Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 5
i siutm máli § Erfiðleikar við rafknúna bila Flest áform um framleiöslu rafknú- inna bifreiða hafa dottið upp fyrir. Einna erfiðast virðist að tryggja nægilega hleðslu við hagkvæmu veröi og rými. Með merkilegri tilraunum má telja Watkar 1 Amsterdam. Þar eru bifreið- arnar reknar í samvinnufélagsformi. Þeim er dreift um borgina og hver bíll er skilinn eftir til hleðslu að lokn- um akstri, svo að næsti ökumaður geti gengið að honum fullhlöðnum. í Bretlandi er verið að taka í notk- un strætisvagna, sem ganga fyrir rafmagni 1 mesta þéttbýlinu, en raf- magnið framleiöa þeir sjálfir með eigin vélarafli, þegar þeir eru látnir ganga fyrir benzíni eða olíu úti á þjóðvegum. 9 Eggjahvita úr hænsnafiðri í Svíþjóð er verið að koma upp verksmiðju, sem á að slá tvær flugur í einu höggi, minnka mengun með því að eyða hænsnafiðri, en fram- leiða úr því eggjahvítuefni í leiðinni. § SAS skilar dágóðum arði Þrátt fyrir slæman hag flestra flug- félaga á alþjóðaflugleiðum, kemur SAS út með nettó ágóða á sl. rekstr- arári, sem nemur 95 millj. norskra króna, en uppgjörið er miðað við lok- septembermánaðar. Er þessi árangur skýrður með skynsamlegri endurnýj- un flotans og vélakaupum. Eins og menn rekur minni til lenti SAS í mikilli fjárhagskreppu um 1960, þeg- ar fyrri endurnýjunarhrota reið yfir. 9 Vöruflug eykst hraðar en farþegaflug Allt útlit virðist fyrir, að vöruflug haldi áfram að aukast hraöar en far- þegaflug. í Bandaríkjunum hafa risa- þotur verið reknar aö undanförnu í vöruflugi með góðum árangri. Einn- ig er í athugun smíði sérhannaðra risavöruþota, þar sem rými nýttist betur en í umbreyttum farþegavélum. 9 ÍVorðmenn hreinsa loftið Talið er, að málmblendiverksmiðj- ur í Noregi valdi um 2/3 af allri iðn- aöarmengun þar í landi. Komið hef- ur fram tillaga um, að verksmiðjurn- ar hi’einsi loftið á næstu 6 árum. Kostnaöurinn er áætlaður um 400 millj. norskra króna. 9 Sænska ríkið kaupir hlut í Volvo Hinn sameiginlegi lífeyrissjóður allra Svía hefur keypt hlutabréf í Volvo fyrir 100 millj. sænskra ki’óna. Enda þótt fyrirtækið sé vel gjald- hæft, stendur yfir útfærsla og fjár- festing, sem krefst mikils lánsfjár. Aukning hlutafjárins er talin for- senda fyrir aukinni lánafyrirgreiðslu á almennum markaöi. Sænska ríkið veröur með þessum kaupum stærsti hluthafinn í fyrirtækinu með u. þ. b. 4,5% hlutafjár. 9 IVfinni eftirspurn eftir „toppmönnum” Evrópsk og bandarísk fyrirtæki, sem hafa milligöngu um útvegun manna í toppstöður hjá fyrirtækjum, segja, að eftirspurn á þessu sviði hafi minnkað frá fyrri árum. Ástæö- unnar er eflaust aö leita að ein- hverju leyti í þeim samdrætti at- vinnulífsins, sem nú á sér stað víða um heim. 9 Deilur um kol frá Suður-Afriku Námumenn í Bandaríkjunum vilja banna innflutning á kolum frá Suö- ur-Afríku, en mikil eftirspurn er nú eftir kolum með litlu brennslusteins- innihaldi. Gera má ráð fyrir, að Bandaríkin vilji verða sjálfum sér nóg að þessu leyti, þegar fram í sæk- ir, en eins og er, virðist erfitt að mæta eftirspurn með innlendri fram- leiðslu eingöngu. Miklar deilur eru vestra að öðru leyti um frambúð- ai’stefnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.