Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 42

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 42
Bókin ICELAND er gefin út í tilefni 1 1 alda byggðar á Islandi. Þessi bók er tví- mælalaust ein sú fegursta og bezt gerða bók, sem Almenna bókafélagið Kefur nokkru sinni gefiS út um Island. Bókin ICELAND er gefin út á ensku og þýzku, og fjallar eins og nafmS bendir til um ísland, náttúru þess og þjóSlíf aS fornu og nýju. Bókin er 224 bls. að stœrð í stóru broti og þar aí eru, auk uppdrátta og landabréfa, 100 heilsíður af litmyndum teknar af þeim Franz-Karl von Linden og Helfried Weyer, sem hafa á fáum árum getið sér frœgð víðsvegar um lönd fyrír afburðasnjallar myndabœkur um landslag og þjóðlíf í mörgum heimsálfum. Auk myndanna hefur bókin að geyma alls 9 rit- gerðir um ísland eftir 8 sérfróða úrvalshöíunda. Þar af eru tveir íslenzkir, en þeir eru forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, sem ritar um sögu íslands og þjóð- háttu til forna, og fyrrv. menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem ritar um íslenzku þjóðina og vandamál hennar í heimi nútímans. Aðrar ritgerðir ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ AUSTURSTRÆTI 18 - P.O. BOX 9 - REYKJAVÍK fjalla um náttúrufar íslands og menningarsnið (G. Oberbeck), um landfraeðilega byggingu íslands og þróun hennar (M. Schwarzbach), um fuglalíf (H. Englander), um efnahagsmál (O. Dreyer-Eimbcke), um tilurð Surtseyjar (F.-K. von Linden) og um land- nám lífs á eynni (G. H. Schwabe). Ennfremur ritar von Linden áhrifamikla frásögn um gosið í Heima- ey. Enn má þess geta, að öllum myndum fylgja skýringargreinar og að bókarlokum segir H. Weyer frá reynslu sinni og aðferðum við myndatökur. Bókin er prentuð í Sviss hjá hinu kunna fyrirtœki Kúmmerly & Frey, sem einkum hefur getið sér mik- ið orð fyrir snilli sína við gerð hinna vandasöm- ustu verka, sem og ýmissa frœgra landfrœðirita. 42 FV 10 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.