Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 53
verið við einkanám í músík, þau tvö eldri í píanótímum en yngri dóttirin hefur verið við almennari tónmenntun. Auðvelt er um alla aðdrætti í Bangkok og verðlag á nauð- synjavörum má teljast 'hag- stætt miðað við það sem gerist á Vesturlöndum ef undan er skilinn innfluttur varningur, sem er mjög dýr. Mjög góð baðströnd er í tveggja tíma aksturs fjarlægð frá Bangkok, þar sem við höfum stundum leigt okkur lítið hús við sjó- inn til nokkurra daga dvalar. Við höfum einnig ferðazt tölu- vert út frá Bangkok. Við fór- um t. d. í ferðalag til Penang í Malasíu og Singapore um síðustu jól. Nokkrir aðrir ís- lendingar höfðu mælt sér mót til jólahalds og vorum við þar 17 talsins á aðfangadagskvöld á heimili Birgis Hermannsson- ar og konu hans, sem þar hafa dvalizt um nokkurn tíma en Birgir hefur fengizt við kennslu í fiskveiðum. Okkur þótti það nokkrum tíðindum sæta, að fyrri hluta dags að- fangadags vorum við ásamt öðrum íslendingum að sóla okkur á baðströndum Penangs, sem eru mjög fallegar, og snæddum þar meðal annars kínverskan hádegismat á sund- fötum einum saman. í maí s. 1. fór svo fjölskyld- an öll til nokkurra daga dval- ar til Vientiane í Laos, þar sem kunningjar okkar starfa á vegum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Við notuðum einnig tækifærið þegar við lögðum upp í fríið, að skoða okkur að- eins um í Suður-Víetnam og flugum til hálendis S.-Víetnam þar sem er mjög fallegt um að litast. Um lífið í Bangkok er það að segja að borgin er ein hin þróaðasta í Asíu og hefur upp á flest það að bjóða, sem vest- rænar borgir hafa. T. d. eru þar fyrsta flokks hótel og veit- ingastaðir, mörg kvikmynda- hús, sem sýna nýjustu vest- rænar kvikmyndir, og auðvelt er um alls konar þjónustu. Þess má einnig geta að í Bang- kok má fá beztu skartgripi, sem gefast í Asíu, og er verð- lag slíkra hluta þar mjög hag- stætt miðað við það sem tíðk- ast í Evrópu og í Bandaríkjun- um. Það hefur verið mikið um Islendinga sem hafa komið við í Bangkok á þeim tíma sem við höfum búið þar. Þeir hafa haft samband og höfum við haft mikla ánægju að taka á móti þeim og leiðbeina þeim við ferðalög í Bangkok og inn- kaup. Einkum eru það skart- gripirnir sem kvenfólkið hrífst mest af í Bangkok sagði Gunnar Tómasson að lokum. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Eina íþróttablað landsins. Fjaítar um íþróttir og átilíf. Áskriftasímar 82300 — 82302 FV 10 1974 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.