Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 23
sem er bandarískur ríkisborg-
ari. Fimm stjórnarmanna eru
eigendur frystihúsa, en fjórir
starfsmenn félaganna.
Félagið kaupir neytenda-
pakkningar okkar á verðum,
sem miðast við söluverð þeirra
á hverjum tima, en með fyr-
irfram ákveðnum frádrætti
sem sölulaun. Félagið kaupir
blokkir af okkur á markaðs-
verðum og vinnur þær í eigin
verksmiðju. Ennfremur kemur
fyrir, að félagið selur okkar
blokkir til annarra verksmiðja
í Bandaríkjunum, en þá yfir-
leitt án söluhagnaðar, en með
áföllnum kostnaði. Tekjur fé-
lagsins eru því fyrrgreind sölu-
laun af flakapakkningum og
söluandvirði verksmiðjufram-
leiðslunnar.
Heildarvelta félagsins hefur
yfirleitt farið hækkandi ár
frá ári, og nam á s.l. ári tæp-
um 100 milljónum punda (45
þúsund tonn) og 8.500 millj.
kr. á núverandi gengi. Senni-
lega verður velta á þessu ári
nálægt 10 milljörðum.
F.V.: — Teljið þér tímabært
að hefja undirbúning að
verksmiðjurekstri með svipuð-
um hætti austan hafs, á svæði
E.B.E.?
Eyjólfur: — Ég tel, að slík-
ar áætlanir séu ekki tímabær-
ar, fyrr en séð er fyrir um
úrslit landhelgismálsins og
hver verður þróun tollamála
gagnvart okkar fiskafurðum í
löndum Efna'hagsbandalagsins.
Þegar til slíkrar starfsemi
kemur, verður einnig mjög til
athugunar, hvort fært yrði að
byggja verksmiðju hér eða
hvort hún yrði betur staðsett
í einhverju markaðslandanna.
F.V.: — Hverium augum
lítið b«r á viðskinti okkar við
Sovétríkin osr önnur lönd A.-
Evrónu. Teljið bér, að bar séu
fyrir hendi möguleikar á aukn-
um viðskintum umfram það,
sem nú gerist?
Eviólfur: — Eins og áður er
komið fram, tel ég að við-
skipti okkar við A.Evrónu, en
þar hefur aðallega verið um
að ræða sölur til Rússlands og
Tékkóslóvakíu, hafi verið okk-
ur yfirleitt mjög hagstæð. Ég
tel ekki að þessi viðskipti geti
orðið okkur hagstæðari al-
mennt séð en þau hafa verið
hingað til nema að því leyti,
að við aukningu og endurnýj-
un togaraflota okkar ásamt út-
færslu landhelginnar og þar
með væntanlega vaxandi hlut-
deild í því fiskmagni, sem
veiðist hér við land, þá mun-
um við heldur hafa áhuga á
að auka þessi viðskipti en að
draga úr þeim.
F.V.: — Kemur til álita að
hefja vinnslu og útflutning á
fisktegundum, sem ekki hafa
verið settar í frystingu fyrr?
Eyjólfur: — Það eru alltaf
að koma fram nýir möguleik-
ar. Veiðitækni, vinnslutækni
og markaðsaðstæður eru sí-
fellt að breytast, þannig að sá
möguleiki, sem ekki var fyrir
hendi í gær, getur orðið raun-
Auglýsingaspjald og umbúðir
um fisk frá S. H.
hæfur á morgun. Á þessari
stundu sé ég þó ekki neitt sér-
stakt, sem ég vildi nefna
framar öðru í þessu efni.
F.V.: — Er S.H. eða fyrir-
tæki hennar með einhverjar á-
ætlanir um nýjar fram-
kvæmdir á döfinni?
Eyjólfur; — Skammt er nú
síðan lokið var við að tvö-
falda byggingar verksmiðjunn-
ar í Cambridge í Maryland og
í framhaldi af því hefur orðið
veruleg fjárfesting í vinnslu-
vélum.
Á sl. ári stofnaði S.H. sölu-
fyrirtæki í Japan, sem helm-
ings eignaraðili á móti jap-
önsku fyrirtæki. Ekki er þar
um neina fjárfestingu að
ræða nema þá sem beint leiðir
af sölustarfseminni. Þar starf-
ar nú einn íslendingur, Guð-
mundur Karlsson, sem er ann-
ar af tveimur framkvæmda-
stjórum fyrirtækisins.
Coldwater hefur nýlega
fest kaup á lóð ásamt bryggju
við höfnina í Boston í U.S.A.
Fyrirhugað er að þar rísi
frystigeymsla, en ekki er enn
endanlega ákveðið hvenær
framkvæmdir hefjast.
S.H. hefur undanfarin tvö
ár haft hug á að reisa hér
frystigeymslu, en sú fram-
kvæmd hefur strandað á að
ekki hefur fengizt heppileg lóð
við höfn. Oft er hneykslazt á,
að fiskvinnslustöðvar skuli
ekki byggðar á hafnarbakka,
en slík aðstaða er því miður
oft illfáanleg. Þessi geymsla
var sérstaklega ætluð til að
FV 10 1974
23