Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 53
verið við einkanám í músík,
þau tvö eldri í píanótímum en
yngri dóttirin hefur verið við
almennari tónmenntun.
Auðvelt er um alla aðdrætti
í Bangkok og verðlag á nauð-
synjavörum má teljast 'hag-
stætt miðað við það sem gerist
á Vesturlöndum ef undan er
skilinn innfluttur varningur,
sem er mjög dýr. Mjög góð
baðströnd er í tveggja tíma
aksturs fjarlægð frá Bangkok,
þar sem við höfum stundum
leigt okkur lítið hús við sjó-
inn til nokkurra daga dvalar.
Við höfum einnig ferðazt tölu-
vert út frá Bangkok. Við fór-
um t. d. í ferðalag til Penang
í Malasíu og Singapore um
síðustu jól. Nokkrir aðrir ís-
lendingar höfðu mælt sér mót
til jólahalds og vorum við þar
17 talsins á aðfangadagskvöld
á heimili Birgis Hermannsson-
ar og konu hans, sem þar hafa
dvalizt um nokkurn tíma en
Birgir hefur fengizt við
kennslu í fiskveiðum. Okkur
þótti það nokkrum tíðindum
sæta, að fyrri hluta dags að-
fangadags vorum við ásamt
öðrum íslendingum að sóla
okkur á baðströndum Penangs,
sem eru mjög fallegar, og
snæddum þar meðal annars
kínverskan hádegismat á sund-
fötum einum saman.
í maí s. 1. fór svo fjölskyld-
an öll til nokkurra daga dval-
ar til Vientiane í Laos, þar
sem kunningjar okkar starfa
á vegum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Við notuðum einnig
tækifærið þegar við lögðum
upp í fríið, að skoða okkur að-
eins um í Suður-Víetnam og
flugum til hálendis S.-Víetnam
þar sem er mjög fallegt um að
litast.
Um lífið í Bangkok er það
að segja að borgin er ein hin
þróaðasta í Asíu og hefur upp
á flest það að bjóða, sem vest-
rænar borgir hafa. T. d. eru
þar fyrsta flokks hótel og veit-
ingastaðir, mörg kvikmynda-
hús, sem sýna nýjustu vest-
rænar kvikmyndir, og auðvelt
er um alls konar þjónustu.
Þess má einnig geta að í Bang-
kok má fá beztu skartgripi,
sem gefast í Asíu, og er verð-
lag slíkra hluta þar mjög hag-
stætt miðað við það sem tíðk-
ast í Evrópu og í Bandaríkjun-
um. Það hefur verið mikið um
Islendinga sem hafa komið við
í Bangkok á þeim tíma sem
við höfum búið þar. Þeir hafa
haft samband og höfum við
haft mikla ánægju að taka á
móti þeim og leiðbeina þeim
við ferðalög í Bangkok og inn-
kaup. Einkum eru það skart-
gripirnir sem kvenfólkið
hrífst mest af í Bangkok sagði
Gunnar Tómasson að lokum.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Eina íþróttablað landsins.
Fjaítar um íþróttir og átilíf.
Áskriftasímar 82300 — 82302
FV 10 1974
53