Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 17
Samiíðarmaðar
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson:
„Lækkandi verð og sölutregða
einkenna markaðscístandið'’
IVlinnkandi eftirspurn vegna erfiðs efnahagsástands meginástæðan.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna, hóf störf í þágu þess fyrir-
tækis haustið 1948, þá nýkominn frá námi við verzlunarháskólann í Kaupmannahöfn. Sölumið-
stöðin hafði verið stofnuð sex árum áður vegna ágreinings 'um fisksölumál, sem þá voru í hönd-
um opinberra aðila, og hófu frystihúsaeigendur þá sjálfir markaðsöflun fyrir afurðir sínar, m. a.
í Bandaríkjunum, þar sem fyrirtæki S.H., Coldwater Scafood Corporation, starfrækir nú eigin
verksmiðju. Það hafa skipzt á skin og skúrir fyrir þessa höfuðútflutningsgrein okkar íslendinga
og í eftirfarandi viðtali við Eyjólf ísfeld verður ítarlega fjallað um stöðuna og horfur á erlendum
mörkuðum.
F.V.: — Nýverið var hafnað
drögum að samkomulagi við
V.-Þjóðverja um fiskveiðirétt-
indi innan 50 mílna. Teljið
þér, að samkomulag við Þjóð-
verja og þá um leið tollalækk-
anir á íslenzkum sjávarafurð-
um hjá EBE hefðu getað bjarg-
að einhverju að ráði varðandi
fisksölu okkar miðað við á-
stand annarra markaða eins
og það er nú?
Eyjólfur: — Ég tel ekki, að
samkomulag við V.-Þjóðverja
í fiskveiðideilunni breyti í
fljótu bragði neinu verulega
um sölur á framleiðslu okkar
á frystum sjávarafurðum.
í fyrsta lagi ber að hafa í
huga, að við getum boðið
vöruna á samkeppnisfæru
verði frá sjónarmiði kaupanda
og tekið sjálfir á okkur toll-
inn, en á það hefur lítið
reynt, því verulegt offramboð
hefur verið, sérstaklega vegna
minnkandi neyzlu, en sem
dæmi um það má nefna, að
fyrir skömmu vissi ég til, að
Danir höfðu geymt 1500 tonn
af þorskblokk fyrir V.-Þjóð-
verja i nokkra mánuði, sem
kaupendur höfðu greitt, en
gátu ekki tekið við. í V.-
Þýzkalandi eru nú 40 þúsund
tonn í birgðum af frystum
fiski, og Þjóðverjar bjóða okk-
ur nú fiskblokkir fyrir verk-
smiðjuna í U.S.A., annað hvort
af birgðum, sem þeir eiga eða
blokkir framleiddar sérstak-
lega í þessu skyni og verð á
að vera mjög hagstætt, þ. e.
undir þeim verðum, sem talin
eru markaðsverð.
í öðru lagi verður að taka
tillit til, að ekki er hægt að
E.yjólfur: „Þegar okkur lekst að ýta Þjóðverjum úr Jandhelginni
minnkar þeirra eigið fiskframboð. Hvað er eðlilegra en að
við fyllum það skarð?“
FV 10 1974
17