Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 49

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 49
greiðslujöfnuði. Lagalega séð er það aðalhlutverk sjóðsins að draga úr og koma í veg fyrir ýmis höft á gjaldeyris- og verzlunarviðskiptum, sem mjög skertu möguleika al- þjóðaverzlunar og viðskipta á árunum fyrir stríð. Þar sem búast mátti við, að hin ýmsu lönd myndu af og til lenda í greiðsluj af naðarerf iðleikum, var það hlutverk sjóðsins að veita fjárhagsaðstoð gegn á- kveðnum skilyrðum þannig að aðildarríkin kæmust hjá inn- leiðslu gjaldeyrishafta til að mæta tímabundnum erfiðleik- um. Til að gegna þessu hlut- verki sínu var sjóðnum lagt til ákveoið fjármagn af aðildar- ríkjum, þannig að hann hef- ur nú yfir að ráða um 30 milljörðum dollara í gulii og gjaldmiðlum hinna einstöku aðildarrikja. Þar að auki get- ur sjóðurinn tekið lán hjá að- ildarríkjum sínum og einnig hefur það komið til á siðustu árum, að sjóðurinn hefur gef- ið út sinn eigin gjaldmiðil, sem kallast sérstök yfirdráttarheim- ild (special drawing rights). Að öllum jafnaði eru lán sjóðsins aðeins til fimm ára en nú hefur nýlega verið kom- ið á sérstakri fyrirgreiðslu vegna hækkunar olíuverðs og er gert ráð fyrir að lán þau, sem þar komi til, verði veitt til sjö ára. Þriðji meginþáttur í starf- semi sjóðsins er ýmisleg tækni- aðstoð við stjórnvöld meðlima- ríkja, er þess óska. Hér er um að ræða hina margbreytileg- ustu aðstoð sérfræðinga, sem eru til ráðgjafar um lengri eða skemmri tíma á flestum svið- um efnahagsmála. F.V.: — Hvert er samband á milli starfsemi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabank- ans? Gunnar. — Eins og að fram- an getur eru lán Alþjóðagjald- eyrissjóðsins ætluð til að mæta tímabundnum erfiðleikum í greiðslujöfnuði meðlimaríkja. Hins vegar var Alþjóðabank- anum, sem er systurstofnun sjóðsins, ætlað að veita lán til langs tíma til framkvæmda í aðildarríkjum bankans. Þess má geta, að þau ríki ein fá aðgang að bankanum, sem áð- ur hafa gerzt meðlimir Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. í reynd er um nána samvinnu að ræða milli stjórna og starfs- liðs þessara tveggja stofnana. Stundum eru farnar sameigin- legar ferðir til viðræðna við stjórnvöld í ákveðnum löndum og starfsmenn stofnananna í Washington skiptast reglulega á upplýsingum um þróun mála í hinum ýmsu aðildarríkjum. F.V.: — í hverju hafa störf þín hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum aðallega verið fólg- in? Gunnar: — Ég hef starfað hjá Asíudeild sjóðsins frá upphafi og hef einkum feng- izt við málefni landa Suðaust- ur-Asíu, bæði Indónesíu og landanna í Indó-Kína. Starfið hefur verið innan þess ramma, sem að ofan var getið um starfsemi sjóðsins almennt. Meðal annars hef ég þrisvar sinnum verið sendur til dval- ar í Asíulöndum til ráðgjafa- starfsemi um efnahagsmál fyr- ir hlutaðeigandi stjórnvöld. Fyrst var ég um 18 mánaða skeið í Indónesíu á árunum 1968 og 1969 sem aðstoðarmað- ur efnahagsráðgjafa sjóðsins í Djakarta. Eins og kunnugt er var efnahagur Indónesa í rúst við valdamissi Súkarnos for- seta í lok ársins 1965. 1966 hófst heildarviðreisn í efna- hagslífinu og er almennt álitið, að árangur sá, sem náðist á næstu þi'emur árum, sé einn mikilvægasti sem unnizt hefur í efnahagsviðreisn þróunar- landa. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hafði mjög náið samband við stjórnendur efnahagsmála í Indónesíu á þessum árum og var það samband bæði í formi ráðgjafastarfsemi og fjárhags- stuðnings. Er það mat margra, að í Indónesíu hafi Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn lagt mikil- vægan skerf til endurreisnar hagkerfisins. Eftir að ófriður brauzt út í Kambodíu snemma árs 1971 var brátt við mikla efnahags- örðugleika að etja. Ríkisstjórn landsins sneri sér til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins með beiðni um tæknilega aðstoð í mótun og framkvæmd efnahagsmála. Var ég í því sambandi sendur til eins árs dvalar í landinu í maí 1971. Þó að ýmislegt hafi áunnizt hefur styrjaldarrekst- urinn nú gjöreyðilagt efnahags- líf Kambodíu og vænti ég ekki neinna bóta þar á fyrr en dregur úr hernaðarátökum. Þriðja för mín erlendis hef- ur verið í Suður-Vietnam, þar sem ég hef dvalizt síðan í júlí 1973. Forsaga þess máls er, að í apríl 1973 fór forseti S.-Vietnam þess á leit við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn að starfsmaður hans yrði sendur til dvalar í Vietnam til að- stoðar ríkisstjórninni við mót- un efnahagsstefnu, sem stuðla myndi að efnahagslegum fram- förum á því friðartímibili er menn væntu þá að fylgja myndi í kjölfar friðarsamning- anna svokölluðu í París snemma árs 1973. Þær vonir, sem bundnar voru við friðar- sáttmálann hafa brugðizt að mestu og hefur stríðsrekstur beggja aðiia haldið áfram ör- lítið breyttur. Er því augljóst að enn verði bið á því fyrir stjórnvöld Suður-Víetnam að snúa sér að þeirri uppbygg- ingu og endurreisn sem óhjá- kvæmilega hlýtur að verða eftir þriggja áratuga stríðs- rekstur. Horfur eru núna slæmar í efnahagsmálum Suð- ur-Víetnam og segir mér hug- ur, að við verulega viðbótar- örðugleika verði að etja í ná- inni framtíð. Daglegt starf mitt í Saigon er unnið í nánum tengslum við ráðherra þá sem með efna- hagsmál og fjármál fjalla, svo og við bankastjóra seðlabank- ans. Eins og áður er getið eru helztu viðfangsefnin aðstoð við mótun og framkvæmd fjárlaga og fjármálastjórn al- mennt svo og við fyrirkomu- lag og stjórn utanríkisvið- skipta og gjaldeyrismála. F.V.: — HvaS er að segrja. af fjölskyldu þinni opt hvernig hefur það verið fyrir fjöl- skylduna að standa í sífelld- um flutningum milli heims- álfa? Gunnar: — Konan mín er Guðrún Ó. Jónsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík, en börnin eru þrjú, Ragnheiður 13 ára, Sverrir 9 ára og Guð- rún Ólafía 6 ára. Fjölskyldan hefur ætíð fylgt mér, þegar ég hef verið sendur til dvalar í Asíulöndum. í Indónesíu bjuggum við í höfuðborginni Djakarta en hins vegar hefur fjölskylda mín búið í Bang- kok í Thailandi á meðan ég hef verið við störf í Kambódíu og Suður-Víetnam. í báðumtil- fellum 'hef ég ferðazt á milli Bangkok og Phnon Penh og Saigon í viku hverri þannig að ég hef eytt helgum með FV 10 1974 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.