Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 37

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 37
Fáskrúðsf jörður: Atvinnulífið byggist um of á einum skuttogara Rætt við Albert Kemp, hreppsnefndarmann „Það má segja að skuttogar- inn okkar haldi uppi atvinnu- lífinu í plássinu og rekstri frystihússins, sem sést bezt af því þegar hann fór í eina sölu- ferð út í haust, varð atvinnu- leysi á staðnum,“ sagði Albert Kenip, einn hreppsnefndar- manna á Fáskrúðsfirði, í við- tali við F.V. Albert sagði að það væri ekki gott, að allt stæði og félli með einu skipi, annar skuttogari til viðbótar væri góð trygging, og reyndar er einn útgerðarmaður á staðnum nú að leita fyrir sér um kaup á öðrum skuttogara, sem jafn- framt yrði nótaskip. TVÖ FRYSTIHÚS. Þrir stórir bátar eru gerðir út frá Fáskrúðsfirði, en auk togarans og þeirra, eru gerðir þaðan út tíu 10-15 lesta bátar. Veiðar ganga þó erfiðlega hjá þeim vegna fiskleysis, sem verður tilfinnanlegra með hverju árinu sem líður, að sögn Alberts og þurfa bátarnir því að sækja æ lengra. Tvö frystihús eru á staðnum, annað nýbyggt, að mestu í eigu kaupfélagsins, og verður það hið fullkomnasta, þegar frá- Albert Kemp, hreppsnefndarmaður á Fá- skrúðsfirði. gangi verður lokið. Hitt, Pólar- síld hf. er lokað um þessar mundir, þar sem verið er að gera á því gagngerar endur- bætur en smærri bátarnir og einn þeirra stóru hafa lagt þar upp. KOMA UPP DRÁTTAR- BRAUT. Fáskrúðsfirðingar einblína þó ekki á fiskinn, heldur leggja áherzlu á að reyna að skapa fjölbreytni í atvinnulíf- inu til þess m. a. að þeir, sem ekki vilja vinna við fisk og veiðar, þurfi ekki að flytja frá staðnum. Nú hafa t. d. sveitar- félagið, kaupfélagið og eigend- ur Trésmiðju Austurlands tek- ið sig saman um að byggja það fyrirtæki upp, og verður á næstunni komið upp fullkom- inni dráttarbraut í tengslum við fyrirtækið. Þar eiga 40 til 50 manns að geta fengið vinnu. Af framkvæmdum sveitarfé- lagsins nú má nefna byggingu nýs skólahúss og þátttöku í byggingu fjölbýlishúss. Lögð er áhersla á að geta haldið á- fram varanlegri gatnagerð, en Albert sagði að það væri ó- framkvæmanlegt nema með einhverri aðstoð ríkisins. Hann sagðá fjárhag sveitarfélagsins slæman, og væri þetta sveitar- félag ekki einsdæmi um það, eftir miklar framfarir og bjartsýni undanfarinna ára. Erfiðleikar ríkisbússins í heild þýddi líka erfiðleika einstakra sveitarfélaga. IVIár Hallgrímsson, útibússtjóri: Bankastarfsemi lífs- spursmál í dreifbýli „Bankastarfsemi á stað sem þessum, er alveg lífsspursmál fyrir staðinn, enda ótækt að einstaklingar og fyrirtæki þurfi að leita langan veg, í vafasömum veðrum og erfiðri færð til þess eins að fá nauðsynlegustu fyrirgreiðslu í peningastofnun,“ sagði Már Hallgrímsson, útibússtjóri Landsbanka íslands á Fáskrúðsfirði, í viðtali við FV. Útibúið hefur verið starf- rækt síðan í vor, en áður var starfandi Sparisjóður Fá- skrúðsfjarðar þar á staðnum, stofnaður 1922, en hann sam- einaðist útibúi Landsbankans. Már var sparisjóðsstjóri síð- ustu fimm starfsár sjóðsins. Hann sagði að starfsemi sparisjóðsins hefði gengið vel, en þar sem hún var eingöngu byggð á innlánum einstaklinga í nágrenninu, hafði hann ekki nægilegt bolmagn til að sinna stórverkefnum, eins og Landsbankinn getur gert, held- ur aðeins þörfum ein- staklinganna. FV 10 1974 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.