- og mark- aðsöflunarstjóri Fabergé í Ev- rópu (European Export Sales and Marketing Manager) er FV. átti viðtal við hann fyrir stuttu. Caiger var staddur hér á landi ásamt Marvin C. Tayer, sem er yfirmaður út- flutningsdeildar Fabergé í Frakklandi, og voru þeir í heimsókn hjá Snyrtivörum hf. við Klettagarða, en það fyrir- tæki er umboðsaðili Fabergé hérlendis, og framleiðir með- al annars hinn vinsæla Brut, rakspíra, með leyfi frá Fabergé og undir ströngu gæðaeftirliti. Sömu gæðin eiga að vera hvar í heiminum sem varan er keypt. Það kom fram í viðtali FV. við Caiger, Tayer og Ágúst Kristmanns, forstjóra Snyrti- vara hf., að framleiðsla þess- ara vara hófst í Bandaríkjun- um fyrir 15 árum. Þrátt fyrir lágan aldur er fyrirtækið orð- ið risafyrirtæki, sem m. a. á nokkrar einkaþotur fyrir for- stjóra sína. Einn þeirra er George Barry, sem fann upp hárlakkið á sínum tíma. Hann er forstjóri fyrir Fabergé World Wide. Fyrirtækið er einnig komið út í kvikmynda- iðnaðinn. Utan Bandaríkjanna, eru að- alstöðvar Fabergé í London og París. London-deildin selur til markaðssvæða Bretlands og hin til markaðssvæða Frakk- lands. Brut-snyrtivörurnar eru nú mest seldar allra kai’lsnyrti- vara í heiminum, og fram und- ir þetta nemur sala rakspírans eins um 70% allra Brut var- anna. Verksmiðjur, sem fengið hafa leyfi til að framleiða Brut, líkt og hér er gert, eru í Japan, Ástralíu, Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi, Al- aska, Kanada og Suður-Afríku. Þar sem innflutningur Brut er ekki leyfður, sagði Caiger að sér væri kunnugt um að varan væri algeng smyglvara. „Ég held að við höfum kom- ið inn á Evrópumarkaðinn á réttu augna:bliki,“ sagði Caig- er. „Menn vildu eitthvað nýtt og vildu lykta vel, Fyrstu ár- in voru erfið. Við seldum svo- lítið þarna, eitthvað, annars- staðar, o. s. frv. og það tók okkur um þrjú ár að fóta okk- ur á markaðnum, en þá fór okkur líka að ganga fyrir al- vöru, og nú er Burt einhvers- staðar í þrem efstu sætunum hvað vinsældir snertir, í öll- um Evrópuríkjum, sem það fæst í, og víða í efsta sætinu, eins og t. d. hérlendis.“ Nú er ný lína að koma frá Brut, B-33. Þar sem rakspír- inn einn hefur numið um 70% sölunnar, en raksápur, talkúm, hárvökvar o. fl. aðeins 30%, verða þær vörutegundir nú fá- anlegar á mun lægra verði, nema spírinn. Áfram verður hægt að fá fyrrnefndar vörur í dýrari flokknum. „Nú segja menn aftur, að við séum orðnir vitlausir,“ sagði Caiger, „að vera að koma með ódýrar vörur á markaðinn eftir að vera búnir að vinna upp dýrt nafn, en reynslan verður að skera úr um það.“ Sem dæmi um hversu Fabergé-vörurnar eru vinsælar á íslandi, þá jafngildir sala þeirra því, að hvert einasta mannsbarn í landinu hafi keypt Fabergé-vörur fyrir um 60 krónur sl. ár, sem er heims- met. Fabergé framleiðir einnig snyrtivörur handa konum, og af þeim eru hérlendis þekktar Kiku og Xanadu. FV 10 1974 61

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.