Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 5

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 5
i siutm máli § Erfiðleikar við rafknúna bila Flest áform um framleiöslu rafknú- inna bifreiða hafa dottið upp fyrir. Einna erfiðast virðist að tryggja nægilega hleðslu við hagkvæmu veröi og rými. Með merkilegri tilraunum má telja Watkar 1 Amsterdam. Þar eru bifreið- arnar reknar í samvinnufélagsformi. Þeim er dreift um borgina og hver bíll er skilinn eftir til hleðslu að lokn- um akstri, svo að næsti ökumaður geti gengið að honum fullhlöðnum. í Bretlandi er verið að taka í notk- un strætisvagna, sem ganga fyrir rafmagni 1 mesta þéttbýlinu, en raf- magnið framleiöa þeir sjálfir með eigin vélarafli, þegar þeir eru látnir ganga fyrir benzíni eða olíu úti á þjóðvegum. 9 Eggjahvita úr hænsnafiðri í Svíþjóð er verið að koma upp verksmiðju, sem á að slá tvær flugur í einu höggi, minnka mengun með því að eyða hænsnafiðri, en fram- leiða úr því eggjahvítuefni í leiðinni. § SAS skilar dágóðum arði Þrátt fyrir slæman hag flestra flug- félaga á alþjóðaflugleiðum, kemur SAS út með nettó ágóða á sl. rekstr- arári, sem nemur 95 millj. norskra króna, en uppgjörið er miðað við lok- septembermánaðar. Er þessi árangur skýrður með skynsamlegri endurnýj- un flotans og vélakaupum. Eins og menn rekur minni til lenti SAS í mikilli fjárhagskreppu um 1960, þeg- ar fyrri endurnýjunarhrota reið yfir. 9 Vöruflug eykst hraðar en farþegaflug Allt útlit virðist fyrir, að vöruflug haldi áfram að aukast hraöar en far- þegaflug. í Bandaríkjunum hafa risa- þotur verið reknar aö undanförnu í vöruflugi með góðum árangri. Einn- ig er í athugun smíði sérhannaðra risavöruþota, þar sem rými nýttist betur en í umbreyttum farþegavélum. 9 ÍVorðmenn hreinsa loftið Talið er, að málmblendiverksmiðj- ur í Noregi valdi um 2/3 af allri iðn- aöarmengun þar í landi. Komið hef- ur fram tillaga um, að verksmiðjurn- ar hi’einsi loftið á næstu 6 árum. Kostnaöurinn er áætlaður um 400 millj. norskra króna. 9 Sænska ríkið kaupir hlut í Volvo Hinn sameiginlegi lífeyrissjóður allra Svía hefur keypt hlutabréf í Volvo fyrir 100 millj. sænskra ki’óna. Enda þótt fyrirtækið sé vel gjald- hæft, stendur yfir útfærsla og fjár- festing, sem krefst mikils lánsfjár. Aukning hlutafjárins er talin for- senda fyrir aukinni lánafyrirgreiðslu á almennum markaöi. Sænska ríkið veröur með þessum kaupum stærsti hluthafinn í fyrirtækinu með u. þ. b. 4,5% hlutafjár. 9 IVfinni eftirspurn eftir „toppmönnum” Evrópsk og bandarísk fyrirtæki, sem hafa milligöngu um útvegun manna í toppstöður hjá fyrirtækjum, segja, að eftirspurn á þessu sviði hafi minnkað frá fyrri árum. Ástæö- unnar er eflaust aö leita að ein- hverju leyti í þeim samdrætti at- vinnulífsins, sem nú á sér stað víða um heim. 9 Deilur um kol frá Suður-Afriku Námumenn í Bandaríkjunum vilja banna innflutning á kolum frá Suö- ur-Afríku, en mikil eftirspurn er nú eftir kolum með litlu brennslusteins- innihaldi. Gera má ráð fyrir, að Bandaríkin vilji verða sjálfum sér nóg að þessu leyti, þegar fram í sæk- ir, en eins og er, virðist erfitt að mæta eftirspurn með innlendri fram- leiðslu eingöngu. Miklar deilur eru vestra að öðru leyti um frambúð- ai’stefnuna.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.