Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 7
Mörgum kaupsýlu-
manninum hefur orðið
tíðrætt um fyrirkomulag
sumra viðskipta við A-
Evrópulöndin síðustu
vikur. Tilefnið er sjálf-
sagt samkomulag við
Sovétmenn um viðskipta-
mál, m. a. kaup þeirra á
loðmimjöli frá íslandi.
Það þykja nefnilega í
hæsta máta einkennileg-
ir viðskiptahættir, þegar
ríkisfyrirtækin austan
járntjalds setja skilyrði
um það, hvaða íslenzkir
milliliðir skuli selja
þeim. Þetta er engin ný
bóla og yfirleitt eru það
tryggir bisness-kommar,
sem þessari verzlun er
beint til.
Hoppi menn hins veg-
ar út af Moskvu-línunni
mega þeir vara sig.
Þannig var einum ýtt út
í kuldann, af því að hann
lét í ljós andúð á innrás-
inni í Tékkóslóvakíu um
árið.
Menn spyrja nú, hvort
þetta fyrirkomulag sé
fyrst og fremst til að
tryggja fjárstreymi til
flokksstarfseminnar á Is-
landi, í formi sölulauna
fyrir íslenzkar afurðir?
Nokkur óvissa ríkir
um endurnýjun ramma-
samnings um viðskipti
við Sovétríkin, sem á að
fara fram á næsta ári.
íslendingar eru stór-
skuldugir við Rússa og
vart er hægt að tala um
vöruskipti lengur. Rússar
munu hafa fengið greidd
hundruð milljóna í hörðr
um gjaldeyri síðustu
misseri, en hafa hækkað
yfirdráttarheimildina í
1600 milljónir, að því er
við höfum fregnað.
í síðustu viðræðum við,
Rússa, sem fram fóru í
Moskvu, munu þeir hafa
látið í ljós óskir um af-
nám vöruskipta og
greiðslur í dollurum í
staðinn. Óttast fiskfram-
leiðendur, að Rússar sýni
því lítinn áhuga að
kaupa íslenzkan fisk fyr-
ir dollara, ef vöruskiptin
verða felld niður.
Allmiklar breytingar á
skipan bankastjóraem-
bætta eru sagðar í aðsigi.
Koma þar við sögu
nokkrir flokksbræður Ól-
afs Jóhannessonar,
bankamálaráðherra. Tal-
ið er, að Jóhannes Elías-
son verði senn skipaður
bankastjóri í Seðlabank-
anum en að Kristinn
Finnbogason taki við
starfi Jóhannesar sem
bankastjóri Útvegsbank-
ans. Þá er og líklegt, að
Sveinn Tryggvason hjá
Framleiðsluráði landbún-
aðarins verði bankastjóri
Búnaðarbankans en ein-
hverjir fulltrúar bænda
hafa lagt áherzlu á, a.ð
maður tengdur landbún-
aðin'um verði settur í
þetta embætti nú.
Skuldir fyrirtækja í
sjávarútvegi hrannast
upp, vegna óskaplegra
erfiðleika í rekstri
þeirra. Þannig heyrðum
við nefnt dæmi fyrir
skömmu um fyrirtæki,
sem annast þjónustu við
sjávarútveginn. Það á nú
inni hjá viðskiptamönn-
um sínum upphæð sem
nemur um 700 þús. krón-
um á hvern starfsmann
fyrirtækisins.
Menn undrast þróun
húsnæðismála Vest-
mannaeyinga, sem fengu
inni í húsum Viðlaga-
sjóðs eftir gosið í Eyjum.
Heyrzt hafa dæmi um
barnmargar fjölskyldur,
sem ekki geta snúið til
Eyja og hafa ekki efni á
að festa ka'up á eða
leigja íbúðarhúsnæði enn
um sinn að minnsta
kosti. Fólkið hefur búið
í Viðlagasjóðshúsum en
hefur nú verið sagt upp
húsnæðinu, af því að
Viðlagasjóður ætlar að
selja það í sumar. Ef
þetta reynist rétt virðist
þessi sjóður algjörlega
bregðast hlutverki sínu
og þá er spurn: Hver á
að leysa vanda fólksins?
Ríkið, Vestmannaeyja-
kaupstaður eða önnur
sveitarfélög?
Landafræðikunnátta
Dags Þorleifssonar,
blaðamanns Þjóðviljans
og eins helzta andstæð-
ings Varins lands, hefur
vakið verðskuldaða at-
hygli eftir ágæta
frammistöðu hans í
spurningaþætti útvarps-
ins. Þeir, sem öðrum
fremur sjá hinar kóm-
ísku 'hliðar málanna,
benda á, að Dagur hafi
ungur hleypt heim-
draganum og farið víða
í boði NATO fyrr á ár-
um enda var hann einn
af stofnendum Varð-
bergs, félags ungra á-
hugamanna um vestræna
samvinnu, og ritari þess
um skeið.
FV 10 1974
7