Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 37
Fáskrúðsf jörður: Atvinnulífið byggist um of á einum skuttogara Rætt við Albert Kemp, hreppsnefndarmann „Það má segja að skuttogar- inn okkar haldi uppi atvinnu- lífinu í plássinu og rekstri frystihússins, sem sést bezt af því þegar hann fór í eina sölu- ferð út í haust, varð atvinnu- leysi á staðnum,“ sagði Albert Kenip, einn hreppsnefndar- manna á Fáskrúðsfirði, í við- tali við F.V. Albert sagði að það væri ekki gott, að allt stæði og félli með einu skipi, annar skuttogari til viðbótar væri góð trygging, og reyndar er einn útgerðarmaður á staðnum nú að leita fyrir sér um kaup á öðrum skuttogara, sem jafn- framt yrði nótaskip. TVÖ FRYSTIHÚS. Þrir stórir bátar eru gerðir út frá Fáskrúðsfirði, en auk togarans og þeirra, eru gerðir þaðan út tíu 10-15 lesta bátar. Veiðar ganga þó erfiðlega hjá þeim vegna fiskleysis, sem verður tilfinnanlegra með hverju árinu sem líður, að sögn Alberts og þurfa bátarnir því að sækja æ lengra. Tvö frystihús eru á staðnum, annað nýbyggt, að mestu í eigu kaupfélagsins, og verður það hið fullkomnasta, þegar frá- Albert Kemp, hreppsnefndarmaður á Fá- skrúðsfirði. gangi verður lokið. Hitt, Pólar- síld hf. er lokað um þessar mundir, þar sem verið er að gera á því gagngerar endur- bætur en smærri bátarnir og einn þeirra stóru hafa lagt þar upp. KOMA UPP DRÁTTAR- BRAUT. Fáskrúðsfirðingar einblína þó ekki á fiskinn, heldur leggja áherzlu á að reyna að skapa fjölbreytni í atvinnulíf- inu til þess m. a. að þeir, sem ekki vilja vinna við fisk og veiðar, þurfi ekki að flytja frá staðnum. Nú hafa t. d. sveitar- félagið, kaupfélagið og eigend- ur Trésmiðju Austurlands tek- ið sig saman um að byggja það fyrirtæki upp, og verður á næstunni komið upp fullkom- inni dráttarbraut í tengslum við fyrirtækið. Þar eiga 40 til 50 manns að geta fengið vinnu. Af framkvæmdum sveitarfé- lagsins nú má nefna byggingu nýs skólahúss og þátttöku í byggingu fjölbýlishúss. Lögð er áhersla á að geta haldið á- fram varanlegri gatnagerð, en Albert sagði að það væri ó- framkvæmanlegt nema með einhverri aðstoð ríkisins. Hann sagðá fjárhag sveitarfélagsins slæman, og væri þetta sveitar- félag ekki einsdæmi um það, eftir miklar framfarir og bjartsýni undanfarinna ára. Erfiðleikar ríkisbússins í heild þýddi líka erfiðleika einstakra sveitarfélaga. IVIár Hallgrímsson, útibússtjóri: Bankastarfsemi lífs- spursmál í dreifbýli „Bankastarfsemi á stað sem þessum, er alveg lífsspursmál fyrir staðinn, enda ótækt að einstaklingar og fyrirtæki þurfi að leita langan veg, í vafasömum veðrum og erfiðri færð til þess eins að fá nauðsynlegustu fyrirgreiðslu í peningastofnun,“ sagði Már Hallgrímsson, útibússtjóri Landsbanka íslands á Fáskrúðsfirði, í viðtali við FV. Útibúið hefur verið starf- rækt síðan í vor, en áður var starfandi Sparisjóður Fá- skrúðsfjarðar þar á staðnum, stofnaður 1922, en hann sam- einaðist útibúi Landsbankans. Már var sparisjóðsstjóri síð- ustu fimm starfsár sjóðsins. Hann sagði að starfsemi sparisjóðsins hefði gengið vel, en þar sem hún var eingöngu byggð á innlánum einstaklinga í nágrenninu, hafði hann ekki nægilegt bolmagn til að sinna stórverkefnum, eins og Landsbankinn getur gert, held- ur aðeins þörfum ein- staklinganna. FV 10 1974 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.