Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 15
Verðlagsvandamál landbúnaðarins eru margvísleg. Nautakjöts- verð hefur verið nokkuð stöðugt en verðlag á kjúklingum, sem líka eru mikilvægur þáttur í matarvenjum vestan hafs, hefur eitthvað hækkað í verði. HÆKKUN SMÁSÖLUVERÐS. Á umræddu tímabili varð mikil hækkun í smásöluverzl- uninni, eða hin mesta á eins árs tímabili, og jafnframt dró verulega úr fjárfestingu innan- lands og yfirvöld minnkuðu opinberar framkvæmdir miðað við fyrsta ársfjórðung ’74. Kaupmáttur almennings í Bandaríkjunum hefur minnkað á undanförnum mánuðum og fasteignasala dregizt saman. Byggingarframkvæmdir við nýsmíði hafa ekki verið minni á fjögurra ára tímabili. Sala verðbréfa á verðbréfamörkuð- um landsins hefur minnkað verulega og hækkun útláns- vaxta dró úr fjárfestingum um allt landið. Þetta gefur til kynna, að þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna í ár minnkar miðað við árið 1973, eða stend- ur í stað ef vel gengur fram til áramóta. SAMDRÁTTUR í FRAMLEIÐSLU. Iðnaðarframleiðsla Banda- ríkjanna minnkaði í júlí s.l. um 0,1% og í ágúst um 0,4%, en það þýðir að heildarþjóðar- framleiðslan hafi dregizt sam- an í ágústlok um 1%, miðað við sama tímabil árið áður, og nær hún tæplega að rétta við fyrir árslok. Tala atvinnulausra var nán- ast óbreytt fyrstu sex mánuði ársins, en hækkaði svo snögg- lega í ágúst í 5,4%, sem er hæsta hundraðshlutfall þar i landi frá því í lok október 1973, en þá var hún 4,6%. VERÐLAG HÆKKAR. Þrátt fyrir framleiðslusam- drátt fyrstu tvo ársfjórðunga 1974 hækkaði verðlag á tíma- bilinu jan.-marz um 12,3% og um 9,6% frá apríl til júníloka. Margir ófyrirsjáanlegir atburð- ir, eins og t. d. efnahags- þensla í iðnríkjunum, upp- skerubrestur í Indlandi, Sov- étríkjunum og ýmsum fleiri ríkjum á tímabilinu 1972-73, og samdráttur í olíufram- leiðslu Arabaríkjanna, sem fjórfaldaði verð á olíu, urðu til þess að verðbólgan óx um 3,5% á árunum 1971, og um sama hundraðshlutfall ár- ið 1972, Þessi vandamál eru ekki lengur fyrir hendi, en í stað þeirra hafa komið önnur vandamál, sem enn hafa auk- ið hraða verðbólguhjólsins. VERÐLAGSVANDAMÁL. Verðlagsvandamál í Banda- ríkjunum eru flókin og vand- leyst. Fyrst r ,á nefna verðlags- vandamál landbúnaðarins, sem eru margvísleg. Auk þess 'hef- ur það sín áhrif á efnahags- lífið, að olíuríkin neita enn að lækka olíuverðið, og loks má ekki gleyma að 30. apríl s.l. létu stjórnvöld afnema lög um frystingu verðlags og kaup- gjalds, sem voru í gildi. Þar ofan á bætast hækkandi laun og iækkandi kaupmáttur, en allt þetta á eftir að hafa veru- leg áhrif á verðlag og launa- mál landsins á komandi mán- uðum. Sem dæmi um minnk- andi kaupmátt má geta þess að í júlí s.l. var hann 5,3% minni en á sama tíma árið áður. Það hefur verið reiknað út, að laun hækki í landinu eftir að verðlags og kaupgjalds- stöðvunarlögin féllu úr gildi um 19% að meðaltali, og vísi- tala framfærslukostnaðar hef- ur hækkað að sama skapi. Heildsöluverð neyzluvarnings hefur hækkað mikið og hækk- ar enn, og sömu sögu er að segja af verðlagi iðnaðarvarn- ings. Hækkanir á iðnaðarvör- um stafa af aukinni eftir- spurn, framleiðsluvandamál- um og skorti á hráefnum. Verðlag í júlílok var 11,8% hærra en það var á sama tíma árið áður, en það er samt minni hækkun en verið hefur í öllum öðrum iðnríkjum, að V-Þýzkalandi undanskildu. AÐGERÐIR STJÓRNVALDA. Bandarísk stjórnvöld leggja nú áherzlu á að draga úr verðbólgunni í landinu, og m. a. hafa þau látið draga tals- vert úr öllum opinberum framkvæmdum í því skyni. Eftirlit með launa- og verðlags- málum hefur verið hert, og Ford forseti hefur skorað á þjóðina að leggja sitt af mörk- um til að auka þjóðarfram- leiðsluna. Bandaríski seðla- bankinn hefur hert allt eftir- lit með fjármagni í landinu og í marz s.l. fyrirskipaði hann að vextir skyldu hækka úr 8,5% í 12%, sem eru hæstu vextir í sögu þjóðarinnar. Vextirnir voru hækkaðir til þess að draga úr þenslu í út- lánastarfsemi banka, en veru- leg eftirspurn hefur verið eft- ir fjármagni vegna verðbólg- unnar. Bandaríski seðlabank- inn getur að nokkru stjórnað útlánum banka með því að hækka eða lækka vexti á lán- FV 10 1974 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.