Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 7
Mörgum kaupsýlu- manninum hefur orðið tíðrætt um fyrirkomulag sumra viðskipta við A- Evrópulöndin síðustu vikur. Tilefnið er sjálf- sagt samkomulag við Sovétmenn um viðskipta- mál, m. a. kaup þeirra á loðmimjöli frá íslandi. Það þykja nefnilega í hæsta máta einkennileg- ir viðskiptahættir, þegar ríkisfyrirtækin austan járntjalds setja skilyrði um það, hvaða íslenzkir milliliðir skuli selja þeim. Þetta er engin ný bóla og yfirleitt eru það tryggir bisness-kommar, sem þessari verzlun er beint til. Hoppi menn hins veg- ar út af Moskvu-línunni mega þeir vara sig. Þannig var einum ýtt út í kuldann, af því að hann lét í ljós andúð á innrás- inni í Tékkóslóvakíu um árið. Menn spyrja nú, hvort þetta fyrirkomulag sé fyrst og fremst til að tryggja fjárstreymi til flokksstarfseminnar á Is- landi, í formi sölulauna fyrir íslenzkar afurðir? Nokkur óvissa ríkir um endurnýjun ramma- samnings um viðskipti við Sovétríkin, sem á að fara fram á næsta ári. íslendingar eru stór- skuldugir við Rússa og vart er hægt að tala um vöruskipti lengur. Rússar munu hafa fengið greidd hundruð milljóna í hörðr um gjaldeyri síðustu misseri, en hafa hækkað yfirdráttarheimildina í 1600 milljónir, að því er við höfum fregnað. í síðustu viðræðum við, Rússa, sem fram fóru í Moskvu, munu þeir hafa látið í ljós óskir um af- nám vöruskipta og greiðslur í dollurum í staðinn. Óttast fiskfram- leiðendur, að Rússar sýni því lítinn áhuga að kaupa íslenzkan fisk fyr- ir dollara, ef vöruskiptin verða felld niður. Allmiklar breytingar á skipan bankastjóraem- bætta eru sagðar í aðsigi. Koma þar við sögu nokkrir flokksbræður Ól- afs Jóhannessonar, bankamálaráðherra. Tal- ið er, að Jóhannes Elías- son verði senn skipaður bankastjóri í Seðlabank- anum en að Kristinn Finnbogason taki við starfi Jóhannesar sem bankastjóri Útvegsbank- ans. Þá er og líklegt, að Sveinn Tryggvason hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins verði bankastjóri Búnaðarbankans en ein- hverjir fulltrúar bænda hafa lagt áherzlu á, a.ð maður tengdur landbún- aðin'um verði settur í þetta embætti nú. Skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi hrannast upp, vegna óskaplegra erfiðleika í rekstri þeirra. Þannig heyrðum við nefnt dæmi fyrir skömmu um fyrirtæki, sem annast þjónustu við sjávarútveginn. Það á nú inni hjá viðskiptamönn- um sínum upphæð sem nemur um 700 þús. krón- um á hvern starfsmann fyrirtækisins. Menn undrast þróun húsnæðismála Vest- mannaeyinga, sem fengu inni í húsum Viðlaga- sjóðs eftir gosið í Eyjum. Heyrzt hafa dæmi um barnmargar fjölskyldur, sem ekki geta snúið til Eyja og hafa ekki efni á að festa ka'up á eða leigja íbúðarhúsnæði enn um sinn að minnsta kosti. Fólkið hefur búið í Viðlagasjóðshúsum en hefur nú verið sagt upp húsnæðinu, af því að Viðlagasjóður ætlar að selja það í sumar. Ef þetta reynist rétt virðist þessi sjóður algjörlega bregðast hlutverki sínu og þá er spurn: Hver á að leysa vanda fólksins? Ríkið, Vestmannaeyja- kaupstaður eða önnur sveitarfélög? Landafræðikunnátta Dags Þorleifssonar, blaðamanns Þjóðviljans og eins helzta andstæð- ings Varins lands, hefur vakið verðskuldaða at- hygli eftir ágæta frammistöðu hans í spurningaþætti útvarps- ins. Þeir, sem öðrum fremur sjá hinar kóm- ísku 'hliðar málanna, benda á, að Dagur hafi ungur hleypt heim- draganum og farið víða í boði NATO fyrr á ár- um enda var hann einn af stofnendum Varð- bergs, félags ungra á- hugamanna um vestræna samvinnu, og ritari þess um skeið. FV 10 1974 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.