Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 25
Tekst að gera frystihúsið að þægilegum vinn'ustað, sem hafi í fullu tré við aðrar starfsgreinar í samkeppni um vinnu- kraftinn? taka „toppa“ í framleiðslu, þar sem óhagstætt er að hvert frystihús sjái fyrir þeim í sín- um geymslum, og þá einkum með tilliti til loðnuvertíðar, þegar mikið magn er fryst á skömmum tíma. Auk þess er loðnan ekki notuð á markaðn- um á sama tíma og fram- leiðslan á sér stað, heldur þarf að geyma hana í Japan mánuðum saman og þá auðvit- að gegn gjaldi. Frá gjaldeyr- issjónarmiði þjónar frysti- geymsla því sama hlutverki og frekari vinnsla vörunnar hér á landi. Nú standa yfir samn- ingar við Reykjavikurhöfn um þetta mál, en ef í þessar framkvæmdir yrði ráðizt, næmi fjárfestingin um 600 milljónum. F.V.: — Sölumiðstöðin er oft gagnrýnd fyrir of mikil umsvif, eins og t. d. skipaút- gerð, öskjuframleiðslu o. fl. Finnst yður þess konar gagn- rýni ósanngjörn? Eyjólfur: — Það er alveg rétt, að S.H. hefur oft verið gagnrýnd fyrir að beita sér fyrir að styðja að stofnun slíkra fyrirtækja, og því mjög gott að fá tækifæri til að skýra þetta. Svarið er jafn ein- falt og það er augljóst. Farmgjöld og umbúðir eru þriðji og fjórðu hæstu liðirnir í kostnaði frystihúsanna á eftir hráefni og vinnulaunum. Það er útilokað, að S.H. geti látið svo mikla hagsmuni í rekstri frystihúsanna afskiptalausa og tekið þegjandi við því, sem að þeim er rétt af hendi ein- okunaraðila í verði þessarar þjónustu. í Bandaríkjunum getur Coldwater leitað til margra aðila við dreifingu fisksins um landið og margra verksmiðja í umbúðakaupum. í Noregi get- ur Frionor, sem er áþekkt fyr- irtæki þar eins og S.H. hér, sömuleiðis snúið sér til ým- issa fyrirtækja í þessu sam- bandi. Ef til vill kann einhver að segja, að erlend samkeppni geti veitt aðhald. Það getur þó ekki í raun orðið, nema að, nafninu til af ýmsum ástæð- um. Til dæmis hafa oft verið hömlur á að leigja erlend skip, annað hvort með synj- un gjaldeyris til leigugreiðslu eða hreinlega bann stjórn- valda, eftir efnahagsástandi á hverjum tíma. Þá ber að taka tillit til, að S.H. þarf að tryggja flutninga á fram- leiðslunni með samningum til a. m. k. eins árs, en get- ur ekki treyst á að taka eitt og eitt skip í einu, auk þess sem mun hagstæðari samning- ar nást fyrir lengri tíma og meira magn. Þetta er nær úti- lokað að gera á erlendum markaði nema frá langtíma- sjónarmiði. Að því er umbúðir varðar, þá búa þær við mikla fjar- lægðavernd, þar sem flutn- ingsgjöld eru miklu lægri fyr- ir hráefnið en fullunnu vör- una, auk þess sem erlend inn- kaup krefðust miklu meira geymslurýmis hér og fjárbind- ingar. Tvær umbúðaverksmiðj- ur hafa nú starfað í nokkur ár og virðast báðar hafa næg verkefni. Umbúðamiðstöðin tók til starfa á' alveg réttum tíma, þar sem sala okkar í neytendaumbúðum jókst ein- mitt þá í Bandaríkjunum og hefðu raunar orðið vandræði að fá nægilegt magn af öskj- um á þeim tíma, ef þessi fram- leiðsla Umbúðamiðstöðvarinn- ar hefði ekki komið til. F.V.: — Að Iokum væri ekki úr vegi að spyrja um frysti- húsin sem vinnustað og hvað hugsanlegt sé að gera til að laða að þeim góðan og hæfan innlendan starfskraft. Teljið þér, að við munum þurfa að treysta á erlent vinn'uafl eins og sumir nágrannar okkar gera í óþrifalegri a.tvinnugrein- um og tiltölulega lágt launuð- um? Eyjólfur: — Við eigum alls ekki að treysta á erlent vinnu- afl. Hinu er ekki að leyna, að víða er mikill skortur á fólki, sérstaklega eftir að skuttogar- arnir komu. Frystihúsin hafa getað veitt tryggingu fyrir stöðugri vinnu og þess vegna hefur fengizt fólk erlendis frá til að taka að sér störf hér um stundarsakir. Ég geri mér vonir um, að þær gagngeru endurbætur, sem gerðar hafa verið á ýms- um frystihúsunum og fyrir- hugaðar eru á öðrum, leiði til þess, að vinnan í þeim þyki eftirsóknarverð og fólk kunni vel þeirri gjörbreyttu vinnu- aðstöðu, sem með þessu skap- ast. Eins og menn muna voru þessar endurbætur hafnar vegna áforma um nýja og stranga löggjöf um matvæla- framleiðslu og eftirlit í Banda- ríkjunum. Víða í frystihús- unum var aðstaða hvergi full- nægjandi til matvælafram- leiðslu né heldur fyrir starfs- fólkið. Nú eru allar horfur á, að þessi nýja löggjöf verði alls ekki samþykkt. Eg tel þó ekki, að menn hér heima muni slaka neitt á í endurbótastarfinu, þó að tafir kunni að verða um sinn vegna fjárskorts. Ég býst við, að allt kapp verði lagt á að laga húsin að ströngustu kröfum og gera þau þá um leið að aðlaðandi vinnustað, fyrir innlent starfslið. FV 10 1974 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.