Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 21
blokka áriS 1967 og þegar Kanadastjórn hóf aðgerðir með fjárhagslegum stuðningi við framleiðendur, sem miðuðu að því, að þeir gætu fremur geymt sínar blokkir en selja þær undir 24 centa verði hvert pund. Síðan hefur þetta sam- starf eingöngu verið af hálfu opinberra aðila, og farið fram á þann hátt, að embættismenn frá þessum löndum hafa mætt á íundum a. m. k. tvisvar á ári til að bera saman bækur sínar um ástand og horfur. Þótt hvert land um sig leggi til upplýsingar um sina fram- leiðslu og birgðir ásamt áætl- unum fram í tímann, þá hefur aðalstarfið í þessum efnum hvílt á 'herðum Kanadamanna, og hafa þeir lagt mikið af mörkum að því er varðar tölu- legar upplýsingar um banda- ríska markaðinn. í sambandi við síðasta fund embættis- manna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í byrjun októ- ber, þá hittust fulltrúar út- flytjenda, að undanskildum Kanadamönnum, og var þar á- kveðið, að þeir skyldu hittast í byrjun næsta árs, og þá helzt Kanadamenn einnig, til að ræða sölu- og markaðshorfur í Bandaríkjunum og Evrópu. Þessi fundur er algerlega óháð- ur því samstarfi, sem verið hefur milli hinna opinberu fulltrúa og breytir í engu um þau samráð. Markaðástandið í Bandaríkj- unum hefur að sjálfsögðu ekki síður áhrif fyrir Norðmenn og Kanadamenn en okkur og þessi áhrif má nokkuð marka af því, að Kanadamenn hafa nú gripið til tilsvarandi ráð- stafana og árið 1968 og Norðr menn hafa nú í sumar gert hliðstæðar ráðstafanir fyrir frystihúsin í Noregi. Ekkert slíkt hefur enn verið gert hér af hálfu stjórnvalda. F.V.: — Það virðist miklum erfiðleikum bundið fyrir aðila í freðfiskframleiðslu að hefja sjálfstæða sölu á afurðum sín- um úr landi. Er S.H. sam- keppni af því tagi mikill þyrn- ir í augum og hverjar eru á- stæður? Eyjólfur: — Það fer ekki á milli mála, að S.H. er andvígt því að fleiri en tveir aðilar hafi út/lutningsleyfi á frystum fiski. Á hinn bóginn tel ég að það sé æskilegt frá samkeppn- issjónarmiði, að útflytjendur séu tveir og þá tiltölulega jafn- sterkir aðilar eins og S.H. og Sjávarafurðadeild S.Í.S. eru, því þótt hlutur S.H. í frystum vörum sé miklu stærri, þá hef- ur Sjávarafurðadeild S.Í.S. með höndum sölu á ýmsum öðrum sjávarafurðum, en S.H. einskorðar sig við frystar af- urðir. Eins og kunnugt er, þá flytj- um við út margs konar sjávar- afurðir og má segja, að hér finnist öll stig útflutningsfyrir- komulags, þ. e. allt frá því að vera einungis einn útflytjandi og allt að því að útflutn- ingur sé frjáls, en þó háður útflutningsleyfum fyrir hverri sölu. Ekki er óeðlilegt, að sölufyr- irkomulag geti verið mismun- andi eftir vörutegundum og markaðsaðstæðum. Hvað frysta fiskinn varðar, þá höf- um við ekki efni á að dreifa kröftunum um of, því ef um raunverulega markaðsstarfsemi á að vera að ræða á einhverj- um markaði, þ. e. sölu á eigin vörumerki með þeim sölu- kostnaði, sem því fylgir m. a. í auglýsingum, að ekki sé talað um þá miklu fjárfestingu, sem nauðsynleg er í sambandi við verksmiðjurekstur, þá hafa ekki aðrir en samtök margra framleiðenda bolmagn til slíkra framkvæmda. Sem dæmi má nefna, að fjárfesting S.H. í verksmiðjunni í Banda- ríkjunum er um 800 milljónir. í Vestur-Evrópulöndunum má telja þá aðila á fingrum annarrar handa, sem skipta nokkru máli í hverju landi fyrir sig, sem kaupendur að okkar framleiðslu. Framboð margra aðila til þessara fáu kaupenda væri aðeins til að færa þeim vopn í hendur í samningum um verð, enda hefur það marg sýnt sig, að kaupendur fá oft alranga og allt of háar hugmyndir um það magn, sem raunverulega er í framboðd. Með þeim samtökum, sem við höfum í frystum fiski, sparast mikið fé í sölustarf- semi og má t. d. nefna að sölukostnaður S.H. er aðeins 1% af útflutningsverðmæti og er þó haldið uppi miklu eftir- liti með framleiðslunni og jafnframt samræmingu í gæð- um vörunnar, sem að sjálf- sögðu er mjög mikilvægt og raunar skilyrði fyrir allri markaðsstarfsemi. Þetta geta einstakir aðilar ekki gert með sama hætti, og raunar eru til dæmi um, að slíkt hefur mjög háð sölu ákveðinna vöru- tegunda. Með þessu fyrirkomulagi er ennfremur miklu auðveldara að skipuleggja ýmis konar ó- hjákvæmilega þjónustu við framleiðendur. Nægir þar til að nefna margháttaða tækni- lega, sameiginlega aðstoð og þá mikilvægu og nauðsynlegu þjónustu, sem felst í útvegun og birgðahaldi hinna fjöl- breyttu umbúða, er þarf til framleiðslunnar. Enn má nefna, að með þessu fyrirkomulagi skapazt eðlileg- ur sameiginlegur samningsað- ili um hráefnisverð og annað það, sem viðkemur hagsmuna- vettvangi, bæði gagnvart fisk- seljendum og stjórnvöldum, sbr. Verðlagsráð sjávarútvegs- ins og Verðjöfnunarsjóður. Ekki er óeðlilegt, þótt skiptar skoðanir séu í þess- um efnum, en til fróðleiks má nefna, að Kanadamenn og Ný- Sjálendingar, sem komiði hafa og kynint sér þessi mál, öfunda okkur af því skipulagi, sem hér er í frystum fiski. Þá má nefna að Norðmenn hafa und- anfarið búið við svipað fyrir- komulag og við, þ. e. í aðal- atriðum tveir útflytjendur, en nú standa þar yfir miklar deilur um þetta, og eru há- værar raddir um, sérstaklega meðal útgerðar- og sjómanna, þ. e. Raafisklaget, að einungis verði einn útflýtjandi á fryst- um vörum. Það er með þetta eins og fleira, að eitt vill rekast á annars horn, því að á sama tíma og jafnvel sömu menn telja til bóta að auka sam- keppni í útflutningi á frystum vörum, þá er jafnframt hneykslazt á, að S.H. og Sjáv- arafurðadeild S.Í.S. skuli ekki hafa sameiginlega einokunar- sölu á tilteknum mörkuðum. F.V.: — Með hverjum hætti er fyrirtækið Coldwater i Bandaríkjunum hyggt upp og hvernig er starfsemi bess hátt- að? Eyjólfur: — Coldwater Sea- food Corporation er hlutafélag, sem starfar samkvæmt banda- rískum lögum. Allt hlutafé fé- lagsins er eign S.H. Stjórnar- menn eru 10, en einn af þeim er lögfræðingur félagsins, FV 10 1974 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.